Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 33 Stóra svið RONJA RÆNINGJADÓTTIR Su 26/2 kl. 14 UPPS. Su 26/2 kl. 17: 30 Lau 4/3 kl. 14 Su 5/3 kl. 14 UPPS. Lau 11/3 kl. 14 Su 12/3 kl. 14 Lau 18/3 kl 14 CARMEN Lau 25/2 kl. 20 UPPS. Fö 3/3 kl. 20 Lau 4/3 kl. 20 Lau 11/3 kl. 20 Lau 18/3 kl. 20 Lau 25/3 kl. 20 TALAÐU VIÐ MIG -FEBRÚARSÝNING ÍD- Fö 24/2 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Su 5/3 kl. 20 Fö 10/3 kl. 20 Su 19/3 kl. 20 Su 26/3 kl. 20 WOYZECK Þr 28/2 kl. 20 AUKASÝNING UPPSELT AUKASÝNINGAR: Su 12/3 kl. 20 Fi 23/3 kl. 20 . KALLI Á ÞAKINU AUKASÝNINGAR UM PÁSKANA! Nýja svið / Litla svið BELGÍSKA KONGÓ Fi 23/2 kl. 20 UPPS. Fö 24/2 kl. 20 UPPS. Lau 4/3 kl. 20 Su 5/3 kl. 20 Fö 10/3 kl. 20 Lau 11/3 kl. 20 Lau 18/3 kl. 20 Fi 23/3 kl. 20 ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Lau 25/2 kl. 20 UPPS. Su 26/2 kl. 20 UPPS. Fi 2/3 kl. 20 Fö 3/3 kl. 20 UPPS Mi 8/3 kl. 20 Fi 9/3 kl. 20 HUNGUR Fi 23/2 kl. 20 Su 26/2 kl. 20 Mi 1/3 kl. 20 Lau 4/3 kl. 20 MANNTAFL Mi 22/2 kl. 20 AUKASÝNING NAGLINN Fö 24/2 kl. 20 Lau 25/2 kl. 20 Fi 2/3 kl. 20 Fö 3/3 kl. 20 GLÆPUR GEGN DISKÓINU Mi 1/3 kl. 20 UPPSELT Fö 17/3 kl. 20 Miðasala í síma 4 600 200 / www.leikfelag.is Maríubjallan - sýnt í Rýminu Fim. 23. feb kl. 20 3.kortas - UPPSELT Fös. 24. feb. kl. 19 4.kortas - Örfá sæti laus Lau. 25. feb. kl. 19 5.kortas - UPPSELT Lau. 25. feb. kl. 22 AUKASÝNING - Laus sæti Fim. 2. mars kl. 20 6.kortas - Örfá sæti laus Fös. 3. mars kl. 19 7.kortas - UPPSELT Lau. 4. mars kl. 19 8.kortas - UPPSELT Lau. 4. mars kl. 22 AUKASÝNING - Laus sæti 10/3, 11/3, 17/3, 18/3 Miðasalan opin virka daga kl. 13-17 og frá kl. 15 á laugardögum. Miðasala opin allan sólarhringinn á netinu. LAU. 25. FEB. kl. 20 FÖS. 3. MAR. kl. 20 ÞRI. 28. FEB. kl. 9 UPPSELT MÁN. 06. MAR. kl. 9 UPPSELT ÞRI. 07. MAR. kl. 9 UPPSELT MIÐ. 08. MAR. kl. 9 UPPSELT HVAÐ EF eftir Valgeir Skagfjörð/ Einar Má Guðmundsson VESTMANNAEYJAR ÞRI. 21. FEB KL. 9 - UPPSELT KL. 11 - UPPSELT KL. 13 - UPPSELT                                      ! "        #   $ %  $  &'() *+, -./  0   $0 %  $  122/' *+, -./ 3  4  4    $     #    #  25 , 6 2- # 777     8                               !  "#     "  $%&'()) !*) '+(%,,$)- +')*. $/ 0.+ $1'234- 156)* ÞÓRDÍS Elva Þorvaldsdóttir Bach- mann velur sér svo sannarlega ekki viðfangsefni í alfaraleið mannlífsins. Og er vissulega ekki ein um það með- al leikskálda og annarra listamanna. Eftir að hafa byrjað sinn opinbera leikskáldaferil með verki um Bug Chasers, menn sem sækjast eftir því að smitast af HIV-veirunni, má segja að hún hafi horfið á ólíkt hversdags- legri mið með Brotinu, verki með þunglyndi sem hreyfiafl. Það birtist manni sem mikil frelsun fyrir leik- skáldið Þórdísi að geta einbeitt sér að persónunum og samskiptum þeirra án þess að finna sig knúna til að setja mann inn í hugsunarhátt tiltekins menningarkima. Í Hungri eru það síðan átraskanir sem eru til umfjöll- unar, og þótt þar sé vissulega um þekktari fyrirbæri að ræða en „sýkla- veiðar“ drengjanna í Áttu smit? þá hefur Þórdís engu að síður, að mér virðist, freistast til að skrifa að þessu sinni