Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 13 MINNSTAÐUR VESTURLAND MIKILL meirihluti háskólanema við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri er á umhverfisdeild og aðeins 30% nemendanna eru í auð- lindadeild þar sem kennd eru hefð- bundin búvísindi. Umhverf- isskipulag er orðin vinsælasta brautin, með yfir fimmtíu nem- endur, en til samanburðar má geta þess að 35 eru í grunn- og mast- ersnámi í búvísindum. Það er því spurning hvort Landbúnaðarháskóli Íslands standi undir nafni enda tengist nafnið hefðbundnum búskap í hugum margra, frekar en skipu- lagi, skógrækt eða náttúrufræði. „Þetta endurspeglar hið nýja dreifbýli. Það hafa orðið geysilegar breytingar á því hvað fólk er að gera úti í hinum dreifðu byggðum landsins,“ segir Bjarni Diðrik Sig- urðsson prófessor við Landbún- aðarháskólann og brautarstjóri nýrrar skógfræði- og land- græðslubrautar sem formlega tekur til starfa í haust. Þegar nám á henni verður komið af stað mun hlutfall nýju greinanna innan skólann enn aukast, miðað við þær gömlu. Nú eru 115 manns í háskólanámi á Hvanneyri, 80 í umhverfisdeildinni og 35 í gömlu auðlindadeildinni. Auk þess er fjöldi nemenda á starfs- menntabrautum og í diplomanámi. Bjarni Diðrik vekur athygli á að hinn hefðbundni landbúnaður sé auðvitað enn stundaður en fólkið í sveitunum hafi orðið að skapa sér aukatekjur til að geta lifað af land- inu. Landnýtingin sé orðin mun fjöl- þættari en hún var og nefnir Bjarni ferðaþjónustu sérstaklega í því sam- bandi. Einnig nefnir hann aukna tekjumöguleika í skógrækt og land- græðslu. Telur hann að liðlega þús- und landeigendur hafi einhverjar tekjur af skógrækt og landgræðslu. „Það er orðin þörf á að taka þessa þætti inn í menntun þeirra sem í framtíðinni eiga að fjalla um land- búnaðinn sem leiðbeinendur, kenn- arar og vísindamenn,“ segir Bjarni og er þar með kominn að nýju brautinni sem hann er að skipu- leggja. Hann leggur jafnframt áherslu á að breyting sé orðin í sveitunum og nauðsynlegt fyrir menntakerfið að fylgja þeim eftir. Þessi orð Bjarna eiga alveg eins við aðrar greinar umhverfisdeild- arinnar. Finnst enn vera fjósalykt Umhverfisskipulagsdeild hefur verið starfrækt á Hvanneyri í nokk- ur ár og í vor útskrifast þriðji hóp- urinn. Auður Sveinsdóttir lands- lagsarkitekt hefur haft forystu um uppbyggingu námsins. Hún segir að því hafi verið vel tekið á Hvanneyri þótt auðvitað hafi hún stundum þurft að synda á móti straumnum. „Fólkið hér hafði trú á þessu námi og fannst það spennandi. Við sem stóðum fyrir þessu vissum í raun ekki hvað þetta er mikið mál og það hefur farið mikil orka í að byggja þetta upp,“ segir hún. Auður segist frekar verða vör við fordóma úr þéttbýlinu gagnvart þessu námi. Fólki finnist enn vera fjósalykt af skólanum. „Við vissum að það væri ákveðinn styrkleiki að vera hér. Fólkið á landsbyggðinni er vant því að vera í varnarstöðu og það getur komið sér vel í baráttu fyrir nýjungum. Svo fannst okkur gott að vera í þessu umhverfi, það felast ýmsir möguleikar í því að tengjast því sem hér er fyrir,“ segir Auður. Bjarni Diðrik segist ekki upplifa neina togstreitu milli nýju grein- anna og þeirra gömlu. „Sameining þessara ólíku stofnana og greina í Landbúnaðarháskóla Íslands skap- ar ótrúlega mörg tækifæri. Það verður til suðupottur sem margt gott á eftir að koma upp úr,“ segir Bjarni Diðrik Sigurðsson. Mikill minnihluti háskólanemenda við