Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BLAÐAMENN OG LJÓSMYND- ARAR FÁ VIÐURKENNINGAR Þriðja árið í röð hefur blaðamaður áMorgunblaðinu hlotið verðlaunBlaðamannafélags Íslands. Sunna Ósk Logadóttir hlaut verðlaun fyrir bestu umfjöllun ársins 2005 fyrir greinaflokk sinn um rekstur og starf- semi Landspítalans – háskólasjúkra- húss. Í fyrra féllu blaðamannaverðlaun- in í skaut Árna Þórarinssonar og Agnesar Bragadóttur árið þar áður. Greinar Sunnu Óskar voru tímabær út- tekt á málefnum Landspítala – háskóla- sjúkrahúss eftir sameiningu hans við Borgarspítalann. Málefni sjúkrahússins eru flókin og um þau hefur verið hart deilt. Um leið er LHÍ gríðarlega mik- ilvægur þáttur í heilbrigðismálum á Ís- landi. Eitt af hlutverkum fjölmiðla er að veita innsýn í veigamikil þjóðfélagsmál. Sunna Ósk fjallaði um málefni spítalans með skýrum og gagnsæjum hætti og sýndi að hún er komin í röð bestu blaða- manna landsins. Tveir aðrir blaðamenn á Morgun- blaðinu voru tilnefndir til verðlauna, Davíð Logi Sigurðsson til blaðamanna- verðlauna ársins 2005 fyrir skrif um Afganistan, alþjóðasamstarf og stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna, og Anna Gunnhildur Ólafsdóttir fyrir rannsókn- arblaðamennsku fyrir greinar sínar um fátækt á Íslandi og brestina í velferð- arsamfélaginu. Blaðamennskuverðlaunin féllu í hlut Gerðar Kristnýjar Guðjónsdóttur og verðlaunin fyrir rannsóknarblaða- mennsku fékk Sigríður Dögg Auðuns- dóttir. Um helgina voru einnig veitt verðlaun fyrir blaðaljómyndir ársins. Verðlaun Blaðaljósmyndarafélags Íslands fyrir ljósmynd ársins 2005 fékk Þorkell Þor- kelsson fyrir mynd sem hann tók á Sri Lanka eftir að risaflóðbylgjan reið yfir á öðrum degi jóla 2004. Þorkell hefur ferðast um allan heim og tekið sláandi myndir, sem sýna hörmungar af völdum náttúruhamfara, stríðs, sjúkdóma og hungurs. Myndir Þorkels jafnast á við það besta, sem sést frá fremstu frétta- ljósmyndurum heims. Myndröð hans frá flóðasvæðunum fékk einnig verðlaun. Þær myndir birtust í Tímariti Morgun- blaðsins í lok síðasta árs og bera hæfi- leikum hans órækt vitni. Þar kemst til skila kraftur náttúruaflanna, varnar- leysi mannsins og óttinn, en einnig seiglan og vonin. Ragnar Axelsson hlaut verðlaun Blaðaljósmyndarafélagsins fyrir frétta- mynd ársins 2005. Ragnar hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli á Íslandi og erlendis fyrir ljósmyndir, sem sýna lífshætti á norðurslóðum og eru ómet- anleg heimild um veröld, sem brátt mun hverfa. En hann á ekki síður heiður skil- inn fyrir fréttamyndir sínar. Auga Ragnars fyrir rétta augnablikinu á vett- vangi er óviðjafnanlegt eins og verð- launamynd hans af Davíð Oddssyni að kveðja á landsfundi sjálfstæðismanna í Laugardalshöll í haust ber vitni. Tveir aðrir ljósmyndarar, sem einnig hafa verið áberandi á síðum Morgunblaðsins, fengu einnig viðurkenningar, Árni Torfason fyrir íþróttamynd ársins og Þorvaldur Örn Kristmundsson fyrir þjóðlegustu mynd ársins. Einnig fengu viðurkenningu ljós- myndararnir Haraldur Jónasson, Ing- ólfur Júlíusson, Bragi Þór Jósefsson og Páll Stefánsson. Morgunblaðið óskar starfsmönnum blaðsins til hamingju með þennan ár- angur, sem er afrakstur þrotlausrar vinnu og erfiðis. Auður hvers fjölmiðils er fólginn í því starfsfólki, sem mótar hann frá degi til dags. Á ritstjórn Morg- unblaðsins starfar hæfileikaríkt fólk, sem á hverjum degi leggur hart að sér til að koma málum líðandi stundar til skila til lesenda. Blaðamenn blaðsins og ljósmyndarar kappkosta að kafa undir yfirborðið og gefa sem skýrasta mynd af atburðum og málefnum. Verðlaun sem þessi eru ekki aðeins verðlaunahöfunum hvatning til dáða, heldur öllum starfs- mönnum blaðsins. NÝTT STÓRÁTAK Í VEGAMÁLUM Við Íslendingar unnum afrek í vega-málum á 20. öldinni. Fátæk þjóð lagði vegi um allt land fram yfir miðja öldina. Bjargálna þjóð umbylti því vega- kerfi á síðasta fjórðungi aldarinnar. Nú er komið að því að rík þjóð þarf að vinna ný