Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Síða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2005, Síða 58
Að þessu sinni er Frívaktin helguð mismælum okkar ástsælu íþróttafréttamanna. Þau eru fengin úr bókinni, Alltaf í boltan- um, sem Guðjón Ingi Eiríksson tók saman: Guðjón Guðmundsson, Gaupi, íþróttafréttamaður á Sýn og Stöð 2: „Rio Ferdinand er traustur í þessum leik. Hann hefur ekki stigið feilnótu.“ * „Hann verður að fara að velli. Hann getur ekki stigið í hnéið.“ * „Leikmenn þessara liða hafa elt grátt silfur saman í gegnum tíðina." * „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dwight Yorke er tekinn aftan frá.“ Hörður Magnússon, félagi Guðjóns á Sýn og Stöð 2: „Desailly maldar í móðinn." * „Þarna sjáum við Houllier. Hann er glaður á bragðið.“ * „Newcastle-liðið fer á toppinn ef fram horfir sem heldur.“ * „Veron með fræga sendingu." * „Það er mikil barátta um samkeppni í Iiðinu.“ * „Við gerum nú örstutt hlé og komum svo með síðari hálfleik- inn fyrir handan.“ * „Hann rann á hættulegu augnabliki." * „Helmingur leikmanna félagsins eru uppaldir leikmenn." * „Þetta var skott got.“ * „Liverpool getur andað öndinni léttar.“ * „Það er heldur betur að færast kraftur í aukana." * „Hann er lang-næst-markahæstur.“ * „Maradona lét lítið fyrirfara sér þegar hann kom af spítalan- um.“ Bjarni Felixson, íþróttafréttamaður hjá Sjónvarpinu og RÚV: „Skodð ríður af stað.“ * „Leiknum verður sjónvarpað beint í sjónvarpinu.“ * „Þeir rninnka muninn í 2-2.“ 58 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.