Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.02.2006, Blaðsíða 14
FLUG 19.900KR. + Bókaðu á www.icelandair.is ALLIR ÁFANGASTAÐIR Í EVRÓPU 14 MÁNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT HERMENN framfylgdu útgöngu- banni í tveimur borgum í norðurhluta Nígeríu í gær eftir að sextán manns biðu bana og kveikt var í ellefu kirkjum í óeirðum vegna skopmynd- anna af Múhameð spámanni sem birt- ust fyrst í danska dagblaðinu Jyl- lands-Posten. Eru þetta mannskæðustu óeirðirnar til þessa vegna deilunnar um skopmyndirnar. Óeirðirnar blossuðu upp í Maidug- uri, höfuðstað sambandsríkisins Borno, og borginni Katsina á laugar- dag. Óeirðaseggirnir gengu berserks- gang um göturnar, kveiktu í verslun- um og kirkjum, eftir að lögreglan stöðvaði mótmælagöngu þeirra. Hundruð ungmenna virtu að vett- ugi bann við mótmælum gegn skop- myndunum í Islamabad í Pakistan í gær. Lögreglan beitti táragasi til að stöðva ungmennin þegar þau reyndu að ráðast á sendiráð í borginni. Danska sendiráðinu var lokað í ör- yggisskyni á föstudag og danski sendiherrann fór til Kaupmannahafn- ar í gær. Egyptum kennt um Danska ríkisstjórnin hefur einkum kennt trúarleiðtogum múslíma um mótmælin vegna skopmyndanna af Múhameð en ný greinargerð frá stjórn Egyptalands sýnir að hún átti miklu stærri þátt í því að koma mót- mælunum af stað en dönsk stjórnvöld hafa látið í veðri vaka, að sögn danska dagblaðsins Politiken á laugardag. Blaðið sagði að embættismenn í egypska utanríkisráðuneytinu hefðu kallað sendiherra Dana á sinn fund aðeins fjórum dögum eftir að Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra neitaði að ræða málið við sendiherra ellefu múslímalanda. Háttsettur emb- ættismaður í Kaíró hefði krafist þess að danska stjórnin tæki afstöðu í mál- inu, „meðal annars með opinberri yf- irlýsingu þar sem hún fordæmdi spott og níð um íslam og spámanninn“. Danski sendiherrann hefði einnig verið varaður við því að „deilan gæti stigmagnast“. Að sögn Politiken hafði stjórn Egyptalands þegar í október sam- band við stjórnvöld annarra landa, Arababandalagið og fleiri fjölþjóðleg samtök til að setja þrýsting á dönsku stjórnina. Egypskir ráðamenn hefðu einnig rætt við Kofi Annan, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Javier Solana, aðaltalsmann Evr- ópusambandsins í utanríkismálum. Blóðugustu óeirðirnar vegna skopmyndanna Kveikt í kirkjum í tveimur borgum í Norður-Nígeríu Reuters Tyrkir á mótmælafundi í Istanbúl halda á spjöldum þar sem mótmælt er afstöðu Anders Fogh Rasmussens, for- sætisráðherra Danmerkur, og Evrópusambandsins í deilunni um skopmyndirnar af Múhameð spámanni. Á spjald- inu til vinstri er mynd af svíni sem á að tákna Fogh Rasmussen og segir: „við biðjum ekki múslíma afsökunar“. Að sögn fréttavefjar BBC hefur Múhameðsmálið orðið til þess að jafnvel sumir óvinir Irvings hafa áhyggjur af því að hann kunni að verða dæmdur í allt að tíu ára fang- elsi og að litið verði á hann sem fórnarlamb hræsni. „Hættan er sú að Irving líti út fyrir að vera písl- arvottur gagnvart málfrelsinu og að réttarhöldin kyndi undir reiði þeirra sem saka Evrópuþjóðir um tvískinn- ung – um að virðast tilbúnar að skír- skota til tjáningarfrelsisins þegar rætt er um birtingu skopmynda sem múslímar telja særandi, en fangelsa þá sem móðga gyð- inga.“ Irving var handtekinn í Austurríki 11. nóvember. Hann var ákærður vegna tveggja fyrirlestra sem hann hélt í Austurríki árið 1989 þegar hann neitaði því að gas- klefar hefðu verið notaðir við fjöldamorð á gyðingum og að nasistar hefðu myrt sex millj- ónir gyðinga. Hann hefur einn- ig haldið því fram að Adolf Hit- ler hafi verið ókunnugt um helförina til ársins 1943 og hann hafi aldrei gefið fyrirmæli um að útrýma gyðingum í Evr- ópu. Verði Irving fundinn sek- ur á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsi. Deilt um saksóknina Í nokkrum Evrópulöndum er bannað með lögum að afneita helförinni og það bann hefur hvergi verið heilagra en í Þýskalandi og Austurríki vegna ótta manna við að nas- istum vaxi þar ásmegin að nýju. Christian Fleck, félagsfræðingur við Graz-háskóla, er þeirrar skoð- unar að ekki sé rétt að sækja Irving til saka þótt staðhæfingar hans séu rangar og ógeðfelldar. „Erum við í raun og veru hrædd við mann með skoðanir sem eru augljóslega þvættingur, nú þegar sérhvert skólabarn veit um hrylling helfararinnar? Teljum við að hug- myndir hans séu svo áhrifamiklar og kröftugar að við getum ekki rökrætt við hann?