Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HELGI Ingólfsson, kennari við Menntaskólann í Reykjavík, skrifar mér opið bréf í Morg- unblaðinu sunnudaginn 19. febr- úar síðastliðinn. Í bréfinu ber Helgi fram nokkrar spurningar sem hann óskar svara við. Mér er ljúft að svara því sem um er spurt, en áður vil ég benda á tvennt. Síðdegis hinn 7. febrúar sl., nánar til- tekið kl. 14.50, skrif- ar Helgi mér tölvu- póst þar sem hann óskar svara við ákveðnum atriðum. Fyrir hádegi 8. febrúar svara ég honum því að ég sé að skoða málið og muni svara eins fljótt og ég get. Hinn 9. febrúar kl. 7.44 svara ég þeim spurningum sem til mín var beint. Þannig verð ég vart sakaður um að svara ekki erind- um sem til mín berast. Á stjórnarfundi KÍ sl. föstudag kom fram að formaður Félags framhaldsskólakennara hefði heimsótt marga framhaldsskóla síðustu daga til að kynna sam- komulag KÍ og menntamálaráð- herra og svara fyrirspurnum þar að lútandi. Einnig kom fram að þrátt fyrir ítrekaðar óskir formannsins um að fá að koma á fund með kenn- urum í Menntaskólanum í Reykjavík til að ræða málið og svara spurningum hafi það ekki verið þegið enn sem komið er. Það er því ljóst að ef slíkur fundur hefði verið haldinn hefði Helgi þegar fengið svör við flest- um spurningum sínum. En fyrst menn velja blaðaskrif fremur en fund þá verður svo að vera og því sný ég mér að því að svara spurningum Helga. Hvert aðildarfélag fyrir sig vel- ur þá aðferð sem það vill þegar unnið er að málum sem þessum. Þannig getur verið misjafnt á milli félaga innan KÍ hve margir koma að umræðu um mál sem þetta áður en ákvörðun er tekin. Stjórn félags sem vinnur eftir þeim samþykktum sem gerðar hafa verið á æðstu samkomum fé- lagsins er að stunda lýðræðisleg vinnu- brögð og svo var í þessu tilfelli. Það var mat þeirra sem mest hafa unnið að málinu, þ.e.a.s. formanna aðild- arfélaganna og for- manns og varaformanns KÍ, að ef takast ætti að hafa áhrif á málið yrði að gera það áður en frum- varp um það yrði lagt fyrir Al- þingi. Fyrirhugað var að leggja fram slíkt frumvarp um síðustu mánaðamót og því var tíminn naumur. Hvert félag fyrir sig ákvað síð- an hvort og þá með hvaða hætti samkomulagið var kynnt áður en það var undirritað. Samkomulagið var tilbúið til undirritunar að kvöldi mánudags- ins 30. janúar eða þremur dögum áður en utandagskrárumræðan fór fram en undirritun var frest- að þar til að samkomulagið hafði verið kynnt trúnaðarmönnum Fé- lags framhaldsskólakennara og formönnum kennarafélaga fram- haldsskólanna. Utandagskrárumræða á Al- þingi hefur aldrei stjórnað tíma- setningum í vinnu Kenn- arasambands Íslands. Kennarasamband Íslands hefur hvorki samið um skerðingu á námi né styttingu námstíma enda liggur ákvarðanataka um slíkt hjá Alþingi. Alltaf hefur hins veg- ar verið ljóst að heildarend- urskoðun á námi og náms- skipulagi gæti falið í sér breyttan námstíma og alveg örugglega ekki jafn langan námstíma fyrir alla nemendur. Á fundinum í MR 17. janúar spurði ég hvort KÍ ætti einungis að vera á móti málinu eða reyna að beita sér og hafa áhrif. Eini fundarmaðurinn sem svar- aði spurningu minni beint sagði að málið væri ónýtt í núverandi mynd. Á fundinum kom einnig fram í máli formanns Félags framhalds- skólakennara að það væri hlut- verk forystunnar að reyna að komast að málinu og hafa áhrif á það. Þessu mótmælti enginn. Með samkomulaginu er verið að koma málinu í nýjan farveg, farveg sem er í takt við sam- þykktir KÍ og aðildarfélaga þess. Þegar upp verður staðið verður fyrst hægt að sjá með hvaða