Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Síða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Síða 50
Frá þxí að Menntafélagið tók xið rekstri Vélskóla íslands og Stýrimanna- skólans, 1. ágúst 2003, hafa skólarnir xerið reknir sem ein heild en haldið sínum gömlu nöfnum út á xið. Hceg- fara breytingar hafa þó orðið í rekstrarumhxerfi skólanna með sameining- unni. í marsbyrjun var kynnt nýtt nafn á sameinuðum skóla, þegar Stýrimanna- skólinn í Reykjavík og Vélskóli íslands voru sameinað undir einu nafni Fjöl- tækniskóla íslands ehf. Frá yfirtöku Menntafélagið ehf. á rekstri skólanna hefur verið unnið að því að móta nýjar áherslur í starfinu, en að Fjöltækniskóla íslands ehf standa Landssamband ís- lenskrar útvegsmanna, Samorka og Sam- band íslenskra kaupskipaútgerða. Full- trúar þessara aðila sitja í stjórn, sem og eiga þar fulltrúa menn úr röðum Far- manna og fiskimannasambands íslands, Sjómannasambandsins og Vélstjórafélags íslands. Rekstraraðilar skólanna hafa haft að leiðarljósi að virða þessar virðulegu gömlu skólastofnanir og halda sérkenn- um þeirra, eins og kostur hefur verið, þannig þó að þróun námsins væri ávallt í takt við nýjustu tækni og framfarir i skólamálum. Skólarnir hafa báðir verið í nokkurri vörn og nokkuð dregið úr aðsókn á liðn- um árum meðan aðrir skólar á fram- haldsskólastigi hafa sprottið upp og blómstrað. Að hluta til má skýra þetta með því hversu erfitt hefur reynst að markaðssetja skólana m.a. vegna óskýrr- ar og misvísandi ímyndar. Framtíð og viðgangur vélstjórnar- og skipstjórnar- námsins er i því fólginn að fá fleira gott fólk inn i skólann, fólk sem stefnir á að ná sér í atvinnuréttindi og/eða að nota námið sem undirstöðu til frekara náms. Skólar landsins eru í mikilli samkeppni um nemendur. Vélfræðingar með breiðan bakgrunn Nemendur Fjöltækniskóla íslands etu í dag um 250 talsins. Um 65 eru í skips- stjórnarnámi og rúmlega 180 í vélstjórn- ardeild - sem er um 10% fleira en á síð- asta skóla ári. í skipstjórnarnáminu er talan hinsvegar á svipuðu róli og var. Fjöldi nema á skipstjórnarsviði ræðst einfaldlega af því að atvinnumöguleikar skipstjórnarmanna eru að þrengjast: skipunum er að fækka og þau sem eftir eru verða æ stærri. Staða vélfræðinga er allt önnur og atvinnumöguleikar þeirra miklir enda fara nemendur frá skólanum við brautskráningu með mjög góðan bak- grunn. Þeir eru komnir með reynslu í vélstjórn, málsmíði og rafmagnsfræði - og raunar langt komnir með að ljúka prófi í rafvirkjun sem tekið er samhliða skólanum á kvöldnámskeiðum. Vita- Fjölbreyttir atvinnumöguleikar bíða þeirra sem Ijúlia námi frá Fjðltœkniskóla íslands og alls ekki aðcins á sjónum hcldur i landi einnig. Þctta á sérstaklega við um vélfrœðinga. Ljósmynd: Janne Ö. Knutsen 50 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.