Vikan


Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 56

Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 56
Auðvitað alltaf <é^> Agfa Iso-Pak- myndavélin er tilvalin fyrir byrjendur. Verð aðeins kr. 1056.00 Agfa Iso-Pak C, er tyrir kasettu-filmu og flashkubb, sem snýzt sjálfur við hverja myndatöku. Verð aðeins kr. 1644.00 Aga Iso-Pak Ci, er fyrir kasettu-filmu og flashkubb, en þar að auki sýnir hún rautt Ijós ef næg birtuskilyrði eru ekki fyrir hendi. Verð aðeins kr. 2242.00 Agfa-Gevaert Hún leit vel út. í spegl- inum mætti hún Ijómandi augum sínum og sá að hárið fór vel, það var glansandi og svo ljóst að það var næstum hvítt. Henni var ljóst að hún var engin fegurðardís, en hún var samt ánægð. Hún ákvaö að fara í nýja morgunsloppinn, sem frú Hann- ah hafði gefið henni í jólagjöf, en hún var ekki farin að nota. Þetta var kornblár, nýtízkuleg- ur sloppur og hún var mjög hrifin af honum. Liturinn fór henni líka vel, en það var eitt- hvað öðruvísi en það átti að vera. Hún tók eftir því í speglinum að hún var alltof alvörugefin, það var áhyggjuhrukka milli augnanna. Hún reyndi að brosa og tókst að losna við hrukk- una. Svo reyndi hún að halda þess- um svip, eins og þetta væri einhver verðmætur hlutur, þeg- ar hún gekk niður stigann. Kollok, sem hallaði sér mak- indalega aftur á bak í rúmi læknisins, virtist ánægður með allt, útlit hennar, sloppinn og kaffið, og hann dró ekki úr gullhömrunum. Heidi sat við fótagaflinn á rúminu og hún rifjaði upp fyr- ir sér samtal þeirra um kvöld- ið. Hann var mjög hress að sjá. Hárið var stuttklippt en dálítið úfið. Hann var mjög sléttur í framan, alls ekkert þrútinn, eins og flestir eru eftir svefn- inn. Augun voru skær og blá. Hún var fegin að hún hafði gert sér ómak að líta sem bezt út, því að hún sá að hann var ánægður yfir úliti hennar. Nú þurfti hún ekki að hafa neitt fyrir því að halda brosinu, það kom af sjálfu sér. Hún naut þess að sjá hann drekka kaffið . . . í stórum græðgislegum gúlsopum. — Svafstu vel í rúmi lækn- isins? spurði hún glaðlega. Og allt í einu mundi hún að hann hafði sagt henni að hann hefði stundað læknisfræði í þrjú ár, áður en hann skipti um og fór í lagadeildina. — Eins vel og vel þekktur geðsjúkdómalæknir, sagði hann stríðnislega. — Ertu leiður yfir því að hafa hætt við læknisfræðina? spurði hún. — Þú hefðir gjarn- an viljað verða læknir, er það ekki? — Hvað ertu að segja? Hvers vegna ætti ég að sjá eftir því? Hve oft hefur þú ekki sagt að þú gætir aldrei hugsað þér að giftast lækni? Hún hló og hamingjubylgja leið um hana. — Nei, að sjálfsögðu ér ég ekki leiður yfir því að ég varð ekki læknir, hélt hann áfram og varð hugsandi. — Það hlýt- ur að vera hræðilegt lífsstarf. — Ég er sammála. — Og erfitt. — Hræðilega erfitt. — Leiðinlegt. — Drepandi leiðinlegt, ætli ég . . . — Drepandi? endurtók hann hægt. — Já, það getur verið að þú hafir á réttu að standa . . . Eftir stutta þögn brosti hann. Hún fann að þau skildu hvort annað. Það var þægileg tilfinn- ing. — Ég held að þú hafir á réttu að standa, það hlýtur að vera drepandi að vera læknir, sagði hann lágt. — Og ekki ein- göngu drepandi, það getur líka verið hættulegt. Hann brosti stríðnislega. — Hættulegt? Hvernig? — Hugsaðu þér nú, elsku- lega alpablóm, hugsaðu þér hvernig það er að vera alltaf innanum sjúkdóma og sjúkt fólk, deyjandi manneskjur. Dauðinn er alltaf nálægt lækn- unum, alltaf á næstu grösum. Það getur orðið erfitt. Hann var þögull um stund. Andrúmsloftið var ekki eins skemmtilegt, það var eitthvað breytt. Hún sá að hann var eitt- hvað þungbúinn. Hana langaði til að spyrja hann hvort hann hefði einhverja reynslu hvað dauðann snerti, þann dauða, sem hann hafði verið að minn- ast á. En hún gat ekki fengið sig til þess. — Ég held að við búum öll í návist dauðans, sagði hún. — Einhvern tíma þurfum við að standa andspænis honum. — Já, en aðeins einu sinni, 56 VIKAN 47. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.