leikrit um sjúkdóm frekar en verk um fólkið með sjúkdóminn. Sá hluti Hungurs sem lýsir sjúk- legri áráttuhegðun tveggja lyst- arstolssjúklinga líður nokkuð fyrir þetta. Við kynnumst einungis þeirri hlið Dísu og Emmu sem snýst um stjórn á mataræðinu, eða kannski öllu heldur, við hittum þær fyrir á þeim tímapunkti þar sem stjórn á mat- aræðinu hefur yfirtekið allt þeirra líf. Fyrir vikið fáum við litla sem enga mynd af því hvað hratt þeim af stað í þessa píslargöngu, hver þróunin hef- ur verið, einungis stigvaxandi hryll- ing yfir hvert ástandið hefur leitt þær. Þessi leið er vissulega vel dregin upp innan fyrrgreindra takmarkana. En einungis eitt atriði sýnir aðra stúlknanna í samskiptum við „ut- anaðkomandi“ og engin tilviljun að það gefur sterkustu tilfinninguna fyr- ir ástandi hennar og persónuleika. Heldur engin tilviljun að það er klár- lega eitt best skrifaða atriði verksins. En þetta er aðeins önnur hlið verksins. Samhliða sögunni af Dísu og Emmu kynnumst við offitu- sjúklingnum Ingibjörgu og fylgjumst með sambandi hennar við Hall. Það hefst á spjallþráðunum og þróast hratt og tekur fljótlega óvænta stefnu sem ekki verður lýst nánar hér. Þessi þráður er mun betur unn- inn frá höfundarins hendi, fram- vindan og þróunin spennandi og per- sónurnar þrívíðari, ef svo má segja. Vel má vera að kveikjan að persónu Halls sé eitthvert þekkt ástand eða menningarafkimi sem finna má á net- inu, en það verður svo mikið auka- atriði við hliðina á að lýsa persónun- um að það verður aldrei fyllilega ljóst. Fyrir vikið verður samband þeirra að súrrealískri en mannlegri martröð í stað þess að breytast í fræðsluverk um forvitnilega brengl- un. Andstæðurnar milli þessara tveggja þráða eru áhugaverðar, en kannski ekki alveg nógu markvissar. En samsláttur sagnanna tveggja er síðan bæði snjall og hrollvekjandi frá leikrænu áhrifasjónarmiði, alveg burtséð frá boðskap eða merkingu. Sviðsetning Guðmundar Inga Þor- valdssonar er prýðilega unnin í skemmtilegri leikmynd Þórarins Blöndal, sem nær að vera þénug og hæfilega táknræn í senn; meðan Ingi- björg liggur á snúningsdiskinum í miðjunni eins og gerbolla að hefast í örbylgjuofni stíga horgrindurnar Emma og Dísa upp á neonlýsta palla eins og tískumódel, útstillingargínur eða súludansarar. Á hinn bóginn er ég alls ekki sann- færður um notkun á kvikmyndainn- slögum sem bættu litlu við sem ekki hefði verið hægt að leysa á að minnsta kosti jafn áhrifaríkan hátt á sviðinu sjálfu. Notkun skjávarpa er á góðri leið með að verða að þreyttri klisju í leikhúsinu og þarfnast sterk- ari réttlætingar en hér er boðið upp á. Leikarahópurinn stendur sig afar vel. Elma Lísa Gunnarsdóttir og Ásta Sighvats Ólafsdóttir eru skuggalega sannfærandi sem Dísa og Emma, dyggilega studdar af flottri förð- unarvinnu. Það er verulega óhugn- anlegt að sjá þær breytast, nánast fyrir augunum á okkur, í lifandi lík. Elmu Lísu hef ég ekki séð gera betur og sérkennileg raddbeiting Ástu sem á öðrum vettvangi hefði máske trufl- að verður hér sannfærandi hluti af persónu með framandi viðhorf og óræða og illskiljanlega sýn á sjálfa sig og lífið. Helga