Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Side 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Side 16
Icelandic umbúðir (I.U.) Icelandic umbúðir er leiðandi fyrirtæki í sölu á umbúðum og rekstrarvörum til sjávarútvegsfyrirtækja. Fyrirtækið selur til framleiðenda innanlands sem utan, en afurðirnar koma frá innlendum birgjum og víðs vegar að úr heiminum. Kaupend- ur hér á landi eru helstu fiskvinnslur og vinnsluskip, enda eru starfsmenn með langa reynslu í að þjóna sjávarútveginum og þekkja því þarfir hans vel. Meginmarkmið Icelandic umbúða er að veita fyrirtækjum alhliða þjónustu í sölu umbúða og rekstrarvara. Með slag- orðinu „Allt á einum stað“ undirstrikum við að viðskiptavinurinn þarf ekki að leita annað þegar hann hugar að umbúð- um og rekstrarvörum fyrir framleiðsluna. Persónuleg þjónusta er mikilvæg í þess- ari starfsemi. Við gerum okkar besta til að veita örugga, alhliða þjónustu við all- ar aðstæður. Sala og flutningur vörunnar er aðeins hluti þeirrar þjónustu sem I.U. veitir. Ráðgjöf og aðstoð ýmiss konar vegur einnig þungt. Viðskiptavinir geta treyst á okkur þegar kemur að hönnun umbúða, frágangi og útfærslu. Pá er veitt ráðgjöf í flestu sem snýr að reglum og hefðum hinna ýmsu landa sem viðskiptavinir okkar ætla sér að starfa á. Petta er sjálf- sögð þjónusta af okkar hálfu því hagur viðskiptavina okkar er okkar hagur. Við bjóðum viðskiptavinum okkar besta mögulega verð hverju sinni. Hvergi er slakað á kröfum um gæði og öryggi en við tryggjum hagstætt verð með magninnkaupum og sameiginlegri vinnsfu innkaupapantana frá mörgum viðskiptavinum í senn. Fyrirtæki þekkja vel hve skaðlegar all- ar tafir og óvissa geta verið. I.U. setja því áreiðanleika, traust og öryggi í forgang. Salan sem slík er aðeins hluti af ferlinu, þjónustan og eftirfylgnin skipta ekki minna máli. I.U. velja sér samstarfsaðila af mikilli kostgæfni. Við veljum okkur trausta birgja, fyrirtæki sem leggja mikinn metn- að í að vera fremst á sinu sviði. Þetta samstarf hefur verið farsælt, enda ráða miklar kröfur um gæði og áreiðanleika ferðinni þar eins og hjá okkur. Viðskiptavinir I.U. geta leitað sér upp- lýsinga um pantanir á netinu. í Iceport, sem er vefgátt I.U. í viðskiptum og með afhendingar, geta þeir skoðað reikninga og umbúðaupplýsingar eða athugað við- skiptastöðu, allt eftir þörfum hvers og eins. Kaup á Danberg í byrjun júni, á síðasta ári, festi I.U. kaup á fyrirtækinu Danberg ehf sem sér- hæfir sig í ýmsum rekstarvörum fyrir matvælaiðnað. Pessi viðbót fellur vel að rekstri I.U., þar sem vöruúrvalið skarast á mörgum sviðum sem og viðskiptavin- irnir. Inn koma nýjar vörur eins og „vacum“ pökkunarvélar - fleiri gerðir af límböndum, einnota hönskum, ermahlíf- urn, svuntum ofl.. Meðal vörumerkja sem bætast í hópinn eru Alma Nitril, Alma Blueberry, Alma Vinyl, Cylena, Bonus og W-Bonus. Tveir starfsmenn frá Danberg komu til liðs við þá sem fyrir voru hjá Icelandic umbúðum og hefur það sýnt sig að þeir falla vel að starfseminni og auka þjón- ustustig I.U.. Einar Mdr Guðmundsson rekstrarstjóri Icelandic umbúða Mannabreyt- ingar hjá FFSÍ Okkar ágæti starfsmaður Guðjón Petersen sem haft hefur umsjón með farmanna og varðskipadeild hefur frá og með 31. mars látið formlega af störfum hjá Félagi skipstjórnarmanna. Forsvarsmenn fé- lagsins vilja þakka Guðjóni fyrir frábært samstarf og óska honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni. Við stofnun Félags íslenskra skipstjórnarmanna á haustdögum árið 2000 var Guðjón ráðinn framkvæmdastjóri þess. Pegar FSK samein- aðist síðan Öldunni, Skipstjóra- og stýrimannafélagi Norðlendinga, Sindra og Bylgjunni og úr varð Félag skipstjórnarmanna í janúar 2004, tók Guðjón að sér þau verkefni setn snúa að farmönnum, LHG, ferjum og hafnsögumönnum ásamt fjölmörgu öðru sem of langt væri upp að telja. Arftaki Guðjóns hefur verið ráðinn Ægir Steinn Sveinþórsson. Ægir sigldi hjá Eimskipafélaginu til margra ára en hefur undanfarin ár starfað við góðan orðstír á frysti og kæliskipadeild Eimskipa og und- anfarna mánuði í innflutningsdeild. Segja rná með sanni að mikil eft- irsjá sé af Guðjóni Petersen, en á hliðstæðan hátt er mikill fengur að því að fá til starfa svo hæfan mann sem Ægi Stein og væntum við samstarfsmenn alls góðs af samstarfinu við hann og bjóðum hann hjartanlega velkominn. Árni Bjarnason Guðjón Petersen. 16 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.