Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓTTAST SÖLUTREGÐU Stjórnvöld í París hétu því í gær að gera allt sem í valdi þeirra stæði til að hefta útbreiðslu fuglaflensu eftir að skýrt var frá fyrsta fugla- flensutilfellinu í Frakklandi. Frakk- ar hafa vaxandi áhyggjur af efna- hagslegum áhrifum þess að neytendur í Frakklandi og víðar hætti að kaupa alifuglakjöt vegna ótta við fuglaflensuna. Sala á ali- fuglakjöti hefur minnkað um 70% á Ítalíu, 40–50% í Grikklandi og 15% í Frakklandi. Abbas varar við kreppu Stjórn Ísraels samþykkti í gær ýmsar refsiaðgerðir gegn Palest- ínumönnum vegna væntanlegrar heimastjórnar undir forystu Hamas- hreyfingarinnar sem sigraði í þing- kosningum 25. janúar. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði að palestínska heimastjórnin stæði frammi fyrir „alvarlegri fjár- hagskreppu“. David Irving fyrir rétt Réttarhöld hefjast í máli breska rithöfundarins Davids Irvings í Austurríki í dag vegna ásakana um að hann hafi brotið þarlend lög með því að afneita helförinni, útrýming- arherferð nasista gegn gyðingum. Lóðaútboð endurskoðað Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, segir því ekki verða unað að einn einstakl- ingur, sem er verktaki, fái 39 af 40 einbýlishúsalóðum sem boðnar voru út í landi Úlfarsárdals. Segir hún niðurstöðuna ganga gegn mark- miðum útboðsreglna sem séu að gefa einstaklingum kost á því að byggja yfir sig og sína fjölskyldu. Loðnuvertíð að ljúka Enn á eftir að vinna mikið magn loðnu bæði fyrir Japani og Rússa, en loðnuvertíðin er á síðasta snúningi. Loðnugangan hefur gengið hratt meðfram suðurströnd landsins og hafa loðnuskipin unnið hart að því að hámarka verðmæti síns kvóta. Loðnusjómenn eru ekki ánægðir með hvernig hefur verið staðið að kvótasetningu og rannsóknum. Verðlaun menntaráðs Hólabrekkuskóli, Melaskóli og Ölduselsskóli fengu í gær hvatning- arverðlaun menntaráðs fyrir kennsluverkefni sem verið hafa í gangi í skólunum. Fimm aðrir grunnskólar hlutu einnig viðurkenn- ingu. Verðlaunin voru afhent í fjórða sinn í gær. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is LÍTIÐ þokast í viðræðum slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna við samninganefnd launanefndar sveit- arfélaganna, en næsti fundur nefnd- anna verður á fimmtudag. Segir Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, ljóst að víkka þurfi þann ramma sem samninga- nefnd launanefndar hefur til samn- ingagerðar, því hún sé greinilega komin að sínum mörkum. Slökkviliðsmenn hafa nú byrjun- arlaun upp á 105.000 krónur. Að sögn Vernharðs hefur fullmenntaður slökkviliðsmaður, sem lokið hefur námi fyrir atvinnuslökkviliðsmenn og framhaldsnámi í sjúkraflutning- um, yfir þúsund klukkustundir í námi, nú um 151.000 krónur í mán- aðarlaun eftir þriggja ára starf. „Inni í okkar grunnlaunum er fjöru- tíu og tveggja tíma vinnuvika, greiðsla vegna skerðingar matar- og kaffitíma og skerðingar á samvist- artíma við vaktaskipti. Ef þú ætlar að bera okkur saman við einhverja aðra erum við komin niður í 135.000 krónur í mánaðarlaun með þennan mann,“ segir Vernharður. „Þetta er bara hræðilegt og slökkviliðsmenn segja hingað og ekki lengra með þetta mál. Við ætlum ekki að vera á þessum skítalaunum lengur. Við er- um búnir að vera að leita leiða til að nálgast okkar kröfur og lengra verð- ur ekki komist nema samninga- nefndin fái aukið umboð frá launa- nefndinni. Ég geri ráð fyrir því að þeir hafi einhvern ramma sem þeir mega vinna með og hann er greini- lega allt of þröngur gagnvart okkur. Það þurfa að koma til einhverjar sér- tækar aðgerðir til að leiðrétta laun slökkviliðsmanna.