Vikan


Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 5
Uriah Heep Elsku Póstur! Við erum hér tvær vinkonur og okkur langar að vita eitthvað um hljómsveitina URIAH HEEP, og þá sérstaklega um söngvarann David Byron. Getið þið kannski birt mynd af þeim? Svo þökkum við VIKUNNI allt gamalt og gott og þá sérstak- lega fyrir framhaldssöguna „Ro- semary's Baby". Iggú & Kolla. P.S. Hvað táknar að sjá mann breytast í orm?- Sömu. Stjórnandi þáttarins „Heyra má . . hefur fengiS beiðni ykkar til athugunar og lofar hann að gera sitt bezta til aS úr henni rætist innan skamms. P.S. ÞiS ættuð aS vara ykkur á þessum manni, hver sem hann nú er, því þessi draumur boSar ykkur fals og fláræSi frá hon- um. Andfúl Kæri Póstur! Mig langar til að leita til þín í vandræðum mínum og ég vona heitt og innilega að þú getir hjálpað mér. Þannig er mál með vexti að ég er svo andfúl að ég líð fyrir það. Það er svo leiðin- legt að geta ekki talað við neinn nema án þess að standa í margra metra fjarlægð, svo ekki sé tal- að um að vera með strákum, en ég er 17 ára og því talsvert með „sterkara kyninu". Auðvit- að nýt ég mín ekki sem skyldi fyrir þetta. Getur þú nú ekki, Póstur góður, sagt mér af hverju þetta stafar? Ég hef oft fundið lykt út úr öðr- um, svo að ég er ekki ein um þetta. Ég hirði tennurnar á mér ágætlega, en þær eru nú pínu- lítið skemmdar samt. Ein í vandræðum. Hver sagSi þér aS þú værir and- fúl? Þetta gæti fullt eins vel veriS misskilningur hjá þér. En til aS komast hjá því aS líða fyrir andfýlu þína, er bezta ráS- iS aS fara til tannlæknis og láta gera viS hverja einustu skemmda tönn og segja honum jafnframt aS þú sért andfúl. ÞaS getur ýmislegt komið til fleira en tannskemmdir, til dæmis maga- sýrur og fleira. Tannlæknirinn þinn ætti þó aS geta bjargaS málinu og svo verSur þú aS hirSa tennurnar betur en svo aS þær skemmist. Bursta þær kvölds og morgna og alltaf eftir mat. Að eiska ruddalega stráka ... Kæri Póstur! Við erum hér tvær í vandræð- um. Þannig er, að við erum hrifnar af strákum. Við erum 14 og 15 ára gamlar og strákarnir eru báðir 16 ára. Við höfum aldrei verið með þeim og okk- ur finnst þeir vera ruddalegir þegar við erum nálægar, en þá gera þeir óspart grín að okkur. Hvernig eigum við að ná í þá? Kæri Póstur, okkur er alveg sama um alla útúrsnúninga, bara að við fáum greinilegt svar. Vonum að þetta verði birt. Tvær í vanda. Til hvers aS ná í ruddalega og dónalega stráka? (Þetta voru „útúrsnúningarnir"). Piltar á þessum aldri eru oft ruddalegir þegar þeir vilja vera „töff" og „klárir" í aS leika menn og er þetta sérlega áberandi í viSur- vist jafnaldra þeirra af veikara kyninu, en verSi þeir svo fyrir aSkasti af sama tagi sjálfir, rýk- ur venjulega mesti gorgeirinn úr þeim. Þvi skuluS þiS reyna, en AÐEINS EINU SINNI, aS vera „töff og klárar" og vita hvernig þeim verSur viS. Þá er aldrei aS vita nema aS úr verSi sæmilega skynsamlegt samtal og þar meS ætti byrjuninni á upphafinu aS vera lokiS. ORÐSENDING Um þessar mundir er nýtt píputóbak boðið til sö/u á islen^kum markabi i fyrsta sinn. Tóbak petta er ólikt peim gerðum tóbaks, sem tni fást hérlendis. Tóbaks- blandan er að mestu úr Burley og Maryland tegundum að viðbattum vindpurrkuðum Virginiu og Oriental laufum. Þessi nýja blanda er sérlega mild i reykingu, en um leið ilmandi og bragðmikil. Tóbakið er skorið í cavendish skurði, lóngum skurði, sem logar vel án pess að hitna of mikið. Þess vegna höfum við gefið því nafnið EDGEWORTH CAVENDISH. Reyktóbakið er selt í polyethylene umbúðum, sem eru með sérstöku ytrabyrði til pess að tryggja pað, að bragð og rakastig tóbaksins sé nákvœmlega rétt. Við álítum Edgeworth Cavendish einstakt reyktóbak, en við vildum gjarnan að pér sannfarðust einnig um pað af eigin reyns/u. Fáið yður EDGEWORTH CAVENDISH i ncestu búð, eða sendið okkur nafnyðar og heimilisfang svo að við getum sent yður sjnishorn. Síðan þcetti okkur vant unl að fá frá yður línu um álit yðar á gœðum EDGEWORTH CAVENDISH. Heimilisfangið er: EDGEWORTH CAVENDISH Pósthólf: 5133, Reykjavík, Jfcas. HOUSEOFEDGEWORTH RICHMOND. VIRGINIA. U.S.A. Stxrrstu rcyktóbaksútflytjcndur Bandaríkjanna. I Athugið Ef þú ert að byggja eða þarft að bæta og jafnvel ef þú vilt breyta, þá teljum við það hagkvæmt að líta við hjá okkur, því að sjón er sögu ríkari gagnvart vöruúrvali. Gott verð. 47. TBL. VIKAN 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.