Braga Jónsdóttir vinnur eft- irtektarverðan sigur að mínu mati í hlutverki Ingibjargar. Með hóf- stilltum en innlifuðum leik yfirstígur hún allar hindranir sem grínferill hennar hefur byggt og gætu svo auð- veldlega komið í veg fyrir að persóna af þessu tagi kæmist til skila, óbrengluð af tillærðum hlát- urviðbrögðum okkar. En þetta tekst Helgu Brögu svo sannarlega. Hún fær líka verulega traustan mótleik frá Þorsteini Bachmann, sem hvílir á tilþrifalausan en algerlega sannfær- andi hátt í persónu Halls og lætur okkur um að taka afstöðu til hans hjálparlaust. Hungur er skrifað af miklum metnaði og eldmóði. Af þörf fyrir að segja eitthvað mikilvægt. Það hefur að mínu mati ekki tekist til þeirrar fullnustu sem efni standa til, bæði hvað varðar möguleika viðfangsefn- isins og augljósra hæfileika höfund- arins. Í heild er sýningin þó áhuga- verð og sterk og helgast það af fínni vinnu allra aðstandenda sinna og þeirra hluta handritsins þar sem Þór- dís nær að sýna hvers hún er megnug og hvers vegna við megum vænta mikils af henni í framtíðinni. Í mótmælasvelti gegn sjálfum sér LEIKLIST Fimbulvetur og Borgarleikhúsið Höfundur: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir Bachmann. Leikstjóri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikmynd: Þórarinn Blön- dal, lýsing: Kári Gíslason, tónlist: Axel Árnason, kvikmyndalist: Ósk Gunn- arsdóttir, búningar: Ragna Fróðadóttir, hreyfingar: Jóhann Freyr Björgvinsson, förðun: Petra Dís Magnúsdóttir. Leikendur: Ásta Sighvats Ólafsdóttir, Elma Lísa Gunnarsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir og Þorsteinn Bachmann. Borgarleikhúsið, litla svið 18. febrúar 2006. Hungur Þorgeir Tryggvason LISTAMAÐURINN Haukur Dór gaf nýverið frá sér bókina „Úr dýra- garði“. Í bókinni getur að líta þau verk sem Haukur hefur unnið und- anfarið, eða frá árinu 2003 til dags- ins í dag. „Þetta er það sem þarf að gera öðru hvoru. Tilraun til að kynna mig. Ég er kominn á þennan aldur. Vil gjarnan gera eitthvað,“ segir listamaðurinn, sem annars vill lítið tjá sig og segir glettinn við blaðamann: „Ég er betri í penslinum en í kjaftinum. Ég er orðinn 65 ára gamall. Þetta er svolítið í sambandi við þau tímamót líka.“ Verk sín vinnur Haukur með akrýl á striga en viðfangsefnið, dýragarð, þarf hann ekki að sækja langt: „Þetta er hálfgerður dýra- garður sem við lifum í, ekki satt? Kemur manni að minnsta kosti stundum þannig fyrir sjónir. Ég fæ mótíf frá Laugaveginum.“ Inngang að bókinni skrifar Að- alsteinn Ingólfsson en bókina má fá ókeypis hjá listamanni. Haukur starfrækir vinnustofu á Laugavegi 17 og segir fólki velkomið að banka upp á. Haukur Dór fæddist í Reykjavík 1940. Hann nam við Edinburgh Col- lege of Art, Konunglegu listaaka- demíuna í Kaupmannahöfn og Vi- sual Art Center í Maryland. Hann á að baki fjölda einka- og samsýninga hérlendis og erlendis. Haukur Dór hefur bæði unnið að leirlist og myndlist, en helgar sig í dag alfarið málaralistinni. Eitt verkanna sem prýða bók Hauks Dór. Haukur Dór gefur út bók með verkum sínum Við lifum í dýragarði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.