Vikan


Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 7

Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 7
Konu sinni hefur Híróhító verið svo trúr að með eindæmum þykir af Japa a að vera. Þau eru ennþá ástfanqin eins og nýtrúlofað par. samning 1901, endurnýjuðu hann 1911 og nú stóð til að hann yrði endurnýjaður aftur. En nú voru Bandaríkjamenn farnir að hafa áhyggjur af fyr- irgangi Japana við Kyrrahaf og vildu láta þá fara lægra. Þeir sögðu sem svo við Breta: þið verðið að velja á milli Jap- ana og okkar. Stjórnin í Tókíó vonaðist til að heimsókn krón- prinsins yrði til að hafa ein- hver áhrif á málin þeim í hag. Híróhító hitti Lloyd George að máli, en var langtum of lítill skörungur til að geta haft nokk- NýafstaSin heimsókn Híróhítós Japanskeisara til Vesturlanda hefur vakiS mikla athygli, ekki síst sökum þess, aS þetta er í fyrsta sinn í sextán - sumir segja tuttugu og sex - alda sögu keisaraættarinnar aS höfuS hennar fer út fyrir landsteinana. En svo er aS sjá aS þetta merkilega ferSlag hefSi samt sem áSur mátt dragast aSeins lengur... í hallargarðinum heima hjá sér, ásamt Nagakó drottningu, krón- prinsessu, dóttur og tengdadóttur. ur áhrif á gang mála. Bretar neituðu að endurnýja samning- inn, og á flotaráðstefnu í Was- hington varð Japan að sam- þykkja að floti þeirra mætti ekki stækka uppfyrir visst hlutfall, miðað við flota Breta og Bandaríkjamanna. Afleið- ingar þessa á alþjóðavettvangi urðu víðtækar. Híróhító skemmti sér ágæt- lega í Englandi, þótt hann kæmi þar engu til leiðar fyrir land sitt. Honum varð mikil opin- berun að kynnast siðum og háttum Vesturlanda, sem komu honum að sjálfsögðu á margan hátt mjög nýstárlega fyrir sjón- ir. Hann kynntist auðvitað þá- verandi konungi Breta, Georgi fimmta, og hans fjölskyldu, en fremur tregt gekk með sam- ræður, þar eð Híróhító kunni lítið í ensku og ensku öðling- arnir alls ekkert i japönsku. Hann horfði á æfingu brezka sjóhersins út af Spithead, heim- sótti Eton og Englandsbanka, horfði á Pavlóvu dansa í Svan- inum deyjandi. Frá Bretlandi lá leiðin til Hollands, Belgíu, Frakklands og Ítalíu. í síðast- nefnda landinu heimsótti hann Benedikt páfa fimmtánda, skoð- áði Róm og Pompei. Eftir sex mánaða fjarveru sigldi flota- deild hans aftur af stað til Jap- ans. Við heimkomuna var hon- um auðvitað fagnað sem slík- um höfðingja og goðveru bar, en margir japanskir föðurlands- vinir vildu alls ekki trúa þeim ósköpum, að niðji sólgyðjunn- ar hefði i eigin persónu farið vestur í lönd á slóðir svívirði- legra barbara. Samkvæmt goð- sögninni hafði slíkt ekki skeð í nærri tuttugu og sex aldir. Það gat því ekki verið annað en ríkiserfinginn hefði sent tvífara i sinn stað! Afi keisarans, Meiji, var snillingur. Faðirinn, Taisjó keisari, var geðveikur. Hann hafði annan einvald, sem naum- ast var heldur í fullu andlegu jafnvægi, Vilhjálm annan Þýzkalandskeisara, fyrir sína fyrirmynd, og ræktaði meira að segja á sér yfirskegg snúið út á kinnar líkt og hann. Kom þar að framámenn í ríkinu sáu þann kost vænstan að gera endi á stjórnartíð hans, og þremur mánuðum eftir heim- komuna frá Evrópu, í nóvem- ber 1921, var Híróhító lýstur ríkisstjóri. 1923 gengu þau ríkiserfing- inn og Nagakó í hjónaband. Sama ár varð Japan hroða- lega úti af völdum náttúruham- fara. Jarðskjálfti felldi heilar borgir til grunna, og síðan kviknaði í rústunum. Mest varð tjónið i Tókíó og ná- grenni. Nærri hundrað og sex- tíu þúsund manns fórust. Þremur árum síðar, eða 1926, dó Taisjó keisari, og var Híró- hító þá hafinn í hásætið. En Framháld á bls. 49. 47. TBL. VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.