“ hafði fréttavefur BBC eftir Fleck. „Irving er fífl. Og besta leiðin til að fást við fífl er að hunsa þau.“ Breski blaðamaðurinn Roger Boyes er á öndverðum meiði í grein sem birt var á vef tímaritsins New Statesman. Boyes lýsir Irving sem ógn við siðmenninguna og segir það sé einfeldningslegur skilningur á málfrelsinu að halda því fram að rit- höfundurinn hafi rétt á að láta „brjálæðislegar skoðanir sínar“ í ljós og breiða út „lygar sem ætlað er að valda átökum og auðmýkja fólk“. „Við gerum ekki Irving að písl- arvotti með því að fangelsa hann,“ skrifar Boyes. „Við (eða Austurrík- ismenn fyrir hönd okkar) gerum heiminn örlítið öruggari – og skil- greinum takmörk umburðarlynd- isins.“ The Daily Telegraph skýrði frá því á dögunum að Irving hygðist RÉTTARHÖLD hefjast í máli breska rithöfundarins Davids Irv- ings í Austurríki í dag vegna ásak- ana um að hann hafi brotið þarlend lög með því að afneita helförinni, út- rýmingarherferð nasista gegn gyð- ingum. Búist er við að réttarhöldin veki mikla athygli, ekki síst vegna deil- unnar um skopmyndir af Múhameð spámanni og áherslunnar sem Evr- ópuþjóðir hafa lagt á þörfina á því að standa vörð um mál- frelsið. játa sig sekan fyrir réttinum í Austurríki þótt hann teldi sig ekki hafa afneitað helförinni. „Lögin eru þannig að ég á einskis annars úrkosti,“ hafði blaðið eftir Irving. „Ég neita því að ég sé afneitari helfarar- innar. Þetta er svívirðilegur rógur.“ Irving sagði að austurrískir og þýskir blaðamenn hefðu brenni- merkt hann sem afneitara helfarar- innar og misskilið hann af ásettu ráði. „Þetta sýnir að þeir hafa ekki lesið neitt af því sem ég hef skrifað frá því að lögbrotið var framið, árið 1989 – fyrir 17 árum.“ BBC hafði eftir lögmanni Irvings að hann teldi ekki lengur að gasklef- arnir hefðu ekki verið til og að skoð- anir hans hefðu breyst frá 1989. Irving tapaði meiðyrðamáli sem hann höfðaði í Bretlandi árið 2000 gegn bandarískum fræðimanni fyrir að kalla hann „einn af þekktustu og hættulegustu afneiturum helfarar- innar“. Dómarinn lýsti Irving sem „sögufalsara“. Prófsteinn á takmörk málfrelsisins David Irving segist ekki afneita helförinni. Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ’Hættan er sú aðIrving líti út fyrir að vera píslarvottur gagnvart málfrelsinu og að réttarhöldin kyndi undir reiði þeirra sem saka Evrópuþjóðir um tvískinnung.‘ AP Jerúsalem. AFP. | Stjórn Ísraels samþykkti í gær ýmsar refsi- aðgerðir gegn Palestínumönn- um vegna væntanlegrar heimastjórnar undir forystu Hamas-hreyfingarinnar sem sigraði í þingkosningum 25. janúar. Ísraelsstjórn ætlar að halda eftir tolltekjum sem Ísraelar innheimta fyrir hönd palest- ínsku heimastjórnarinnar, en þær nema um 50 milljónum dollara, 3,2 milljörðum króna, á mánuði. Stjórn Ísraels hyggst einnig meina íbúum Vesturbakkans og Gaza-svæð- isins að fara yfir landamærin til Ísraels til að stunda at- vinnu. Þá hyggst hún herða eftirlit með ferðum fólks og flutningi matvæla til Gaza- svæðisins. Fyrir fund stjórnarinnar lýsti Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, því yfir að Hamas-hreyfingin væri hryðjuverkahreyfing. Hann sagði að viðræður við stjórn undir forystu Hamas kæmu ekki til greina. Talsmaður Mahmoud Abb- as, forseta Palestínumanna, og Hamas-hreyfingin gagnrýndu refsiaðgerðir Ísraela og sögðu að markmiðið með þeim væri að grafa undan lýðræðislegu vali Palestínumanna. Nýtt þing Palestínumanna var sett á laugardag og Abbas bað í gær leiðtoga Hamas að mynda nýja heimastjórn. Ismail Haniya, sem er lýst sem róttækum raunsæismanni, á að vera forsætisráðherra. Ísraelar grípa til refsiað- gerða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.