hætti KÍ nær að koma að þeim áherslum sem samþykkt 3. þings KÍ og samþykktir aðalfunda að- ildarfélaga sambandsins fela í sér. Ef við hins vegar hefðum staðið til hliðar hefðum við engu náð fram. Ég mun ásamt forystumönnum Kennarasambands Íslands vinna að því af heilum hug að það frumvarp sem kemur væntanlega fram á Alþingi í vor feli ekki í sér að tíu ára grunnskóli og þriggja ára framhaldsskóli verði lögbund- inn eins og ætla mátti að hefði orðið niðurstaðan ef við hefðum ekki verið til viðtals um málið. Formaður Kennarasambands Íslands situr í umboði allra fé- lagsmanna. Félagsmenn KÍ, sem eru um 9.000 talsins, vinna á 659 vinnustöðum og þeir ákveða á þriggja ára fresti hver gegnir þessu starfi. Formaður KÍ hefur ekki neit- unarvald og þegar stjórnir allra aðildarfélaga sambandsins fela formanni að undirrita sam- komulag ber honum að gera það svo fremi að samkomulagið gangi ekki í berhögg við sannfæringu hans. Svo var ekki í þessu tilfelli því þá hefði ég sagt af mér áður en samkomulagið var undirritað. Að lokum þetta: Nánari svör hefðu fengist við einstaka liðum og jafnvel fleiri atriðum ef for- ystufólk félagsins hefði fengið að koma til fundar við kennara skól- ans til að ræða málið í heild sinni. Það má velta fyrir sér hvers vegna má ekki funda um málið þar eins og annars staðar. Svar við opnu bréfi Eiríkur Jónsson svarar Helga Ingólfssyni ’Þegar upp verður staðiðverður fyrst hægt að sjá með hvaða hætti KÍ nær að koma að þeim áherslum sem samþykkt 3. þings KÍ og sam- þykktir aðalfunda aðild- arfélaga sambandsins fela í sér.‘ Eiríkur Jónsson Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Á ÍSLANDI, sem er meðal minnstu ríkja, þarf lítið til að þjóðmenningu og trú sé ógnað. Fjöldi útlendinga hefur valið sér bú- setu hér. Fyrstu árin gekk móttaka þeirra og samlögun sæmi- lega. En svo fór fjöldinn úr böndum og kurr kom í land- ann. Útlendingar flykktust á stofnanir, til félagsþjónustu og spítala. Aldraðir og sjúkir búa nú við að fólk sem annast þá, er sama sem mál- laust og heyrn- arlaust. Lág laun við umönnun fæla frá og valda vandræðum. Fólk sem ekki skil- ur eða talar íslensku, er óæskilegt í slík störf. Ég sé enga hagkvæmni í að setja óhæfa útlendinga í umönnun og landann á bætur. Þetta mun breytast, ef við ger- um launin lífvænleg og kennum innflytj- endum íslensku. Fyrr en þeir kunna málið, verða þeir ekki Ís- lendingar. Hæfileg innkoma útlendinga er gott mál, ef við setjum skynsamlegar reglur og skilyrði. Innflytjendur verða að samlagast þjóðinni ef vel á að fara. Trúarlegar hömlur í þeim efnum eru óviðunandi. Tvær þjóðir í svo litlu landi, gengur ekki upp. Það hefur geng- ið illa í Frakklandi og Danir, um- burðarlyndasta þjóð í heimi, sýpur nú seiðið af hjálpsemi sinni við múslímska flóttamenn. Nú þakka þeir fyrir sig með því að blása til herferðar gegn velgjörðarþjóð sinni. Klerkar í Dan- mörku fóru með fals- aðar teikningar af Múhameð til fyrri heimkynna sinna. Trú múslíma býður ekki upp á neinar mála- miðlanir. Þar er flest í miðaldaskorðum og ekki fýsilegur kostur upplýstum þjóðum annarrar trúar að láta njörva sig í. Aldir eru síðan kristnir álitu of- beldi gefast vel við boðun trúar. Það segir mikið um múslíma, að þeim finnst í lagi að leiðtogar þeirra dæmi útlenda rithöfunda til dauða, ef þeim líkar ekki skrifin. Ofbeldis- fullt stjórnarfar og níðingsverk, setja svip á mörg lönd þeirra. Þeir hafa myrt þús- undir landa sinna og aðra á grimmilegan hátt. Hjá þeim helgar tilgangurinn meðalið. Meðan múslímski heimurinn fordæmir ekki