stórvirki í vegamálum. Verkefnin eru í megindráttum þrjú, að fjölga akbrautum, að breikka vegi og byggja jarðgöng milli byggðarlaga. Umferðin út frá höfuðborginni er orð- in svo mikil, að það er óhjákvæmilegt að fjölga akbrautum til Suðurnesja, austur fyrir fjall og upp í Borgarfjörð. Þessar framkvæmdir eru þegar hafn- ar. Tvöföldun Reykjanesbrautar er lok- ið að hluta. Öllum er ljóst, hvílíkt öryggi felst í þeirri tvöföldun. Hið sama verður að gerast á allri leiðinni til Selfoss og upp í Borgarfjörð. Þessar framkvæmdir verða hins veg- ar að ganga hraðar fyrir sig. Þörfin er orðin svo brýn, að framkvæmdahraðinn verður að vera mikill. Þegar komið er út fyrir þessi svæði verður að breikka vegina og það þarf líka að gerast á skömmum tíma. Í raun og veru eru allir, sem eru á ferð í bílum út um land, í lífshættu á hvaða tíma sól- arhrings sem er. Ástæðan er hin mikla umferð flutningabíla. Það er alveg sama, hvað forráðamenn bílaútgerð- anna segja og það er alveg sama hvað bílstjórarnir sjálfir segja; veruleikinn, sem blasir við hinum almenna borgara, sem er á ferð í fólksbílum litlum eða stórum, er sá, að flutningabílarnir aka á miklum hraða, hægja ekki á sér svo nokkru nemi, þegar þeir mæta bílum og taka ekkert tillit til þess að tengivagnar geta sveigst til með hrikalegum afleið- ingum. Og því miður er það svo, að reglum um frágang á farmi aftan á bíl- unum er ekki fylgt. Það er augljóst að því verður að fylgja miklu fastar eftir að bílstjórarnir og bílaútgerðirnar fylgi settum reglum en jafnvel þótt þeim væri fylgt þarf engu að síður að hefjast handa um stórátak til þess að breikka vegina. Sú framkvæmd er óhjákvæmileg um land allt og henni þarf líka að hraða. Jarðgöng eru orðin jafnmikilvæg til þess að tengja byggðarlög saman eins og brýr voru fram eftir síðustu öld. Það er misskilningur að líta á jarðgöng sem einhvern munað. Þau eru forsenda þess, að byggð haldist um land allt. Munurinn á Íslendingum síðustu ald- ar og þeirra kynslóða, sem nú eru að vaxa úr grasi er sú, að Íslendingar 21. aldarinnar hafa efni á þessum fram- kvæmdum. Og úr því að svo er ber okkur að láta hendur standa fram úr ermum. ÞAÐ VAR galsi og gleði í fasi ung- linganna sem skondruðu um sali Seljakirkju laust upp úr hádegi í gær, rétt fyrir messu, þrátt fyrir að þau ættu að baki um sextán tíma biblíulestursmaraþon. Krakk- arnir, sem eru virkir þátttakendur í æskulýðsstarfi Seljakirkju, ákváðu að lesa stanslaust upp úr Nýja testamentinu frá því klukkan tíu á laugardagskvöld og fram að messu kl. 14 í gær í því skyni að safna áheitum til styrktar krabba- meinssjúkum börnum. Þrettán unglingar úr áttundu bekkjum Ölduselsskóla og Selja- skóla þreyttu maraþonið, en það fór þannig fram að hver las fimm- tán mínútur í einu, en á meðan gátu unglingarnir hlustað á lest- urinn eða stundað einhverja af- þreyingu annars staðar í kirkjunni til að hvílast. Þrátt fyrir að mögu- legt væri að leggja sig nýttu fáir sér þann möguleika og þá í mesta lagi nokkrar mínútur. Flestir voru of spenntir fyrir félagsskapnum og verkefninu til að festa blund. Þrátt fyrir þreytu var risið ekki lágt á börnunum og ljóst að stolt yfir vel unnu verki skein úr augum þeirra. Spurningar vöknuðu um guðspjöllin Sr. Valgeir Ástráðsson, sóknar- prestur í Seljakirkju, hóf lesturinn á ættartölunni í Matteusarguð- spjalli og setti síðan lesturinn í hendur sóknarbarna sinna. Þegar lestrinum lauk við upphaf messu í gær höfðu nemendurnir lokið við að lesa öll guðspjöllin, postulasög- una, Rómverjabréf Páls postula og voru við lok Galatabréfsins. Sr. Valgeir segir ekki ólíklegt að með sama lestrarhraða tækist líklega að ljúka lestri Nýja testamentisins í öðru maraþoni. Sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Seljakirkju, vakti yfir börnunum um nóttina, leiðbeindi þeim og hélt selskap ásamt nokkrum æskulýðs- fulltrúum. „Það sem unglingarnir bentu fljótlega á var hversu mikið fyrstu þremur guðspjöllunum svip- ar hvert til annars,“ segir sr. Bolli. „Ég útskýrði fyrir þeim að hér væri um að ræða samstofna guð- spjöllin, sem segðu sömu söguna frá ólíkum sjónarhornum, en t.d. eru langflestar dæmisögur í Lúk- asarguðspjalli. Þau veltu þessu mikið fyrir sér.