Vikan


Vikan - 25.11.1971, Page 40

Vikan - 25.11.1971, Page 40
terminal Biðjið um terminal Quick í næstu Quick snyrtivörubúð. er jafnt fyrir dömur og herra; er hámæring sem hjálpar; er auðveld í notkun. KRISTJÁN - „ irá kadus JÓHANNESSON, heildverzlun, simi 32399 Svo sneri hann sér á hæl og skundaði burt. Maria flýtti sér heim. ' Næsta morgun kom sendiboði með blóm og bréf: Ég sá enga aðra en yður, ég dáist ekki af annarri en yður, ég þrái enga aðra en yður. Gef- ið 'mér fljótt svar og sefið hina óþolandi ástríðu hjá N. Þessi ofsalega ástarjátning gerði Mariu dauðskelkaða. Hún sagði sendiboðanum að hún hefði ekkert svar við bréfinu. Næsta morgun reyndi Napo- leon aftur. Maria opnaði ekki einu sinni bréf hans. En nú voru sögurnar komnar á kreik, nú vissu allir hvað fyrir keisaran- um vakti. Poniatowski prins kom sjálfur og opnaði bréfið. Hann las það upphátt: Geðjast yður alls ekki að mér, madame? Ég hafði vonað það. Skjátlaðist mér? Þrá mín eykst meðan þér hikið. Þér eruð að gera út af við sálarró mína; get hvorki sofið né hvílztl Mitt ve- sæla hjarta bíður þess að fá að tilbiðja yður, fá að njóta nokk- urra augnblika sœlu. Er það svo erfitt að veita mér svar? Þér skuldið mér tvö. N. En Maria svaraði ekki. Keis- arinn hélt sínu striki. Hann sneri sér að því að nota klæki og höfða til þess, sem var Mariu viðkvæmast. Hann lét að því liggja að svar Mariu gæti ráðið úrslitum um örlög Póllands. Hann skrifaði: Það koma tímabil — ég er háður því einmitt nú — þegar yonin verður eins þung á meta- skálunum og vonleysið. Hvað getur lœgt öldumar í ástríðu- þrungnu hjarta? Hjarta sem þráir yður og getur ekki fengið þrá sinni svalað vegna tillits til annarra, og það lamar þessa innstu þrá? Ó, ef þér vilduð hlusta á mig! Engin, nema þér getið rifið niður þann vegg, sem stendur á milli okkar. Duroc vinur minn mun verða yður til aðstoðar. Ó, komið, komið til mínl Ég skal veita yður allt sem þér óskið. Land yðar verður mér mun kœrara, þegar þér hafið miskunnað yður yfir mitt hrjáða hjarta. N. Gegnum aðstoðarforingja sinn lét Napoleon efnið í bréfinu leka út meðal stjórnarmeðlima í bráðabirgðastjórninni pólsku. Viðbrögð þeirra urðu eins og hann hafði reiknað með. Þeir sáu strax möguleika á því að vekja áhuga Napoleons á frelsi Póllands, með því að fá hina þrjózkufullu Mariu til að láta að vilja hans. Föðurlandsvin- imir hópuðust nú heim til henn- ar. Hún veigraði sér við að taka á móti þeim og kenndi því um að hún væri sjúk. Þá báðu þeir Walewski greifa að taka til ein- hverra ráða. Hvað hinn aldraði aðalsmaður hugsaði vissi eng- inn. Vonaði hann að vinir hans létu af óskum hans. Vonaði hann að vinátta konu hans við Napoleon yrði aðeins venjuleg vinátta? Eða vildi hann fórna konu sinni á altari frelsisins? En hvaða tilfinningar, sem hann hefur borið í brjósti, þá talaði Walewski greifi um fyrir konu sinni og bað hana að taka á móti hinum pólsku föðurlands- vinum. Og þeir báðu Mariu að gera það vegna tuttugu milljón Pól- verja, að fara á fund Napoleons. Maria var alltof þreytt á þessu til að setja