Landbúnaðarháskóla Íslands er í hefðbundnu búvísindanámi Endurspeglun á hinu nýja dreifbýli Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Ljósmynd/Bjarni Diðrik Sigurðsson Mælingar Nemendur í skógfræði á Hvanneyri fóru nýlega í rannsóknarferð að Stálpastöðum í Skorradal. Hér eru tveir að mæla tré til að undirbúa grisjunaráætlun. SKIPULAGNING skógfræði- og landgræðslubraut- arinnar sem formlega tekur til starfa við Landbún- aðarháskóla Íslands í haust gengur út á það að sam- þætta mismunandi fræðasvið. Einnig er lögð mikil áhersla á stjórnun og tekin upp sú nýjung að kenna að- lögun skógræktar að landslagi. „Það hafa orðið miklar breytingar á aðferðafræði við landgræðslu og skógrækt á síðustu árum. Sem dæmi má nefna að í landgræðslunni er unnið meira að end- urheimt vistkerfa og því ferli lýkur oft með skógi. Þá þola runnar og trjágróður meiri áföll en annað gróð- urlendi, svo sem vegna öskufalls, skriðufalla og snjó- flóða. Þess vegna eru stofnanir sem að þessu vinna, Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins, farnar að vinna mun meira saman en áður var,“ segir Bjarni Dið- rik Sigurðsson, prófessor og brautarstjóri nýju skóg- fræði- og landgræðslubrautarinnar. Hann telur ekki að til árekstra þurfi að koma milli nytjaskógræktar og skógræktar sem meira er miðuð að útivist og fegrun umhverfis. „Við leggjum áherslu á það í náminu að markmið skógræktar geta verið fleiri en eitt. Við skipulagningu þess notum við sex evrópsk viðmið um sjálfbæra skógrækt og lögum þau að okkar aðstæðum,“ segir Bjarni. Stöndum á þröskuldi Skógfræði- og landgræðslunámið tekur þrjú ár. LBHÍ hefur leyfi til að útskrifa nemendur með BS- gráðu í skógfræði og einnig að taka mastersnema. Bjarni Diðrik vonast til að leyfi fáist til að útskrifa nem- endur með sama hætti í landgræðslu. Markmið námsins eru þríþætt, að sögn Bjarna. Hann nefnir fyrst að mik- ilvægt sé að gefa nemendum sterkan raunvísindagrunn svo þeir eigi kost á frekara námi tengdu rannsóknum og þróun á breiðu sviði. Í öðru lagi segir hann að áhersla sé lögð á stjórnun og rekstur lítilla fyrirtækja. Segir Bjarni að fjöldi lítilla fyrirtækja hafi sprottið upp í kringum þessa atvinnugrein um allt land. Í þriðja lagi nefnir hann landslagsfræði og hvernig skógar séu lag- aðir að landslaginu. Þetta segir hann að sé ekki síst mikilvægt í skóglausu landi. Þessi síðastnefndi þáttur er ekki í sambærilegu námi á Norðurlöndunum en finnst við háskóla í Bretlandi. Hugmynd Bjarna er ein- mitt að fá breska kennara til liðs við sig. „Við vitum að það er þörf fyrir þetta nám og ég hef orðið var við töluverða eftirspurn, ekki síst hjá fólki úr græna geiranum sem vill bæta við sig námi,“ segir Bjarni Diðrik. Hann telur að þörf sé á þessari menntun á ýmsum sviðum samfélagsins. „Þegar svona geirar ná ákveðinni stærð margfaldast skyndilega þörfin á menntun, ekki síst hjá starfsfólki stofnana og fyr- irtækja sem þjóna greininni með ýmsum hætti. Ég tel að við stöndum á þessum þröskuldi í dag,“ segir Bjarni Diðrik Sigurðsson. Gæðastjórnun í skógarplöntuuppeldi „Þetta er heillandi nám og hægt að fá mjög fjöl- breytta vinnu að því loknu, útivinnu á vettvangi og skrifstofuvinnu með. Sjálfri finnst mér svolítið heillandi að fara út í rannsóknir á ræktun skógarplantna. Svo eru möguleikar á störfum hjá Skógrækt ríkisins. Ég hef unnið sjálfstætt að ræktun og get vel hugsað mér að vera sjálfstæður ráðgjafi