“ Elí Úlfarsson og Sara Geirs- dóttir, tveir af lestrarhestunum í Seljakirkju, taka undir orð Bolla. Það er svo sannarlega nóg í æskulýðsstarfinu í Sel „Þetta er í fyrsta skipti vaki svona lengi. Metið mi vaka til tvö um nóttina en búinn að vaka rosalega len Galsi og hlátur Sara segir að hið sam verkefni hafi spilað mikið að allir höfðu viljann til „Þetta var mjög gaman æðislegt að geta styrkt sv málefni,“ segir Sara og b að galsinn hafi verið m nóttina. „Maður hló að öll verður allt alveg rosaleg þegar maður er svona Þau eru afar ánægð með árang- urinn af lestrinum. „Við lærðum líka mikið af þessu að hlusta og lesa upphátt fyrir aðra,“ segir Elí. Foreldrarnir tóku að sögn Elís og Söru vel í hugmyndina, enda væri varla til öruggari staður til að leyfa börnunum að vera úti alla nóttina en kirkja. Í spjalli og skrafi næturinnar fæddust enn fleiri hugmyndir að góðum verkum sem verða ræddar frekar. „Sumir taka frí í skólanum á morgun út af þessu,“ segir Elí. Þau Sara eru sammála um að flestir muni líkleg- ast fara óvenjulega snemma að sofa, en á morgun fara þau síðan í óvissuferð með æskulýðsstarfinu. Unglingar í æskulýðsstarfi Seljakirkju styrkja krabbameinsve „Rjómahópur“ og koman til fyrirm Fríður hópur unglinga, æskulýðsfulltrúa og presta vann kröftug Sr. Bolli Pétur fylgist áhugasamur með lestri Galatabréfsins. Eftir Svavar Knút Kristinsson Svavar@mbl.is VINNA við nýja þýðingu Biblíunnar er á loka- stigum og kemur ný og endurskoðuð útgáfa Biblíunnar að öllum líkindum út nú í sumar. Kynmyndir breytast nokkuð og m.a. verður notkun fleirtölu hvorugkyns meiri auk þess sem orðinu „bræður“ verður í helstu ávörpum breytt í „systkin“. Þetta kom fram í erindi sem Guðrún Kvaran íslenskuprófessor, for- maður þýðingarnefndar Gamla testamentisins og nefndarmaður í þýðingarnefnd Nýja testa- mentisins, flutti í Hallgrímskirkju á vegum Hins íslenska Biblíufélags í tilefni Biblíudags- ins sem var í gær. Í erindinu fjallaði Guðrún um hvað breytist í nýrri þýðingu, en að henni hefur verið unnið í 15 ár. Skýrði Guðrún m.a. frá þeim breytingum sem þyngst vega í málfarsaðlögun Biblíunnar, m.a. hvað varðar kyn og tölu. „Þetta er það sem við komumst niður á eftir mikla umræðu og yfirferð á öllum athugasemdum sem bár- ust,“ segir Guðrún um afrakstur vinnunnar. „Það sem við höfum verið að gera núna er að leggja síðustu hönd á bæði Gamla og Nýja testamentið. Það er einkanlega í Nýja testa- mentinu þar sem þurfti að taka ákvarðanir sem snerta allan textann. Hann sneri t.d. að orðinu maður, sem sumir hafa gert at- hugasemdir við að væri erfitt að skilja, þar sem bæði væri hægt að skilja orðið sem mann- eskja og karlmaður. Við tókum þá ákvörðun um það að halda okkur við íslenska hefð, sem ekki hefur breyst í aldanna rás. Við munum nota orðið maður í báðum merkingum eins og áður.“ Þá segir Guðrún hafa verið ákveðið að nota í auknum mæli hvorugkyn fleirtölu þar sem það sé hægt, án þess þó að það brjóti í bága við íslenska tungu. „Síðan höfum við tekið af- stöðu til þess þar sem í gömlu þýðingunni er sagt „góðir bræður“ eða „kærir bræður“. Þar stendur nú „góð systkin“, eða „góð trúsystk- in“, eða „bræður og systur“, eftir því hvernig staðan var í textanum.“ Skiptir máli að fylgja reglum tungumálsins Guðrún segir mikið til verið að laga til mis- mun kynjanna án þess þó að það gangi út fyr- ir íslenskt mál. „Það fannst okkur skipta miklu máli,“ segir Guðrún. „Í erindisbréfi nefndarinnar er tekið fram að Biblían skuli vera á góðu íslensku máli og við verðum að fara að reglum tungumálsins.“ Einnig hefur verið tekin ákvörðun um f d u e m s g u r f t b n a k i v P k i s h m G e e Kynin leiðrétt í nýrri Biblíuþýðingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.