nokkuð á svið. Hún spurði einfaldlega hvort þeir ætluðust til þess að hún yrði ástmey keisarans. Þeir svöruðu að þeim dytti ekki í hug að fara fram á slíkt. Þeir báðu hana aðeins að heimsækja keisarann og biðja hann persónulega um hjálp til handa Póll^ndi. En ef það væri óhjákvæmilegt að hún yrði ástmær hans, þá yrði hún að ráða því sjálf hvort hún vildi fórna sér fyrir frelsi Pól- lands. Þeir réttu fram skjal, undirskrifað af þeim öllum. Einn þeirra las það upphátt: Ef þér vœruð karlmaður, mynduð þér, án þess að hika, fórna lífi yðar fyrir föðurland- ið. Fyrir konu eru aðrar fómir, þér hljótið að skilja það og ættuð ekki að hika, þótt það geti orðið nokkuð erfitt. Haldið þér að Ester hafi gef- izt Ahasverusi af ást? Hún fórn- aði sjálfri sér fyrir föðurland- ið — og frelsi landsins var hennar heiður. Ef til vill verða þetta yðar örlög, yður til hamingju og heiðurs! Sorgbitin og miður sín var Maria, þegar hún gekk á fund Napoleons. Og hún gat ekki mætt augnaráði eiginmanns síns. Fyrsti fundur hennar og Napo- leons kom henni á óvart. Hún vissi ekki hvað hún átti í vændum, að minnsta kosti bjóst hún ekki við að hún fyndi til samúðar með honum. Um ára- bil hafði hann aðeins þurft að rétta út fingur, þá hafði hann fengið þær konur sem hann vildi til við sig. Hin hæverska framkoma Miriu, fegurð henn- ar, fullkomið vaxtarlag og léleg frönskukunnátta, já, jafnvel mótstaða hennar, gerði hann ákafari. Og svo, þegar hún sat frammi fyrir honum, í þægilegum hæg- indastól í einkaherbergi í höll- inni, þá var það hann sem varð að hafa stjórn á sér. Hann féll á kné fyrir framan hana og kyssti hendur hennar. Svo rauk hann upp og kyssti hana með svo mikilli ástríðu að hún reif sig lausa og ætlaði að rjúka á dyr. Hann greip hana og neyddi hana til að setjast aftur í stól- inn. Hann fullvissaði hana um ást sína, en hún grét. Þá sá hann að hann var orsök hræðslu hennar og hann fann til með- aumkunar. Hann fór þá að tala við hana um hennar elskaða Pólland og um áform sín til að hjálpa landi hennar. Hann spurði hana um Walewski greifa. Hversvegna hún hefði gefizt svona gömlum manni? Það var líklega lánið þeirra að Duroc truflaði þau. „Nú þegar?“ spurði Napoleon. Svo sneri hann sér að Mariu. „Jæja, væna mín farðu nú heim og hvíldu þig. Vertu ekki hrædd við örn- inn... Þú átt eftir að elska hann.“ Og Maria sneri heim til eig- inmanns sins, án þess að heiður hennar væri skertur, en það var aðeins í þetta eina sinn. Næsta morgun fékk hún dem- anta, blóm og keisaralegt bæna- bréf: Maria, hugur minn er allur hjá yður. Mín eina þrá er að fá að sjá yður sem fyrst. Þér œtl- ið að heimsœkja mig aftur, er það ekki? Þér gáfuð mér loforð yðar og ef þér haldið það^ekki, kemur öminn fljúgandi til yð- ar. Við munum hittast við mið- degisverðinn, vinur minn segir mér það. Ég vona að þér viljið taka við gjöf minni: Von mín er að hún myndi leynihlekk á spray net krystal- tært hárlakk GÆÐI - GOTT VERÐ Kristján Jóhannesson heitdverzlun Laugarnesveg 114. s. 32399 40 VIKAN 47. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.