Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Qupperneq 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Qupperneq 56
CBC vinnsluaðferð Skagans hf og vatnsskurður áfískjlökum Skaginn hf. er leiðandi fyrirtæki í þró- un búnaðar fyrir matvælavinnslu og hef- ur Skaginn síðasta árið aflient vinnslulín- ur og búnað til sjós og lands innanlands sem utan. Styrkur Skagans í vinnslubún- aði er einkum í heildarlausnum fyrir skip jafnt sem landvinnslu en einnig er Skag- inn sérhæfður í einstökum tækjum svo sem krapakerfum og lausfrystum sem má nota bæði til sjós og lands. Nýjungar og þróunarvinna er einn af hornsteinum fyrirtækisins og er Skaginn í fremstu röð á sínu sviði meðal sambærilegra fyrir- tækja bæði innan lands sem utan. Skaginn hefur langa reynslu í vinnslu- búnaði fyrir fjölveiðiskip i uppsjávar- vinnslu og á síðasta ári afhenti Skaginn búnað til vigtunar og meðhöndlunar um borð í uppsjávarskipinu Bjarna Ólafssyni AK 70. Búnaðurinn felur meðal annars í sér nýtt vigtarkerfi fyrir uppsjávarfisk, af- hleðsluvagn, úrsláttarvél og færslubúnað á pönnum og blokkum fyrir uppsjávaraf- urðir og hefur búnaðurinn aukið af- köstin mikið og auðveldað vinnuna um borð verulega. Önnur vinnslukerfi í skip fyrir upp- sjávarfisk sem Skaginn hefur alhcnt eru meðal annars kerfi fyrir vigtun og pökk- un ásamt afhleðsluvagn og brettakerfi fyrir Vilhelm EA 11, Þorstein ÞH 360 og Baldvin Þorsteinsson EA 10. Einnig hef- ur Skaginn um langt árabil verið sterkur í vinnslubúnaði fyrir frystitogara og hef- ur verið leiðandi í lausnum á því sviði. Á íslenska markaðinum í landi afhenti Skaginn meðal annars stórt sjálfvirkt vigtunar- og brettakerfi fyrir uppsjávar- vinnslu til SVN á Neskaupstað. Þá hefur Skaginn afhent CBC kerfi til Granda HB og Tanga hf á Vopnafirði og einnig má nefna stórt sjálfvirkt vinnslukerfi fyrir hausaþurrkun í Færeyjum. Skaginn framleiðir lausfrysta fyrir mat- vælaiðnað og henta þeir til lands og sjáv- ar. Þá náði Skaginn einstökum árangri í sölu lausfrysta fyrir kjúklingaafurðir á Bandaríkjamarkaði á árinu 2004. Á þess- um mikilvæga markaði hefur Skaginn af- hent fimm lausfrysta sem hver um sig af- kastar 6500 lbs af vöru á klukkustund. Meðal viðskiptavina Skagans má nefna Tyson Foods Inc. sem er einn stærsti matvælaframleiðandinn i Bandaríkjunum með um það bil 114.000 manns í vinnu. Horfurnar fyrir þetta ár eru mjög góðar og áætlanir gera ráð fyrir að 8 lausfrystar verði afhentir til viðbótar á þessu ári sem er einstakur árangur. Ennfremur hefur annar vinnslubúnaður Skagans hf náð fótfestu í Bandaríkjunum svo sem krapa- kerfi til kælingar í kjúklingaiðnaði en krapakerfi Skagans henta einnig einstak- lega vel til notkunar á sjó sem og í allri matvælavinnslu þar sem þörf er á ískrapa með stillanlegu hitastigi, þykkt og salt- innihaldi. Skaginn hefur á undanförnum árum verið að hanna nýja vinnslurás fyrir bol- fisk sem kallast CBC vinnsla i undir- kældu umhverfi og er byltingarkennd nýjung í fiskvinnslu. Þetta verkefni er hluti af þeirri heildarsýn sem fyrirtækið hefur á þessu sviði og á síðustu mánuð- um hefur Skaginn verið að þróa búnað- inn frekar og er að innleiða háþrýsti- vatnsskurð sem hluta af búnaðinum fyrir CBC aðferðina. CBC stendur fyrir Combined Blast and Contact kæling og Skaginn notar þetta heiti yfir vinnsluaðferð