ódæðin, sam- þykkir hann þau. Að sprengja fólk í tætlur, er viðbjóðslegur glæp- ur og ægilegastur þeim slösuðu. Óupplýstir múgæsingamenn taka saklaust fólk í gíslingu og myrða í beinum útsendingum og eru hjálp- arstarfsmenn ekki undanskildir. Lágkúran, siðleysið og grimmdin getur ekki verið meiri. Við verðum að þora að tala um þessi mál, þótt þau fari fyrir brjóstið á fólki sem þolir ekki sannleikann. Við megum ekki óttast að verða kallaðir ras- istar. Þá skerðum við eigið tján- ingafrelsi og annarra. Trú múslíma er svo gjörólík öðrum trúarbrögðum, að aðlögun er óhugsandi án tilslakana af þeirra hálfu. Útlendingar sem leita betra lífs hér, verða að fara að okkar lögum og reglum. Við- horf múslíma til jafnréttis eru miðaldaleg og margir siðir þeirra vægast sagt óhugnanlegir. Þar má nefna refsingar við þjófnaði, óleyfilegri ást konu á karli ann- arrar trúar og framhjáhaldi, en í báðum tilfellum er konan grýtt og karlinn húðstrýktur. Misþyrm- ingar á kynfærum telpna og heið- ursmorð, sem aðeins bitna á kon- um. Gegn öllu þessu þarf ströng lög. Við þurfum ekki að virða öll trúarbrögð, öðru gegnir um rétt manna til að iðka eigin trú. Leyfi fyrir mosku, eigum við að varast að veita meðan málin eru ekki á hreinu. Forsvarsmaður múslíma hér á landi skorar á sitt fólk að kaupa ekki vörur frá frændum okkar og vinum í Danmörku. Nú hefur íslenskt blað birt myndirnar og mun hann trúlega láta reiði sína bitna með sama hætti á ís- lensku þjóðinni? Ég efast um að nokkur þjóð hafi gert eins mikið fyrir múslíma og Danir. Kannski speglast þakklætisvenjur múslíma í hatursáróðri forsvarsmannsins. Hann virðist sýnishorn um hvað lítið má útaf bera, svo óvild og of- stæki taki yfir. Þeir sem dæma dönsku þjóðina fyrir afglöp nokk- urra blaðamanna, eru annaðhvort undir annarlegum múgsefjunar- áhrifum, eða á miðaldastigi. Slíkir menn lofa ekki góðu fyrir okkur Íslendinga.Viðbrögð múslíma við teikningunum, sýnast skipulögð skrílslæti. Upplýst fólk drepur ekki hvað annað, eða brennir sendiráð. Múslímar í íslensku samfélagi Albert Jensen fjallar um trúmál Albert Jensen ’Trú múslímabýður ekki upp á neinar málamiðl- anir. Þar er flest í miðaldaskorð- um og ekki fýsi- legur kostur upplýstum þjóð- um annarrar trú- ar að láta njörva sig í.‘ Höfundur er trésmíðameistari. LOKSINS, loksins, ekki er annað hægt að segja þegar hinum ógnvæn- legu prófkjörum stjórnmálaflokk- anna fyrir sveitarstjórnarkosning- arnar 2006 er lokið. Þvílíkt umstang, þvílíkur fjár- austur og þvílíkt daður og dufl á báð- ar hendur, mikið skal á sig lagt fyrir valdapotið. Ef til vill er það hollt fyrir „egóið“ að horfa á myndir af sjálfum sér í fjölmiðlum og á vegg- spjöldum úti um allt, og fá alla sem vettlingi geta valdið til þess að tjá sig um ágæti manns. En hrapar ekki sjálfsímyndin nokkuð þegar upp er staðið hjá mörgum, innistæðan og yfirdrátturinn farinn og ekki neinn árangur nema myndirnar úr blöðunum sem að sjálf- sögðu fara í úrklippubókina, allt nema úrslitatölurnar, fyrir ömmu- og afabörnin. Og þar erum við komin að kjarna málsins, margar síður skrifaðar og mörg stór orð voru látin falla um hvað hinn vandaði frambjóðandi sæi athugavert við stöðu hinna öldruðu og hve annt honum (henni) væri um að hagur þeirra væri bættur. Það þyrfti að bæta kjörin, það þyrfti að hraða uppbyggingu hjúkr- unarheimila, það yrði að sjá til þess að næg langlegupláss væru til fyrir alla sem á þyrftu að halda, og að sjálfsögðu átti að gera öllum öldr- uðum, sem það kysu, að dvelja heima í sinni íbúð með aðstoð frá sveit- arfélögunum. En