Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Síða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Síða 14
annars voru þau úti fyrir öllu Norður- landi. Ég man ekki eflir því að lundur- duflin tækju að angra okkur mikið fyrr en um haustið 1942. í mars það ár höfðu bátarnir að rnestu eða alveg hætt sigling- um í bili, hættan var orðin svo mikil, en um haustið þegar þær hófust aftur var þessi fjandi kominn út um allan sjó. Eitt sinn þegar ég var á Gunnvöru vor- um við næstum því búnir að sigla á tundurdufl út af Norðfjarðarhorninu. Af einhverjum ástæðum skrapp ég upp í brú og sá þá framundan eitthvað koma í ljós öðru hvoru. Þetta var eins og tunna er skaut upp úr öldunum en var á kafi þess á milli. Það var erfitt að koma auga á þennan aðskotahlut og augljóst að maðurinn við stýrið hafði ekki tekið eftir neinu. Ætlarðu að sigla á duflið, maður, spurði ég þá því að báturinn stefndi beint á það. Kannski hefðum við farist þarna ef ég hefði ekki átt erindi upp og það er ég sannfærður um að mörg þeirra íslensku skipa er hurfu sporlaust í hafi urðu fyrir barðinu á rekdufluin. Til dæmis er ég ekki í nokkrum vafa urn að Sæborgin, sem í nóvember 1942 hvarf í besta veðri út af Langanesi, hefur siglt á slíkt dufl. Fyrir vestan, úl af Snæfellsnesi og á því svæði, var töluvert af segulmögnuðum duflum sem Þjóðverjar höfðu komið fyr- ir, að minnsta kosti eignuðum við sjó- mennirnir þeim þessi dufl. Trébátunum var óhætt en tundurduflin löðuðust að stálskipunum. Á þessunt slóðum fórust þrír íslenskir togarar á árunum 1941 til 1944 sem varla getur talist einleikið; Gullfoss [febrúar 1941], sem að vísu lenti í miklu ofviðri, Sviði frá Hafnarfirði [desember 1941] og Max Pemberton [janú- ar 1944]. Gríðarlegt kast. Það eru að minnsta kosti 1000 mdl í nótinni. Skípverjar á Gunnvöru þrengja að síldinni. Árið 1944 fékk ég pláss á Fagrakletti og hætti þá á Guðbjörg- inni. Þetta var nýtt skip, 125 tonn, sem Nói skipasmiður hafði smíðað árið áður úr eik. Skipstjóri var Jón Sæmundsson og mér er óhætt að fullyrða að hann er sá albesti skip- stjóri sem ég hef verið ineð um ævina. Hann vann sér allt svo létt, var útsjónarsamur, snjall fiskimaður og af- bragðs skipsstjórnandi. Þá var Fagriklettur ekta bátur, léttur i sjó og fór vel. Á Fagrakletti tók ég upp sömu lífshætli og Gunnvör við biyggju, rœkilega merkt íslandi eins og tiðkaðist um öll íslensk skip á stríðsárun- um. á heimleiðinni var báturinn ekki hlaðinn öðru en kolum og sló þá aldrei úr sér hvernig sem gaf á. Hann átti ákveðinn bás í Fleetwood þar sem honum var siglt upp á grind og þess beðið að fjaraði út svo ganga mætti þurrum fótum kringum bátinn og yfirfara hann því alltaf gekk hampurinn meira og minna úr á leiðinni. En auðvitað stafaði okkur einnig mikil hætta af Þjóðverjum. Við vorum á svip- uðum sjó og Reykjaborgin, stærsti togari íslendinga, og línuveiðararnir Fróði frá Dýrafirði og Pétursey frá Súgandafirði, þegar þeir urðu fyrir árásum Þjóðverja í mars 1941. Á Fróða féllu fimm skipverj- ar, en báturinn komst við illan leik upp að bryggju í Reykjavík. Þrettán manns féllu þegar Reykjaborgin var skotin í kaf, tveir komust af, en Péturseyjan hvarf með allri áhöfninni, tíu manns. Oft sigldum við í gegnum mikið brak um 200 sjómílum frá Barra Head á Skotlandi og vissum þá hvers kyns var, að þarna hefði gerst harmleikur og menn týnt lífi. Björgunarbáta fundum við iðu- lega en alltaf mannlausa. En við urðurn ekki aðeins að gæta okkar á þýskum kaf- bátum og flugvélum. Þegar komið var austur fyrir Rauðanúp á Melrakkasléttu var sjórinn eins og berjaskyr af tundur- duflum. Þarna rak þau um allan sjó og drógu á eftir sér legufærin, grannan vir sem ekki hafði staðist átök hafsins og slitnað. Langmest var af þessum duflum frá Rauðanúpi og suður fyrir Seyðisfjörð,

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.