á því sviði, ásamt öðru,“ segir Rakel Jónsdóttir sem nú er á öðru ári í skógfræði á Hvanneyri. Hún lauk námi við Garðyrkjuskólann á Reykjum í Ölfusi, á garðplöntudeild, fyrir nokkrum ár- um og hóf síðar háskólanám á Hvanneyri á grundvelli eldra námsskipulags. Verið er að laga námið sem hún stundar að nýju skógfræði- og landgræðslubrautinni og njóta núverandi nemendur að einhverju leyti góðs af þeim hugmyndum sem notaðar verða á nýju brautinni. Rakel lýst vel á nýju áherslurnar. Nefnir aukna stjórnun og skipulag skóga með tilliti til landslags. Rakel var búsett á Tálknafirði, áður en hún hóf nám- ið, þar sem hún var garðyrkjustjóri og var með eigin fyrirtæki um ræktun skógarplantna. Sú reynsla nýtist henni ásamt náminu við lokaverkefnið. Það snýst um að byggja upp gæðastjórnun við nýjar aðferðir sem verið er að taka upp; geymslu skógarplantna í frysti. „Þetta er spennandi því áhugi minn beinist að ræktun. Þarna er verið að taka upp nýjar aðferðir og gaman verður að fá að fylgjast með þeim,“ segir Rakel. Skógfræði og landgræðsla verða hlið við hlið á nýrri braut Mismunandi fræðasvið samþætt Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Skógfræði og landgræðsla Rakel Jónsdóttir, nemandi í skógfræði, og Bjarni Diðrik Sigurðsson brautarstjóri. „MÉR líkar þetta vel, námið er skemmtilegt. Það reynir á mann,“ segir Helgi Einarsson sem er á öðru ári í námi á umhverfisskipulags- braut við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, vinsælustu brautinni við skólann. Helgi er úr Hafnarfirði og var að velta fyrir sér að fara í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands þeg- ar hann útskrifaðist sem stúdent. „Svo sá ég þetta nám auglýst. Ég sá strax að það gæti átt við mig. Nám- ið kemur inn á mörg svið, er nátt- úrutengt og skapandi,“ segir Helgi. Hann viðurkennir þó að stundum hafi hann þurft að hafa fyrir því að útskýra það fyrir vinum sínum hvað hann væri að gera í Landbún- aðarháskóla Íslands. Helgi taldi sig eiga meiri möguleika á góðri vinnu með því að fara í umhverf- isskipulagið en stjórnmálafræðina. „Já, þetta er vissulega ólíkt stjórn- málafræðinni og ég er enn að hugsa um þetta val mitt. En námið hefur fyllilega staðið undir væntingum mínum – og virkilega komið á óvart.“ Helgi Einarsson stefnir að fram- haldsnámi erlendis að loknu námi á Hvanneyri. Umhverfisskipulagið er þriggja ára grunnnám og Auður Sveinsdóttir brautarstjóri segist reyna að beina nemendum sínum í framhaldsnám til útlanda, enn sem komið er. „Við reynum að gefa þeim gott vegarnesti. Allir hafa gott af því að fara til náms erlend- is.“ Þannig fór megnið af fyrsta út- skriftarhópnum í frekara nám, í landslagsarkitektúr, skipulags- fræðum eða náttúruvísindum. Hóp- urinn sem brautskráðist í vor dreifðist meira. Auður segir að nemendurnir geti gengið inn í ýmis störf, eftir þetta nám. Auður hefur mikinn áhuga á að þróa deildina enn frekar og vonast til að kostur gefist á rannsóknum. Segir hún að nánast engin rann- sóknarvinna hafi farið fram á þess- um sviðum við íslenskar aðstæður og því brýn nauðsyn á að hefja þær. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Umhverfisskipulag Auður Sveinsdóttir brautarstjóri ásamt einum nem- anda sínum, Helga Einarssyni. Vinsælasta námið við Landbúnaðar- háskólann er á umhverfisskipulagsbraut Allir hafa gott af fram- haldsnámi erlendis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.