Vikan


Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 26

Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 26
RAUNVERULEGIR STEINALDARMENN Á 20. ÖLD Það ótrúlega gerðist nýlega á Filippseyjum: Þar fannst þjóðflokkur, sem enn er á steinaldarstigi. Hér segir frá nokkrum siðvenjum þessa dularfulla fólks. Því hefur verið haldið fram, að steinöld liafi lokið fyrir þúsundum ára, en svo var þó ekki á eynni Min- danao, einni úr Filipseyjaklasanum, 650 mílur suður af Manila. Þar fannst nýlega „týndur“ þjóðflokkur stein- aldarmanna; líf þeirra og lifnaðarliættir liafa verið óbreytt í þúsundir ára. Þetta einstaka tækifæri fyrir mannfræðinga hefur vissulega sett þá í mikið uppnám og fyrir um það bil mánuði síðan lagði hópur vísinda- manna af stað inn í frumskóginn, til að húa með þjóð- flokknum og kanna líf hans og siði áður en „siðmenn- ingin“ nær til þeirra. Tasaday-þjóðflokkurinn — eins og þeir kalla sig sjálf- ir — uppgötvaðist þegar veiðimaður að nafni Dafal skýrði frá því að hann liefði orðið var við dularfullt fólk á veiðiferðum sínum langt inn í óbyggðan frum- skóginn. Yfirvöld á Filipseyjum brugðu skjótt við og athuguðu málið með þyrlu og fundu sér til mikillar undrunar hóp smávaxins, kaffibrúns fólks sem aðeins var íldætt mittisskýlum. Eflir að fulltrúar ríkisvaldsins höfðu komizt í sam- band við fólkið, komust þeir að þeirri niðurstöðu, að Tasaday-fólkið hefur verið einangrað frá umheiminum í að minnsta kosti 700 ár og jafnvel 2000 ár. Tasadayar bera ekkert skynbragð á landbúnað, þekkja ekki lirís- grjón, salt, sykur, taro (sem er mjög algengur ávöxtur í þessum heimshluta), hafa aldrei smakkað koi-n af nokk- urri tegund og eru, samkvæmt upplýsingum er stjórn- völd á Filipseyjum hafa látið frá sér fara, „sennilega eina fólkið í heiminum sem ekki þekkir og notar tóbak“. Þjóðflokkurinn kann ekkert með málma að fara, held- ur engin húsdýr og á sér ekki fasta búslaði. Þótt þeir séu á eylandi hafa þeir aldrei séð sjóinn, þar sem þeir húa í svörtustu frumskógum, og satt að segja eiga þeir ekkert orð yfir sjó í undarlegu samblandi sinu af mál- lýzkum malaja og pólýnesa. Tasadayarnir hafa komizt af aðallega með því að safna saman mat, í stað þess að i’ækta hann. Helztu vei’k- færi þeirra eru öll úr steinum og eins hafa þeir Ixúið til linífa og ílát úr bambus. Helzta fæða þeii-ra er natak, rót villtra pálmatrjáa. Einnig eta þeir ber, smájurtir, krabbadýr og smáfiska sem þeir veiða með berum hönd- unum. Eftir að Dafal fann þjóðflokkinn, hefur honum tekizt að kenna þeim að veiða fugla í gildrur; þeir nota sjálfir upprunalegar aðferðir sínar til að veiða rottur, apa, svín og villiketti. Eld kveikja þeir enn með því að núa saman tveimur viðarbútum og kjöt er annaðhvort steikt yfir opnum eldi eða soðið í hamhusstöngum. Tasaday-þjóðflokkurinn telur aðeins um 100 sálir og er þeirn skipl niður í fjölskyldur sem samanstanda af rnóður, föður, ógiftum börnum og stundum munaðar- leysingja eða barnlausri ekkju. Þótt fjölkvæni og laus- læli sé algengt meðal frumstæðra kynflokka, fyrirlíta Tasadayarnir hvort tveggja. Hjónaböndum er komið í kring af foreldrum, en í að minnsta kosti einu tilfelli, Framhald. á bls. 52 26 VIKAN 47. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.