Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 19 UMRÆÐAN UMRÆÐA um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga hefur verið nokkur, og á vegum ríkisins og sveitarfélaganna hefur starfað nefnd til að fjalla um þessi mál út frá kostnaðarliðnum (tekjustofna- nefnd). Vantar hug- myndafræði Það hefur hins vegar farið frekar lít- ið fyrir hug- myndafræðilegri um- ræðu um þessi mál, a.m.k. ekki op- inberlega, þ.e. um- ræðu um hvað eru eðlileg verkefni sveit- arfélags, og hvernig þjónusta á að vera á hendi ríkisins. Líklega eru flestir sammála um að þau verkefni sem eru fjárhagslega ókleif fyrir sveitarfélög eigi að vera á hendi rík- isins. Þar má nefna vega- og jarð- gangagerð, byggingu háskólasjúkrahúss, rekstur Háskóla Ís- lands, Landhelg- isgæslan og fleiri slík verkefni. En hvernig verk- efni geta sveit- arfélögin leyst, og þá einkum, hvernig verkefni geta þau leyst betur en ríkið ? Á t.a.m. að takmarka umræðuna við þau verkefni sem stök sveitarfélög geta leyst, eða á að víkka hana þannig að þau verkefni sem aðeins hópar sveitarfélaga geta leyst, eða þá þau stærstu, verði með í pott- inum? Nærþjónustu til sveitarfélaganna Að mínu mati er það ljóst að þau verkefni sem snúa að s.k. nærþjónustu við íbúa ættu að vera á hendi sveitarfélaganna. Þar er átt við þætti eins og öldrunarþjón- ustu, heilsugæslu, rekstur hjúkr- unar- og dvalarheimila, svæð- isskrifstofur um málefni fatlaðra og rekstur framhaldsskóla svo eitthvað sé nefnt. Yfirtaka slíkra verkefna verður þó aldrei að veruleika nema til komi breyting á tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Það er nauðsynlegt að gera sveitarfélög- unum kleift að taka við verkefnum frá rík- inu. Þetta verður helst gert með því að bjóða sveitarfélögunum til viðræðna um hvaða verkefni þau hafi áhuga á að taka að sér. Í sjálfu sér væri engin sérstök þörf á að öll sveitarfélögin tækju við verkefnum á sama hátt eða sama tíma, og í raun mætti vel hugsa sér að ein- hver hluti yfirtöku verkefnanna væri val- kvæður af hálfu sveit- arfélaganna. Auknar tekjur til sveitarfélaganna Við afgreiðslu fjár- laga ákváðu rík- isstjórnarflokkarnir að lækka tekjuskattspró- sentu ríkisins um 1%. Skynsamlegra hefði verið í ljósi efnahags- ástandsins að flytja þessa prósentu yfir til sveitarfélaganna, jafn- hliða því að taka upp viðræður um flutning verkefna. Þannig hefði mátt stíga afar jákvætt skref í átt til þess að treysta sveit- arfélögunum til að taka að sér fleiri verkefni, en jafnframt hindra þensluáhrifin sem skattalækkunin mun hafa. Það er löngu tímabært að taka upp alvöru umræðu um stöðu og hlutverk sveitarfélaganna. Í aðdraganda kosninganna í vor gefst kjörið tækifæri til að koma slíkri umræðu í gang. Hver á að gera hvað ? – verkaskipt- ing ríkis og sveitarfélaga Ólafur Þór Gunnarsson fjallar um skiptingu verkefna milli ríkis og sveitarfélaga Ólafur Þór Gunnarsson ’Það er löngutímabært að taka upp alvöru um- ræðu um stöðu og hlutverk sveitarfélaganna. Í aðdraganda kosninganna í vor gefst kjörið tækifæri til að koma slíkri um- ræðu í gang.‘ Höfundur er öldrunarlæknir og oddviti VG í Kópavogi. HILDUR Jónsdóttir jafnrétt- isráðgjafi skrifar í grein sinni hinn 15. febrúar að mikils misskilnings á launa- stefnu Reykjavík- urborgar hafi gætt í grein tveggja fé- lagsráðgjafa sem birtist 9. febrúar. Hildur virð- ist aðeins tjá sig um hluta greinarinnar en þar er skrifað um jafn- launastefnu en einnig er í innihaldinu verið að benda á þann launamun sem er á milli starfs- stétta í hinum nýstofn- uðu Þjónustu- miðstöðvum Reykjavíkurborgar og verið að óska eftir leiðréttingu á þeim launamun. Þar er ekki endilega verið að ræða um kynjamun í launum heldur mun á starfsstéttum með sambærilega menntun sem starfa undir sama þaki. Hildur skrifar einnig í grein sinni „… meta ábyrgð í umönnunar- stéttum til jafns við ábyrgð og álag sem getur falist í störfum á sviði tækni og fjármálaumsýslu …“ Und- irrituð hefur starfað sem fé- lagsráðgjafi og vill undirstrika að það starf er einnig álagstengt. Hildur telur sig