Vikan


Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 6

Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 6
Fyrrverandi guö á ferðalagi Hér er keisarinn klæddur sam kuæmt landsvenju fornri. 1V7 ýafstaðin ferð Híróhítós Japanskeisara til Evrópu er einstæð að því leyti, að þetta er í fyrsta sinn í allri hinni löngu sögu landsins að keisari þess stígur fæti á erlenda grund. Hins vegar er þetta ekki í fyrsta sinn sem Híróhító ferð- ast erlendis. Hann gerði það líka 1921 — þá sem krónprins lands síns. Þá voru það talin óhugsandi helgispjöll að sjálf- ur keisarinn træði vanhelga jörð. En nú getur þjóðhöfð- . ingi þessi engu að síður brugð- ið sér út fyrir landsteinana; það má hann þakka MacArt- hur hershöfðingja, sem svipti hann guðdómnum í lok heims- styrjaldarinnar síðari. í ferð- inni 1921 var hann aðeins tví- tugur að aldri; nú er hann sjö- tugur. Blóðug og hrikaleg sögu- leg atvik voru undanfarar beggja heimsókna; í ljósi þeirra kemur Híróhító fyrir sjónir sem heldur brjóstum- kennanleg, klaufaleg og til- þrifalítil manneskja, en að vísu ekki án allrar göfgi. Þegar hann var í heiminn borinn, níunda apríl 1901, hafði hið móderna Japan, sem þá fyrir aðeins rúmum þrjátíu ár- um hafði snúið baki við sinni miðaldalegu fortíð, enn ekki sýnt hvað í því bjó. En þegar hann fékk aldur til að honum væri valinn heimiliskennari, var til þess kjörinn Nogi mar- skálkur, sem tekið hafði hina rammlega víggirtu hafnar- borg Port Arthur í Mansjúríu af Rússum og misst tvo syni sína í þeim slag. Fimm árum síðar, 1912, dó afi Híróhítós, Meiji keisari, sem endurheimt hafði fyrir keisaraættina raun- veruleg völd yfir ríkinu og hafizt handa um að nýtízka landið. Daginn sem gamli keis- arinn var jarðaður var sonar- sonur hans í skrautskriftar- tíma hjá Nogi. Að kennslu- stund lokinni fór marskálkur- inn heim til sín, klæddist kí- monó þeim er hann jafnan bar við hátíðleg tækifæri, kraup ásamt eiginkonu sinni fyrir framan mynd af keisaranum sáluga, rak konuna í gegn með rýtingi og réð sér síðan sjálf- ur bana með seppúkú, sjálfs- morðsaðferð þeirri sem Japan- ir kalla oftast því nafni en á Vesturlöndum er þekktari und- ir öðru heiti japönsku: hara- kiri. Hann áleit það skyldu sína að fylgja til grafar þeim höfðingja er hann hafði þjón- að. Híróhító þótti vænt um þenn- an kennara sinn, en ekki lík- aði honum þessi hinzta þjón- usta hans við keisarann. Af þeim kennara, sem hann fékk næstan, var hann ekki mjög hrifinn, líklega sumpart fyrir þá sök hve herskár sá var. Þessi kennari var enginn ann- ar en Tógó aðmíráll, sem tor- tímt hafði Eystrasaltsflota Rússa í Tsúsjíma-sundi, og var frægastur og dáðastur allra þá- lifandi Japana. Skömmu síðar gerði hann sögukennara sinn, Taisjó Sjíratori, skelfingu lost- inn með því að láti í ljósi efa um guðlegt eðli sitt. En sam- kvæmt helgisögninni átti hann í fyllingu tímans að verða hundrað tuttugasti og fjórði keisari Nippons, í beinan karl- legg afkomandi Jimmús keis- ara, sem aftur var barnabarna- barn Amaterasú sólgyðju. Eng- inn japanskur skólamaður dirfðist að taka sögn þessa fyr- ir annað en æðsta sannleik, og því má nærri geta hvílíku of- boði það olli að sjálfur erfða- prinsinn skyldi efast. Þegar prinsinn varð fimmtán ára komst á dagskrá að velja honum drottningarefni. Að sjálfsögðu skiptu tilfinningar hans sjálfs litlu máli við það val. Sem verðandi drottning Japans var kjörin Nagakó prin- sessa, dóttir Kúnejosjis Kúnis prins, sem Satsúma-ættbálkur- inn hélt fram. Sá ættbálkur var frá Kýúsjú og réði miklu í flotanum. Á næstu sjö árum hitti Híróhító unnustuna að- eins níu sinnum, og aldrei eina. Engu að síður felldu þau þokka hvort til annars. Ekki voru allir Japanir ánægðir með fyrrnefnda för prinsins til Evrópu. Sumum fannst það ekki viðeigandi að krónprinsinn væri að vaða út um allar jarðir og sýna sig ótíndum barbörum. Hundrað meðlimir hins ofstækisfulla þjóðernissinnafélags Svarti drekinn hótuðu að fremja hara- kiri, svo fremi Híróhító hætti ekki við ferðina. Leið hans lá fyrst til Bretlands, sem þá var vinveittast Japan af evrópsk- um stórveldum, einkum vegna þess að báðum var jafn um- hugað að halda Rússum í skák. Ríkin gerðu með sér vináttu- 6 VIKAN 47. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.