Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Qupperneq 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Qupperneq 38
hamurinn hefur brotið niður loftnetin og þeir eru sambandslausir við umheim- inn. Áki safnar öllum körlunum saman aft- ur á. Hann vill ekki að þeir séu á flakki um skipið að óþörfu. Hann bregst harka- lega við þegar Jóngeir Guðlaugsson, ann- ar matsveinn, birtist eitt kvöldið í brúnni dúðaður loðkufli með hettu fram yfir höfuðið. “Hvern djöfulinn ert þú að gera.“ Þetta er ekki spurning heldur ávítur áhyggju- fulls skipstjóra sem veit að bátadekkið og keisinn, sem kokkurinn hefur orðið að fara um á leið sinni upp í stýrishús, eru einn svellbunki. Hann lætur ungu strák- ana sofa í skipstjóraklefanum og hefur fyrirskipað hásetunum að flytja sig úr vanalegunt vistarverum þeirra framrni í stafni. Á meðan veðrið geisar skulu þeir sofa 1 skutklefanum en hann er i hæsta máta óvinsæll vegna skrúfunnar sem hamast fyrir neðan og vélarinnar sem er næstum að segja hinum megin við þilið. En þetta verða menn að gera sér að góðu þegar haldið er á saltfiskveiðar og áhöfn- in fer úr 30 körlum i 40. Og núna, þegar enginn á að fara um skipið að nauðsynja- lausu, er það stór kostur að hafa alla karlana í næsta nágrenni við matsalinn. Þegar veðrið hamast sem mest safnar Áki körlunum saman í brúnni. Sumir þeirra grípa tækifærið og líta inn til Arn- gríms loftskeytamanns. Þeir eru vanir að kikja inn til stráksins, stundum til að fá aflafréttir eða að ná sér í bók af Amts- bókasafninu á Akureyri en þær eru geymdar í loftskeytaklefanum. Arngrímur er léttklæddur og einn há- setinn, Jóhann Friðþórsson, spyr hann hvort ekki sé nú rétt að fara að minnsta kosti í peysu. „Ef við förum í sjóinn lifi ég ekki lengi hvort sem ég er i stuttermabol eða ullar- peysu,“ svarar Arngrímur. Þeir eru á líku reki, Arngrímur og Jó- hann, báðir innan við tvitugt. Það er kalt í brúnni. Áki verður að hafa einn gluggann opinn til að sjá eitt- hvað út. ís og snjór birgja sýn út um hina. Það er stöðugt lónað upp í veðrið. Áki er ánægður með skipið; það fer vel með sig, finnst honum. En ísinginn er mikið áhyggjuefni. Það verður ekki hjá þvi komist öllu lengur að ráðast til at- lögu við hvalbakinn sem er lagður þykk- um svellbunka en upp úr honum stendur akkerisvindan eins og íslistaverk. En það er ekkert gamanmál að snúa undan. Öldurnar eru fjallháar, veður- hamurinn ógurlegur og skipið orðið þungt af ís. Það veltur mjög langt til hliðanna og er stundum ískyggilega lengi að reisa sig aftur. Við verðum að losa okkur við eitthvað af þessurn þunga, hugsar Áki. Það er ekkert undanfæri lengur. Hann setur stóra totu á munninn. Hann hefur líf allra uin borð i hendi sér. Ein mistök og enginn mun heyra frá þeirn framar. Þá fær hann allt í einu hug- mynd. Áki blæs í rörið og í vélarrúminu hveður við blístur. Kallinn er að kalla. Sigþór vélstjóri tekur tappann úr rör- inu og svarar. Skipstjórinn vill fá að vita hvort þeir geti ekki brætt eitthvað af ísn- urn sem þeir höfðu tekið í lestina heirna á Akureyri. Skipið er á góðri leið með að verða allt of þungt. Vélstjórarnir eru ekki lengi að finna lausn. Þeir útbúa langar slöngur, sem þeir leiða úr vélarrúminu og fram í lest en það er innangengt á milli, og hita sjó sem þeir sprauta yfir ís- inn í lestinni. Svo er lensað af kappi. „Þannig gátum við í áföngum losað okkur við 60 tonn af ís,“ segir Áki. „Við þetta gjörbreyttist skipið sem fór að verja sig en lá ekki lengur steindautt. Þetta var forsenda þess að hægt var að slá undan. “ Áki ákveður að láta skipið falla fyrir vind, frekar en að snúa því á véfarafli. Karlarnir eru ræstir út og Áki slær á stopp. Hægt og bítandi snýr veðurofsinn skipinu. Með afturendann hálfskakkan upp í vindinn hverfur Harðbakur ofan í öldudalina. En hann kemur alltaf upp aftur og nú brýtur ekki lengur yfir hval- bakinn. Snöggar skipanir eru gefnar og karlarnir leggja í hættuför fram á lil að berja íshelluna