skorta hugmynda- flug til að skilja afstöðu félagsráð- gjafa og segir í fyr- irsögn sinni „Félagsráðgjöfum var boðinn verkfræðinga- samningur“. Það er sorglegt ef hún heldur að meiri hluti fé- lagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg hafi ekki skilið samninginn sem þeim stóð til boða. Þar sem Reykjavík- urborg hefur ekki verið með gagnsæja launa- stefnu er ekki auðvelt að vita með vissu hvað aðrar stéttir eru með í laun. Ég leyfi mér þó að efast um að grunnröðun í launaflokka hjá fé- lagsráðgjöfum og verkfræðingum hefði orðið sú sama. Út frá þeim krónutölum sem rætt var um í þess- um samningum þá eru þau laun langt frá því að vera sambærileg því sem verkfræðingar hafa. Undirrituð hef- ur litla trú á að verkfræðingar hefðu samþykkt sinn samning ef þeir hefðu verið settir á sama launaskala og fé- lagsráðgjöfum var boðið upp á. Það er nú bara þannig að þegar launa- hækkun er reiknuð í prósentum þá verður hún mun lægri í krónutölu á þá sem eru með lægri laun. Verkfræðingar og tæknifræðingar hafa eflaust samþykkt sinn samning í sátt við þá krónutölu sem stóð þeim til boða. Þeir félagsráðgjafar sem felldu sinn samning gerðu það ekki vegna skilningsleysis á innihaldi samningsins heldur vegna þess að þeir voru ekki sáttir við þau laun sem þeim var ætlað. Ef einhvern hefði grunað að verið væri að bjóða upp á sömu launakjör og verkfræðingar hafa þá hefði málið eflaust verið skoðað betur. Sem félagsráðgjafi hefði ég ekkert haft á móti því að vera með sömu laun og verkfræðingur. Jafnrétti með augum jafnrétt- isráðgjafa Reykjavíkurborgar Dagbjört L. Kjartansdóttir Bergmann svarar grein Hildar Jónsdóttur ’Það er sorglegt ef húnheldur að meirihluti fé- lagsráðgjafa hjá Reykja- víkurborg hafi ekki skilið samninginn sem þeim stóð til boða.‘ Dagbjört L. Kjartans- dóttir Bergmann Höfundur er félagsráðgjafi. SKAÐSEMI loðnuveiða í flot- vörpu er ótvíræð að áliti margra skipstjórnarmanna sem stundað hafa loðnuveiðar í áratugi. Þeir telja að veiðar í flot- vörpu drepi mun meira af loðnu en það sem skilar sér um borð í skipin. Enn fremur telja þeir að veiðar með flotvörpu hafi áhrif á hegðun loðnu sem er að koma upp að landinu til hrygningar. Hún tvístrist og dreifi sér og skili sér ekki eins vel á hrygning- arstöðvarnar. Í þessu ljósi má hrósa sjávarútvegsráðherra fyrir að hafa nýlega sett reglur sem takmarka loðnuveiðar í flotvörpu og á afmörkuðum svæðum. Það vakti óskipta athygli mína að í sömu reglugerð bannaði ráð- herrann líka allar flotvörpuveiðar erlendra skipa á loðnu – en ekki íslenskra. Tæpast er hægt að draga aðra ályktun af þeirri ákvörðun en ráð- herrann hafi líkt og margir skipstjórn- armenn efasemdir um að það sé heppilegt fyrir loðnustofninn að nota flotvörpu við veiðar úr honum. En þarf ekki að ganga lengra og banna ekki aðeins erlendum skip- um flotvörpuveiðar á loðnu heldur líka ís- lenskum skipum? Ég innti sjáv- arútvegsráðherra eftir þessu í umræðum á Alþingi fyrir skömmu. Ráðherrann undirstrikaði í svari sínu að taka bæri mikið mark á því að reyndir vísindamenn, sjómenn og útvegs- menn teldu að ótakmarkaðar flot- vörpuveiðar hefðu neikvæð áhrif á bæði stofninn og göngumynstur hans. Það kom mér hins vegar á óvart að ráðherrann sagði líka að hann teldi ekki ástæðu til að banna allar flotvörpuveiðar. Ég útiloka ekki að hann kunni að hafa rétt fyrir sér – en hann færði eng- in rök fyrir þessu viðhorfi. Ég vildi gjarnan sjá þau. Á ekki náttúran að njóta vafans í þessu efni? Loðnuveiðar í flotvörpu og viðhorf ráðherra Sandra Franks fjallar um fiskveiðar ’En þarf ekki að gangalengra og banna ekki að- eins erlendum skipum flotvörpuveiðar á loðnu heldur líka íslenskum skipum? ‘ Sandra Franks Höfundur situr á Alþingi fyrir Samfylkinguna. NÝLEGA voru opnaðar tvær nýj- ar heilsugæslustöðvar á höfuðborg- arsvæðinu, Heilsugæslustöðin Fjörður í miðbæ Hafnarfjarðar og Heilsugæslustöð Voga- og Heima- hverfis í Glæsibæ í Reykjavík. Það er auðvitað fagnaðarefni að loksins skuli vera hægt að bjóða íbúum stórra hverfa heim- ilislæknisþjónustu og að