“ Yfirvinna og áfallastreita Vernharður segir slökkviliðsmenn bæta upp lág laun sín með gríðar- legri yfirvinnu og álagi. „Menn vinna eins og skepnur til að hafa í sig og á,“ segir Vernharður. „Menn vinna gegndarlausa yfirvinnu og það bitn- ar á mönnum og fjölskyldum og öllu saman. Þetta er bæði hættulegt og streituvaldandi starf. Hjúkrunar- fræðinemar við Háskólann á Akur- eyri gerðu rannsókn á slökkviliðs- mönnum sem leiddi í ljós að um 10% slökkviliðsmanna eru haldin áfalla- streitu og 50–60% slökkviliðsmanna hafa einhver einkenni áfallastreitu. Það gefur glögga mynd af hvers eðlis starfið er. Það er erfitt, hættulegt og heilsuspillandi.“ Vernharður segir fólki stundum bregða við það að slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafi hafnað 25% launahækkun á þremur árum. „Fólk er að kalla okkur freka, en það verður að átta sig á á hvað þessi tutt- ugu og fimm prósent eru að bætast,“ segir Vernharður að lokum. Viðræður slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við launanefnd sveitarfélaganna Mikilvægt starf alvarlega vanmetið af samfélaginu Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is RÁÐIST var á 31 árs gamlan mann fyrir utan kvikmyndahús Sambíóa í Hafnargötu í Keflavík um sjöleytið í gærmorgun. Að sögn lögregl- unnar í Keflavík missti maðurinn meðvitund og féll hann í götuna. Ekki er vitað hverjir voru að verki en vitni að árásinni gátu ekki greint lögreglu frá málavöxtum að öðru leyti en því að þrír menn hafi horfið af vettvangi í bifreið. Maðurinn var fluttur á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja til skoðunar en eftir það á slysadeild til Reykja- víkur. Hann reyndist minna meidd- ur en í fyrstu var talið og var hann útskrifaður í gær, samkvæmt upp- lýsingum frá Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Ráðist á mann í Keflavík ELDUR kom upp í Willys-jeppa á bílastæði undir fjallinu Kaldbak í Grenivík í Eyjafirði um hádegisbil í gær og er hann talinn gjörónýtur. Að sögn lögreglunnar á Akureyri voru menn um tvítugt og þrítugt í bílnum og ætluðu þeir að fara á snjósleðum á fjallið. Þegar þeir komu á bílastæðið í Grenivík og stigu út úr bílnum blossaði eldur upp í honum og varð hann alelda á skömmum tíma. Talið er að bensínleiðsla hafi farið í sund- ur undir bílnum með þeim afleið- ingum að allt sem í honum var varð eldi að bráð. Bíllinn var um átta til tíu ára gamall og er ljóst að tjónið nemur hundruðum þúsunda króna. Jeppi brann til kaldra kola í Grenivík NOKKRIR hreindýraveiðimenn mættu í höfuðstöðvar Umhverfis- stofnunar í Reykjavík í gærkvöldi. Þar var hægt að fylgjast með því í fjarfundabúnaði þegar dregið var úr gildum umsóknum um hreindýra- veiðileyfi á næsta veiðitímabili. Út- drátturinn fór fram í húsnæði Fræðslunets Austurlands á Egils- stöðum. Alls bárust 1922 gildar umsóknir um 909 hreindýraveiðileyfi og því ljóst að meirihlutinn fær ekki veiði- leyfi. Ásókn hefur aukist mjög í leyfi til hreindýraveiða hin síðari ár. Nið- urstöður úr drættinum verða sendar til umsækjenda á næstu dögum ým- ist með tölvupósti eða í bréfapósti. Morgunblaðið/ÞÖK Dregið um veiðileyfi á hreindýrum RAFMAGN