af hvalbaknum. Þeir ham- ast í klukkutíma, bundnir við handriðið, en þá er á nýjan leik keyrt upp í veðrið og reynt að halda sjó. „Urn kvöldið var gerð aftur aðför að ísnum og skipið hreinsað eins vel og unnt var fyrir nótt- ina“, skrifar Áki í skipsbókina. Alla nóttina er haldið upp í veðrið. Það eru tíu vindstig, snjókoma og frost. Áki setur fjóra karla á stímvakt. Þeir skipta á milli sín nóttinni en hinir fara niður að sofa, vel mettir enda hafa kokkarnir ekki brugðið frá þeim vana sínum að bjóða upp á sunnudagssteik, læri með rauðkáli og grænum baunum. Áki gengur hart eftir því að menn fari í koju og hvílist vel fyrir átökin sem framundan eru. Sjátfur stendur hann ó- hagganlegur í brúnni, klæddur í sjó- mannastakk og bússur. Hann er blautur og kaldur. í hvert skipti sem fyllurnar koma yfir skipið reynir hann að fylla út í opna gfuggann til að varna sjónum inn- göngu í brúna. Hann má ekki víkja frá glugganum því út um hina sést ekki neitt fyrir klaka og ís. Hann treystir á hyggjuvit sitt og til- finningu fyrir sjónum. Ungur lærði hann að ólögin koma alltaf þrjú í röð. Þetta hafði Áki notfært sér þegar hann sneri skipinu undan. Hann hafði líka áttað sig á því að Harðbakur fór betur með sig ef honum var ekki haldið alveg beint upp í heldur tveimur til þrernur strikum frá veðrinu. Þeir hafa líka nóg að gera í véf- arrúminu við að gegna skipunum kalls- ins um hraðabreytingar. Miklu skiptir að lóna upp í á sem minnstri ferð, þá dregur úr ágjöfinni. Um nóttina brýst Aðalgeir vélstjóri upp í brúna með læri handa skipstjóran- um. „Þetta var það besta læri sem ég hef fengið um ævina,“ segir Áki löngu síðar. Morguninn eftir, klukkan sex, eru karl- arnir ræstir út. Skipið hefur þyngst mikið um nóttina og stundum er eins og það ætli ekki að lyfta sér upp úr öldudalnum aftur. Tilfinningin er óþægileg og karl- arnir eru fegnir að fá tækifæri til að taka til hendinni. Þykkt lag af ís hefur hlaðist framan á brúna, upp af spilinu. Kristján stýrimaður og lngólfur Tarzan klifra upp á yfirbygginguna, vopnaðir útsláttarjárn- um, sem eru líkust járnkörlum. Þeir slanda ölduna og halla sér upp i vindinn. Með lagni en oftar þó af hreinum kröft- um og þjösnaskap þröngva þeir járninu niður á milli brúar og klakaveggsins og spenna hann frá. Klakastykkin hrynja niður á dekkið þar sem þeirn er skofað fyrir borð með heitum sjó. Vélstjórarnir hafa búið sig undir það um nóttina að taka mikinn sjó inn á kerfið, hita hann og leiða í vatnsslöngu úl á dekkið. Aft- urmastrið er hreinsað með sama hætti. Heitur sjórinn er látinn ganga yfir það. Upp í fremra mastrið er dregin járnkeðja sem brýtur af því ísinn. Enn á ný eru það vélstjórarnir sem sýna hugkvæmni sína í verki. í brúnni stendur kallinn, orðinn þegj- andi hás af því að öskra á strákana þegar hann sér ólögin koma út úr hríðarsortan- um. Dregið hefur úr frostinu. Veðrið er heldur að ganga niður. Þó eru ennþá tíu vindstig og gengur á með hríðarhaglanda öðru hvoru og öldurnar eru á hæð við átta hæða hús. „Þetta voru ofboðslegir sjóar,“ rifjar Jóngeir kokkur upp. „Og þegar lægði loks eitthvað hélt þessi grið- arlegi öldugangur áfram.“ En þvi fór fjarri að veðrið væri gengið niður þegar Harbakur sneri stefni heirn á leið og Áki hringdi á 3/4 ferð. Það er komið hádegi mánudaginn 9. febrúar og karlarnir búnir að hreinsa skipið eins og hægt er. Þeir tilkynna skipstjóranum um tjón sem hefur orðið. Kastarar á stjórn- palli eru horfnir, sjórinn hefur rifið með sér sex bjarghringi og loftnet skipsins eru rnikið skemmd. Þrátt fyrir sambandsleys- ið vill Áki ekki taka þá áhættu að senda menn upp á brúarþakið til að gera við. Ekki strax. Það er haugasjór og þegar líð- ur á daginn kólnar aftur og skipið byrjar enn einu sinni að ísa. Um kvöfdmatar- leytið er slegið af og lónað upp í veðrið á meðan áhöfnin ræðst á klakabrynjuna og í lestinni er ís bræddur til að létta skipið enn frekar. 38 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.