loksins, eftir nánast áratuga bið, hafi tals- vert mjakast í upp- byggingu heilsugæsl- unnar á höfuðborgarsvæðinu. Ráðherra heilbrigð- ismála, Jón Krist- jánsson, sagði í ræðu sinni við opnun stöðv- arinnar í Glæsibæ að hann teldi að hringnum hefði nú verið lokað. Ég vona að ráðherra hafi ekki átt við að uppbyggingu heilsugæslunnar sé nú lokið af hans hálfu því þrátt fyrir að ráðherra og ráðuneyti sé mikill sómi að nýju stöðvunum þá er ennþá að mörgu að hyggja í málefnum heilsugæslunnar. Í nýjum hverfum eins og Grafarholti er engin stöð en gert ráð fyrir að þjónusta sé veitt í Árbæ þar sem skortur er á heimilislæknum og í sumum eldri hverfum fær fólk ekki heimilislækni. Heilsugæslan á höf- uðborgarsvæðinu stýrir heilsugæsl- unni í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi og Mosfellsbæ auk Garða- bæjar og Hafnarfjarðar frá síðustu áramótum. Íbúar þessa svæðis eru um 180 þúsund og stöður heim- ilislækna eru um 100. Deila má um hversu mörgum sjúklingum er eðli- legt að hver heimilislæknir sinni, en frændur okkar Norðmenn gera ráð fyrir 1200 manns. Ef við gefum okk- ur þá tölu eða hærri þ.e. 1500 þá má gera ráð fyrir að 100 manna lækna- hópur geti sinnt frá 120 þúsund til 150 þúsund manns. Útaf fyrir sig er það nokkuð gott en bara ekki nægi- lega gott fyrir þrjátíu til sextíu þús- und sem standa útaf í dæminu. Það eru því næg tilefni til að fjölga heimilislæknum og að ráðherra efni viljayfirlýsingu sína, frá 27. nóv- ember 2002, sem var hluti af sáttum heimilislækna og heilbrigðisráðherra eftir átök og uppsagnir lækna í Keflavík og Hafnarfirði 2002. Í viljayfirlýsingu ráðherra sagði m.a. „jafnframt mun heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra beita sér fyrir því að sérfræðingar í heim- ilislækningum geti annað hvort starfað á heilsugæslustöðvum eða á læknastofum utan heilsugæslu- stöðva. Gerður verði nýr samningur um störf á læknastofum sem byggi á gildandi samn- ingum sjálfstætt starf- andi heimilislækna og verði lögð áhersla á af- kastahvetjandi launa- kerfi sbr. 2 mgr.“ Því miður hefur þetta 3ja ára samkomulag Fé- lags íslenskra heim- ilislækna (FÍH) við ráð- herra enn ekki verið efnt þrátt fyrir eft- irgangsmuni stjórnar FÍH og augljósa þörf fyrir heim- ilislækna víðs vegar á höfuðborg- arsvæðinu. Á aðalfundi Læknafélags Íslands (LÍ) sem haldinn var í september s.l. var kynnt skýrsla um stöðu og fram- tíð íslenskra heimilislækna. Niðurstaða skýrslunnar er í stuttu máli sú að nauðsynlegt sé að auka sjálfstæði heimilislækna og stuðla að vali og fjölbreytileika í grunnþjón- ustunni til að tryggja hag sjúklinga og heimilislækna. Það verði gert með samningi um sjálfstæða starfsemi heimilislækna sem dragi úr þeirri miðstýringu sem nú ríki í kerfinu. Krafan um aukið sjálfstæði í rekstri heimilislækninga stangast alls ekki á við stefnu stjórnvalda eða helstu stjórnmálaflokka og virðist þvert á móti geta leitt til að markmiðum heilbrigðisyfirvalda verði náð, þ.e. um valfrelsi sjúklinga annars vegar og hins vegar að heimilislæknirinn verði fyrsti valkostur sjúklinga. Ráð- herra hefur margoft sagt, m.a. á að- alfundi LÍ , að hann hyggist efna um- rædda yfirlýsingu. Svipuð ummæli voru síðan ítrekuð af ráðherra og embættismönnum hans á síðum dag- blaðanna í kjölfar aðalfundarins. Það má velta fyrir sér hvers vegna þetta samkomulag hefur ekki ennþá verið efnt. Getur verið að stjórn- arflokkarnir og/eða ráðherra fylgi annarri stefnu en þeirri sem þeir/ hann opinberlega segjast fylgja? Eða lifir embættismannakerfi heil- brigðisráðuneytisins sjálfstæðu lífi og fer hreinlega ekki eftir stefnu rík- isstjórnarinnar og ráðherra? Biðin langa og heimilislæknar bæjarins Elínborg Bárðardóttir fjallar um heilbrigðiskerfið og spyr spurninga um stefnu ráðherra ’Getur verið að stjórn-arflokkarnir og/eða ráð- herra fylgi annarri stefnu en þeirri sem þeir/hann opinberlega segjast fylgja? ‘ Elínborg Bárðardóttir Höfundur er heimilislæknir í Reykjavík og formaður Félags íslenskra heimilislækna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.