fór af Ólafsfirði og Siglufirði í um hálftíma í gærmorgun þegar um 50 metra breitt snjóflóð féll í Karlsárdal milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Flóðið braut eina stæðu í 33 kV- rafmagnslínu sem veitir rafmagni frá Skeiðfossvirkjun frá Ólafsfirði yfir til Dalvíkur með þeim afleiðing- um að línan leysti út og slökkti á Skeiðfossvirkjun. Kveikja þurfti á dísilrafstöð á Siglufirði til að koma Skeiðfossvirkj- un aftur í gagnið, en hún sér nú Siglufirði og Ólafsfirði fyrir raf- magni. Dalvík fær nú hins vegar raf- magn frá Akureyri. Starfsmenn Rarik sáu annað flóð á þessum slóð- um um 250 metra breitt. Verið er að vinna að strengvæð- ingu í gegnum Ólafsfjarðargöng til að taka línuna sem skemmdist úr rekstri í framtíðinni. Að sögn Péturs Vopna Sigurðssonar, netstjóra hjá Rarik á Norðurlandi, ætti sá streng- ur að vera kominn í gagnið í sumar. Snjóflóð sló út rafmagni á Ólafsfirði og Siglufirði HJÖRVAR Steinn Grétarsson bar sigur úr býtum í sínum aldursflokki í Norðurlandamótinu í skólaskák sem fram fór um síðustu helgi í Espo á Finnlandi. Tíu íslensk ung- menni tóku þátt í mótinu en að venju var keppt í fimm aldurs- flokkum. Hjörvar Steinn keppti í flokki ungmenna tólf til þrettán ára en hann hlaut fimm vinninga af sex mögulegum og var einum vinningi fyrir ofan næstu menn. Hjörvar var að vonum ánægður með sigurinn þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gær en hann varð Norðurlandameistari í flokki tíu ára og yngri fyrir tveim- ur árum. „Þetta var öllu erfiðari keppni þrátt fyrir að þetta hafi að mestu leyti verið sömu strákarnir. Ég var því ekki viss um að vinna en gerði mitt besta og það dugði til.“ Hjörvar, sem er í Taflfélaginu Helli, stefnir á að vinna titilinn að ári en þá færist hann upp í b- flokk. Svanberg Már Pálsson hafnaði í öðru til fjórða sæti í sama flokki en hann hlaut fjóra vinninga. Þá hafnaði Dag- ur Andri Frið- geirsson í öðru til fimmta sæti í flokki ungmenna ellefu ára og yngri en hann hlaut fjóra vinninga. Alls hlutu íslensku skákmenn- irnir 29,5 vinninga af 60 mögu- legum og urðu rétt undir meðaltal- inu. Íslensku keppendunum gekk áberandi best í tveimur yngstu flokkunum en þar fengu allir kepp- endur meira en 50% vinningshlut- fall. Danir hlutu tvo Norðurlanda- meistaratitla en Íslendingar, Svíar og Færeyingar einn. Hjörvar Steinn Norðurlandameistari í skólaskák Hjörvar Steinn Grétarsson HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða féllst í gær á kröfu lögreglustjórans á Ísafirði um að tveir piltar, 16 og 19 ára gamlir, sitji í gæsluvarðhaldi til klukkan 16 í dag. Piltarnir tveir voru handteknir að morgni laugardags þar sem þeir voru í bíl á leið frá Reykjavík til Ísa- fjarðar og í fórum þeirra fannst hass í sölueiningum. Í þágu rann- sóknar málsins mun lögregla ekki upplýsa hve mikið magn af hassi fannst í bíl piltanna. Grunsemdir eru um að efnið hafi átt að fara til dreifingar á Vestfjörðum. Fleiri hafa verið yfirheyrðir vegna máls- ins, sem er í rannsókn. Tveir í gæslu- varðhaldi vegna fíkniefnamáls Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 26/27 Viðskipti 12 Dagbók 30/32 Vesturland 13 Myndasögur 30 Erlent 14/15 Staður og stund 31 Daglegt líf 15/17 Leikhús 33 Menning 18 Bíó 34/37 Umræðan 19/25 Ljósvakar 38 Bréf 23 Veður 39 Forystugrein 20 Staksteinar 39 * * *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.