Vikan


Vikan - 25.11.1971, Qupperneq 31

Vikan - 25.11.1971, Qupperneq 31
KÖKOSKÖKUR MEÐ SULTU (30 stk.) 1 dl vanillukrem 200 gr kokosmjöl lVz dl sykur 1 egg Fylling: Vt dl hindberjasulta Blandið öllu fljótt saman. Setjið með teskeið á smurða plötu, sem er hveiti stráð. Gerið holu í hverja köku með hveiti á fingri og setjið dálitla si^ltu í holuna. Bakið við 200° í ca. 12 mínútur. HAFRABLÚNDUR MEÐ HNETUM (ca. 50 stk.) 150 gr smjörlíki 3 dl haframjöl 100 gr hnetukjamar saxaðir 2 dl strásykur 1 egg lVz msk. hveiti 1 tsk. lyftiduft. Smjörlíkið brætt og hellt yfir haframjölið. Hinu blandað saman við, en lyftiduftinu þó fyrst bland- að saman við hveitið. Hrærið hræruna jafna. Setjið tæplega teskeiðar- stórar kökur á plötuna og breiðið aðeins úr þeim og hafið gott millibil. Bakið kökurnar ljósbrúnar við 175° i 8—10 mínútur. Losið eftir stutta stund með þunnum hníf og beygið yf- ir sleifarskaft. Einnig má nota þetta deig í tertu- botna. Búið þá til 5 tertu- botna úr deiginu ca. 20 cm í þvermál og bakið við sama hita í 10 mínútur. Síðan má skreyta með ís og berjum eða rjóma og ávöxtum, rjómabúðing eða öðrum góðum fyllingum. MARENGS- TOPPAR 2 eggjahvitur 6 msk. sykur 4—5 dropar sítrónusafi eða edik Ef þeytt er í höndum: Stífþeytið eggjahvíturnar með sítrónusafanum. Sykr- inum bætt í og hrært var- lega saman. Ef þeytt er i hrœrivél: Öllu blandað saman í skál og þeytt þar til massinn er þykkur. Setjið með skeið eða sprautu á ósmurðan smjörpappír eða smurða og hveiti stráða plötu. Bakið við 100—125° í 15—60 mín- útur, en það fer eftir stærð. Marengskökurnar eru til- búnar þegar þær losna frá plötunni. HRINGIR (30—40 stk.) 200 gr smjörlíki 3/\ dl flórsykur 50 gr rifnar möndlur 3 dl hveiti IVí dl kartöflumjöl Blandið öllu fljótt saman. Deigið sett í hakkavél og mótað í langar lengjur, og skorið í 10—14 cm langa bita og mótið hringi eða „S“. Bakið við 150° í ca. 20 mínútur. ■ 0TFLATTAR SMAKÖKUR PRESTAKÖKUR (50—60 stk.) 150 gr smjörlíki 1 dl strásykur 50 gr möndlur (ca. % dl) Vz tsk. hjartarsalt 3Vz dl hveiti Skreyting: 2 msk. sykur 1 tsk. kanell ' Smjörlíki og sykur hrært. Möndlurnar saxaðar settar saman við ásamt hveitinu sem hjartarsaltinu hefur verið blandað saman við. Hnoðið saman og geymið á köldum stað. Fletjið út og takið út undan móti. Stráið dálitlu af kanel-sykur- blöndunni á hverja köku. Bakið ljósbrúnar við 175° í ca. 10 mínútur. S0KKULAÐI- KÖKUR (ca. 200 stk.) 200 gr smjörlíki 2V\ dl sykur 2 tsk. vanillusykur % dl kakó 1 egg 6 dl hveiti PENSLUN OG SKREYTING I egg 30 saxaðar möndlur og 3 msk. perlusykur. Blandið fljótt saman öllu sem fer í deigið, en haldið ca. V\ dl eftir af hveitinu. Fletjið deigið út þunnt og takið út undan móti. Pensl- ið með eggi og stráið perlu- sykri og möndlum yfir. Bakið við 175° í ca. 8 mín- útur. Gætið þess að ofbaka þær ekki þá hverfur góða súkkulaðibragðið. SMÁK0KUR FLATTAR OG SKORNAR ROÐUKÖKIIR (30—40 stk.) 150 gr bráðið smjörlíki lVt. dl strásykur 3 dl haframjöl 100 gr saxaðir hnetukjamar Skreyting ef vill: 25 gr rifið suðusúkkulaði Hrærið saman deiginu og fletið út á smurðan smjör- pappír eða álpappír ca. 25x25 cm stórt og brotið upp á kantana, svo það verði eins og form. Annars flýtur deigið út. Bakið kök- una gulbrúna við 200° í 12 mínútur. Stráið rifnu súkkulaðinu yfir þegar kakan er fullbökuð og skerið kökuna í jafnar rúð- ur þegar hún er heit. KÖKOSBRAUÐ (ca. 40 stk.) Mördeig: 200 gr smjörlíki % dl strásykur 5 dl hveiti Fylling: 1 dl sulta eða hlaup Kókosdeig: 5 eggjahvítur 2Vz dl sykur ca. 5 dl kókosmjöl Blandið saman öllu í mör- deigið. Geymið á köldum stað. Fletjið út í ferkantaða köku ca. 30x30 cm. Bakið mördeigið næstum alveg við 175° í 15 mín. Hrærið síðan fyllinguna i potti upp undir suðu, þangað til það er þykkfljótandi. Breiðið sultu eða hlaup yfir heitt mördeigið. Breiðið kókos- jafninginn út á og bakið áfram við 200° í ca. 7 mín- útur. Kókosdeigið á að stífna nokkuð og verða gul- brúnt. Skerið kökuna í bita og látið kólna á plöt- unni. 47. TBL. VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.