hinkrum nú aðeins við, er þetta allt sem framan var talið, ef minnið svíkur mig ekki, sömu áherslurnar sem við heyrðum vorið 2002 og vorið 1998 og vorið 1994, jú ég held það bara, en af hverju þarf að endurtaka þetta enn í dag voru ekki loforð gefin í öll hin skiptin, var ekki staðið við þau? Svari nú hver fyrir sig. Áfram má halda, því þessi loforð og öll þessi skrif voru einnig stórt innihald kosningabaráttu fyrir al- þingiskosningar síðasta áratugar og samt er haldið áfram að lofa. Þetta er allt í lagi segja hinir vísu frambjóðendur, þetta er gamalt fólk og það man ekki neitt stundinni leng- ur og ef einhver fer að æmta þá lof- um við því bara að skoða þessi mál af ein- urð og dug, búið punkt- um og basta. Það er ef til vill skilj- anlegt að fullt af fólki langi til þess að vera „eitthvað“ því það er svo mikið góðæri í land- inu að allt er að springa og þetta ágæta fólk trú- ir því að góðærið hafi byrjað þegar það var búið að ljúka sinni skólagöngu og byrjað að borga af námslán- unum. En ef til vill væri rétt að rúlla tíma- hjólinu nokkra áratugi til baka, þeg- ar ömmur og afar allra þessara fram- bjóðenda voru að stíga sín fyrstu skref inn í framtíðina, það væri hollt að sá tími, sem vel hefur verið skráð- ur, væri skyldulesning fyrir alla sem vilja í alvöru vera leiðtogar. Vil ég hér aðeins bera niður í minningar sem ágætur vinur minn setti á blað um hvernig ástandið var á árunum 1930 og þar nálægt. Hann segir: Í ágúst 1932 lést faðir minn úr krabbameini eftir tæplega árs legu heima í þessu eina herbergi í litla húsinu á fjörukambinum. Ekkert sjúkrahús, ekkert sjúkrasamlag, engir peningar fyrir læknishjálp og engin von um bata eftir að vitnaðist hver sjúkdómurinn var. Mamma 27 ára og við vorum 6 systkinin, eins til tíu ára gömul. Það var nú það og þið ágæta unga fólk, þið byggðuð sjúkrahúsin, þið stofnuðuð sjúkrasamlögin, þið bjugg- uð til almannatryggingarnar, þið settuð á vökulögin, þið malbikuðuð göturnar, ja hérna, eða svo mætti ætla eftir allt orðaflæðið sem frá ykk- ur hefur streymt síðustu tvo mánuði eða svo. Það var bara ekki þannig. Það vor- um við afar ykkar og ömmur og síðan foreldrar ykkar sem byrjuðum að búa til góðærið, sem þið hampið svo mjög, og þetta góðæri viljið þið að sjálfsögðu fá að vera með í að nýta, ef til vill í von um að fá nöfn ykkar skráð í sögubækur nýbyrjaðrar aldar. Elskulegur vinnufélagi minn til margra ára kenndi mér ungum manni heilræði eitt sem hefur dugað mér nokkuð vel í lífsins ólgusjó, en það hljóðar svo: aðgát skal höfð í nærveru sálar. Ekki fer mikið fyrir þessu heilræði í þjóðfélagi nútímans enda allir of uppteknir af sjálfinu í sér til þess að nenna að horfa út fyrir þann ramma sem viðkomandi hefur búið sér set í. En aðeins eitt er nokkuð víst að þó þið séuð ung og full af áhuga í dag, þá munuð þið eldast og deyja eins og við sem eldri erum í dag. Og þá gæti verið gott að eiga góða minningu sem hægt væri að rabba við jafnaldra sína um, sem væri sú að hafa ekki gleymt stóru orðunum og loforðunum sem voru látin falla í hita prófkjörskosninganna sem loksins, loksins er lokið. Megið þið ganga götuna fram á veg til góðs, ekki bara fyrir ykkar egó, heldur einnig með vitneskjuna í farteskinu, hver byrjaði að búa til góðærið. Aðgát skal höfð Atli Ágústsson fjallar um kosningaloforð ’… er þetta allt semframan var talið, ef minn- ið svíkur mig ekki, sömu áherslurnar sem við heyrðum vorið 2002 og vorið 1998 og vorið 1994 …‘ Atli Ágústsson Höfundur er ellilífeyrisþegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.