Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 15
Daglegtlíf Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska Það hefur veriðmjög skemmti-legt að vinnameð öllum þess- um börnum og nú ætlum við að fara að sýna af- raksturinn. Þetta hefur verið gott tækifæri fyrir krakkana að fá innsýn inn í heim hver annars, gefa af sér og fá að upp- lifa sameiginleg gildi okkar allra,“ segir Jo- anna Dominiczak, sem stýrt hefur fjölmenning- arlegu verkefni með um 120 krökkum af erlend- um og íslenskum upp- runa, frá samtals tólf þjóðlöndum. Afrakstur verkefnisins verður til sýnis á fjölmenning- arlegri sýningu, sem opnuð verður föstudag- inn 24. febrúar í þjón- ustumiðstöð Miðborgar og Hlíða við Skúlagötu 21. Sjálfboðaliði hjá Veraldarvinum Joanna, sem er tvítugur Pólverji, átti sjálf frumkvæði að verkefninu og sótti um styrk til þess að hrinda því í framkvæmd til Evrópusam- bandsins, en ungt fólk og þeir sem vinna með ungu fólki geta sótt um styrki til UFE til að skipuleggja og framkvæma ýmisleg verkefni. UFE eða Ungt fólk í Evrópu er ætlað að veita ungu fólki á aldrinum 15–25 ára tækifæri til að auka þroska sinn og menntun með þátttöku í sam-evrópskum verkefnum. Verkefnið er því hluti af frum- kvæðisverkefni Evrópusambands- ins og unnið í samstarfi við fé- lagsmiðstöðina Frostaskjól. Markmiðið var að koma á framfæri hugmyndum um fjölmenningu með- al barna á aldrinum 6 til 12 ára í gegnum list og leiki. Verkefnið leiddi meðal annars af sér skemmtilega og fallega mynd- skreytta fjölmenningarlega smá- orðabók um vináttuna á arabísku, íslensku, kínversku, lithásku, pólsku, spænsku, filippínsku, taí- lensku og víetnömsku. Auk þess máluðu krakkarnir á boli, gróð- ursettu tré í Nauthólsvík og skreyttu fána síns upprunalands. Joanna, sem er fædd og uppalin í Wroclaw, þar sem íbúar eru 650 þúsund talsins, kom fyrst hingað til lands á vegum Veraldarvina og vann sem sjálfboðaliði í sum- arbúðum á Hvanneyri í hálft ár. Síðan í maí hefur hún starfað sem frístundafulltrúi í Frostaskjóli og unnið með börnum að verkefninu sínu. Hún hefur í vetur einnig stundað nám í íslensku fyrir út- lendinga við Háskóla Íslands. Jo- anna segir að nú sé komið að lok- um Íslandsdvalar í bili því hún áformi nú háskólanám í fjölmiðla- fræðum í Skotlandi. Sýningin er sett upp sem liður í Vetrarhátíðinni í Reykjavík og kemur til með að standa í mánuð, til 24. mars. Þjónustumiðstöðin er opin alla virka daga frá kl. 8.20 til kl. 16.15.  FJÖLMENNING | Börn af íslenskum og erlendum uppruna unnu saman að fjölmenningarlegu verkefni Máluðu á boli og skreyttu fána Krakkarnir gróðursettu m.a. tré í Nauthólsvík. Verkefnisstjórinn Joanna Dom- iniczak með litlu smáorðabókina, sem er á níu tungumálum. Morgunblaðið/Árni Sæberg TENGLAR ........................................................ www.ufe.is Sagt er að ein hreyfing hjáhesti framkalli þrjátíuhreyfingar hjá manni, semá honum situr. Það sam- svarar tvö hundruð hreyfingum á mínútu sem verða þrjú þúsund hreyfingar á hálftíma þegar teymt er undir einstakling, sem situr á hestbaki. Í þessu felst mikil og góð þjálfun fyrir fólk, sem bundið er hjólastólum,“ segir Kristján Jóns- son, 73 ára gamall ellilífeyrisþegi, sem ákvað að taka að sér göfugt sjálfboðaliðastarf. Hann mætir reglulega í Hesta- miðstöð Reykjavíkur í Víðidal þar sem fram fer þjálfun fatlaðra ein- staklinga á hestum og teymir undir. „Ég byrjaði í þessu rétt fyrir jól- in og það má því segja að ég sé orð- inn hálfgerður kúskur,“ segir Krist- ján og vísar í gamalt orð, sem notað var um þann, sem teymir undir. Aðdraganda þessa má rekja til þess að Sigurður Már Helgason, verkefnisstjóri hjá Íþrótta- og tóm- stundaráði Reykjavíkur, kom í heimsókn í félagsmiðstöð eldri borgara í Gerðubergi og bað um leyfi til að kynna málið fyrir eldri borgurum, sem þarna sátu við tréútskurð, saumaskap og spila- mennsku. „Hann var að falast eftir aðstoð eldri borgara við að þjálfa fatlaða á hestum, en vegna mann- eklu á sambýlum fatlaðra og ann- arra stofnana, sem þjóna fötluðum, hafa fatlaðir í mjög takmörkuðum mæli getað nýtt sér þessa þjálf- unaraðferð. Mér fannst ég ekki geta hafnað þessu úr því ég hafði tíma.“ Ýtir við öllum vöðvum Starf þetta er alfarið unnið í sjálfboðavinnu, en áhugasömum sjálfboðaliðum býðst sem umbun fyrir þakklátt starf að fara sjálfir á hestbak í boði Hestamiðstöðvar Reykjavíkur sem rekur starfsem- ina. Að sögn Sigurðar Más er enn brýn þörf fyrir nokkra fleiri sjálf- boðaliða. „Þetta fyrirkomulag hefur reynst vel enda búa eldri borgarar yfir mikilli reynslu og þekkingu, sem má ekki glatast.“ „Ég fæ sjálfur mikið út úr þessu sjálfboðaliðastarfi. Þetta er mjög gott og gefandi hlutverk. Fólkið, sem er í þjálfuninni, er bæði and- lega og líkamlega fatlað. Ágæti þjálfunarinnar felst aðallega í gangi hestsins því hreyfing hestsins ýtir við öllum vöðvum líkamans, stórum sem smáum,“ segir Kristján. Ylur frá hestinum virkar auk þess mjög vel á spastíska einstaklinga. Þeir ná góðri slökun með því að liggja á maganum á baki hestsins og fá hreyfinguna frá hestinum sam- tímis. Fjölbreytt áhugamál Fimm ár eru liðin síðan Krist- ján yfirgaf vinnumarkaðinn. Það er hins vegar nóg við að vera því hann er í bókbandsnámi á fimmtu- dögum og í tréútskurði í Gerðu- bergi á mánudögum og mið- vikudögum. Og nú hefur sjálfboðaliðastarf við hestaþjálfun fatlaðra bæst við. Auk þess að hafa um ævina unnið við almenn verkamannastörf og verið sundlaugarvörður í turni Laugardalslaugar í tíu ár, útskrif- aðist hann frá Leiklistarskóla Þjóð- leikhússins árið 1960 og starfaði sem leikstjóri á vegum Bandalags íslenskra leikfélaga í rúm tuttugu ár vítt og breitt um landið. Hann leikstýrði líka útvarpsleikritum og skrifaði sextán ævintýrabækur fyrir unglinga undir eigin nafni og dul- nefninu Örn Klói.  AÐSTOÐ | Óskað eftir öldruðum til að teyma hesta undir fötluðum Gott og gef- andi hlutverk Morgunblaðið/Árni Sæberg Hreyfingar hesta eru taldar gera fötluðum mjög gott. Kristján Jónsson fer reglulega í Hestamiðstöð Reykjavíkur í Víði- dal og teymir hesta undir fötluðum.febrúar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.