Skagans fyrir flök í undirkældu vinnsluferli. CBC kerfi hafa verið sett upp á tveimur stöðum, hjá HB-Granda hf. á Akranesi og Tanga hf á Vopnafirði og er tæknin nú þegar farin að skila góðum árangri ásamt bættri arð- semi vinnslunnar. Með CBC tækninni næst meðal annars: • Stif afurð sem þolir meðhöndlun og vinnslu og heldur gæðum allan vinnsluferilinn • Betri afurðaskipting þar sem stærri hluti afurða fer í verðmeiri pakkningar • Aukin nýtni og gæði vöru þar sem rýrnun vegna vökvataps stoppar í und- irkældu flaki • Stóraukið geymsluþol þar sem varan er í undirkældu ástandi allan vinnsluferil- inn og undirkælingin skilar sér einnig í flutningsferlinu alla leið til kaupanda. CBC tæknin gefur stífa afurð sem einmitt opnar fyrir nýja vinnslumögu- leika nteð öðrunt þekktum aðferðum svo sem háþrýstivatnsskurði. Vatnsskurðar- tæknin hefur þróast mikið á undanförn- um árum og er nú nákvæmari, afkasta- meiri og hagkvæmari en áður. Það er útlit fyrir að vatnsskurðurinn verði ráð- andi í framtíðinni og um þessar mundir er Skaginn að þróa og innfæra vatns- skurðartæknina í CBC vinnslurásina. Skaginn hf er í samvinnu við þrjá er- lenda aðila varðandi þetta verkefni, með- al annars Lenze í Danmörku, sem eru sérhæfðir í servó hreyfibúnaðinum og FJM í Færeyjum sem þróa sérstaklega myndgreiningarbúnað og tengdan hug- búnað fyrir verkefnið. Auk þessara fyrir- tækja koma Rannsóknarstofnun fiskiðn- aðarins og HB Grandi hf. að þróunar- vinnunni. Í stuttu máli byggir aðferðin á því að undirkæla flökin í CBC kæli. Flökin frá kælinum eru laserskönnuð og hugbúnað- ur býr til 3D tölvumódel af flakinu. Síð- an eru flökin skorin og hlutuð niður með sjálfvirkum hætti með áföstu roði með vatnsskurði. Flakið er siðan roð- dregið í sérhannaðri roðdráttarvél Skag- ans og afurðin síðan gæðaskoðuð og pökkuð. Með því að innfæra háþrýsta vatns- skurðartækni inn í vinnslurás fisk- flakanna verður sjálfvirkur skurður flakanna mögulegur: • Nákvænt staðsetning beingarðs með lágmarks afskurði er nú möguleg • Sjálfvirkur skurður með háþrýstivatns- skurði er mögulegur í flaki með áföstu roði • Vatnsskurðurinn hámarkar lögun af- urða og árangur við skurðinn • Hnakkastykki með áföstu roði eru möguleg afurð • Sjálfvirkur vatnsskurður eykur afköst og minnkar mannaflsþörf • Háþrýstur vatnsskurður er auðveldari í undirkældu flaki og gerir sjálfvirka beingarðstöku mögulega með tilheyr- andi sparnaði í mannafla Skaginn er með CBC vinnsluaðferðina í einkaleyfisferli ásamt ákveðnum þáttuni vatnsskurðartækninnar og lofa viðbrögð einkaleyfayfirvalda góðu um framhaldið. CBC tæknin og vatnsskurðarverkefnið voru kynnt á bás Skagans á sjávarútvegs- sýningunni í Brussel í apríl síðastliðnunt og einnig á sýningunni í Færeyjum i maí. Undirtektirnar voru geysilega góðar og er þessi tækni án efa ein athyglisverðasta nýjungin sem hefur komið frarn á þessu sviði í áraraðir. Skaginn stefnir að því að kynna frekar allt CBC vinnslukerfið með vatnsskurði í heild sinni á íslensku sjávarútvegssýn- ingunni í september næstkomandi. Okk- ur hlakkar til að sjá ykkur þar. Ef þið hafið einhverjar spurningar er velkomið að hafa samband við Skagann og hringja til okkar í síma 430 2000 eða senda okkur tölvupóst á sales@skaginn.is. 56 - Sjómannablaðið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.