Vikan


Vikan - 25.11.1971, Page 35

Vikan - 25.11.1971, Page 35
PROTTINN FORÐl... Framhald af bls.9. um. Sé annar þeirra uppskafn- ingslegur, þá er það Filippus. Sarah Frances Crocker-Poole er hins vegar gott dæmi um manneskju, sem ekki kemur uppskafningslega fyrir og veit alltaf upp á hár hvernig á að koma fram. Nú er hún gift Ka- rím Aga Kan og heitir Sa- líma. Hún veit allt, sem kona þarf að vita þegar hún er gift ríkum manni. HÚN SVAF í SPILAVÍTINU Ég man eftir henni frá Biar- ritz. Þá var hún gift Philip nokkrum Martyn, ungum, blóð- ríkum Englendingi, sem var óskaplega afbrýðisamur. Nótt eina sá ég hana sitja sofandi í stól í spilavítinu. Martyn þorði ekki að sleppa henni úr aug- sýn meðan hann spilaði rúl- ettu. Þetta var stormasamt hjónaband. Margsinnis sá ég Söru koma í sundlaugina með dökk gleraugu, til að dylja glóðarauga. Svo að vikið sé að klæða- burði kvenna, þá minnist ég símtals sem ég eitt sinn átti við Sophiu Loren. — Góðan dag, sagði ég. — Er ekki leiðinlegt að hafa ver- ið útnefnd eins verst klædda kona veraldar? HREYFÐU ÞIG, SOPHIA! Hún svaraði af furðumikilli stillingu: — Það er einhver bandarískur tízkublaðamaður sem heldur þessu fram. Mér er alveg sama. Raunar er það svo núorðið að konur eru hættar að klæðast, þær skreyta sig. Ég vil föt sem mér líður vel í. Og sé maður vaxinn eins og ég á maður ekki að sitja eins og klessa í stól allan daginn. Ég svaraði: — Elskan mín góða, klæddu þig, skreyttu þig, gerðu hvað sem þú vilt, bara þú hættir ekki að hreyfa þig. Hreyfðu þig sem allra mest og umfram allt! Þá lagði Sophia á. Sem annað ævintýri í lífi mínu get ég nefnt hjónaband okkar Soröju. Til allrar guðslukku var það hjónaband bara í þykjustunni, það er að segja í kvikmynd. Það var nógu slæmt samt. Þótt svo að ég léki löglegan eigin- mann þessarar fyrrverandi keisaradrottningar varð ég að vera í hæfilegri fjarlægð frá henni allan tímann, einkum þó þegar ástarsenurnar voru tekn- ar! SORAJA ER EKKI FYRIR MINN SMEKK Umboðsmaður Soröju gaf mér eftirfarandi viðvörun: — Þér megið alls ekki snerta prin- sessuna. Ekki með minnsta fingri! — Hvers vegna? var mér spurn. — Er hún líkþrá? En Soraja var bara feimin og hafði því gert að skilyrði að enginn fengi að kyssa hana eða snerta hana. Svo mátti ég standa í tíu metra fjarlægð frá henni og æpa að ég elskaði hana og hún hrópaði fullum hálsi að hún elskaði mig líka. Ég hefði getað dáið úr hlátri. Álíka hlægilegt fannst mér að sjá í blaði nokkru að til stæði að við Soraja giftum okkur í alvöru. Hún var alls ekki fyrir minn smekk. Það sama gildir um Yolöndu Addolori, konu Anthonys Quinns. Dag einn kom ég í heimsókn til þeirra, þegar An- thony var ekki heima. Svo kom hann heim. Og varð al- veg frá sér af afbrýðisemi. Ég bar af mér sakir með ein- mitt þessari röksemd: að Yo- landa væri alls ekki fyrir minn smekk. En þá trylltist Anthony fyrst fyrir alvöru og öskraði: — Hvernig geturðu sagt svona nokkuð? En eiginlega er ég ekkert hissa á svona náungum. Það sama gildir um Charlie Chapl- in. Ég bjó einu sinni hjá hon- um í tvo daga til að hafa við hann blaðaviðtal. CHAPLIN ÞYKIR VÆNT UM KYR Oona starði sem dáleidd á varir hans, er hann sagði ein- hverja söguna í þrjúhundruð- asta skiptið að minnsta kosti. Og á hverjum degi dansar Charlie fyrir fjölskylduna og skemmtir henni með hryllileg- um fettum og brettum. Charlie sýndi mér trjágarð- inn sinn, sem er stórkostlegur, og heimili sitt, þar sem allt flýtur í lúxus. — Sjáðu þetta allt, sagði hann. — Og hvern- ig getur fólk svo kallað mig kommúnista? Ég hafði þetta allt með í blaðagreininni um hann. Chapl- in varð óður. Hann hótaði að stefna mér, kvað mér hafa ver- ið boðið sem einstaklingi en ekki blaðamanni. Mér þætti gaman að vita hvað Chaplin eiginlega er. Safn kannski? Það sérkennilega við heimili hans er að öll málverk, sem hann á, eru af kúm. Ég spurði um ástæðuna. — Jú, sagði hann, mér þykir svo vænt um kýr. Þær eru miklu kven- legri en konur. Já, það er eins gott að venja sig af að verða hissa. ARI OG TYRKINN Fyrir nokkrum árum bjó Ari Ónassis oft á Hotel de Paris í Mónakó og var þá hinn alþýð- legasti. Þetta gaf manni nokkr- um, sem við getum kallað C, snjalla hugmynd. Herra C er Tyrki, lítill vexti og forljótur. Eitt sinn síðdegis gekk herra C til Ónassisar og sagði: — Kæri herra Ónassis, þér þekk- ið mig ekki. Ég heiti C. Getið þér gert mér smágreiða? Eitt orð frá yður nægði til að ger- breyta lífi mínu. Ónassis reyndi að losna frá honum og tautaði: — Varðandi þetta sem og önnur viðskipti eftir skrifstofutíma skuluð þér snúa yður til ritara míns, sem heitir Herakles Papadómintos. — Kæri herra Ónassis, sagði C. — Þér skiljið mig ekki. Ég þarfnast ekki peninga, bara eins orðs. Ónassis trúði ekki eigin eyr- um. — Hvað? Ekki peninga? Eitt orð? Hvaða orð? Herra C sagði: — Bráðum verð ég seztur við borð hjá þremur vinum mínum. Þegar þér gangið framhjá borðinu bið ég yður doka við og segja: — Hei, Jack — ég heiti sem sé Jack — hvernig hefurðu það, Jack? Annað fer ég ekki fram á. Svo roðnaði Jack og bætti við: — Ég er svolítið snobbaður, sjáið þér. Ég vona að þér gerið mér þennan greiða. Þrátt fyrir öll sín firna- auðæfi er Ari enginn sérstak- ur óþokki. Og snobbi á hann ¥gl% BRISTOL Mesta pípuúrval landsins. HundruS gerða í öllum verðflokkum. Mikið úrval af varamunn- stykkjum í flestar pípur. LlTIÐ INN TIL OKKAR BRISTOL BANKASTRÆTI 6 47. TBL. VIKAN 35

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.