Vikan


Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 11

Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 11
lægð, bratta klettana, hvíta sandinn og stallana upp að hæðinni. Þá sá hún einhverja mannveru bera við himinn. Þetta var kona í síðum kjól með sjal á herðunum, sem blakti í golunni. Hún stóð með krosslagða arma, vafin í sjalið og virtist stara niður í víkina. Þetta var Jessie. Hve lengi hafði hún staðið þarna? Helen hafði á tilfinningunni að Jessie hefði staðið þarna meðan hún klæddi sig úr fötunum og henni fannst það óþægilegt. Hún hélt áfram út að Munka- klettinum, klifraði upp á sillu, til að baka sig í sólinni. Svart- klædda veran var horfin en Helen sá Mávakofann og mann- eskju sem gekk upp stíginn að kofanum. Það var Penelope, hún þekkti það á buxnadragt- inni. Helen sá að hún fór gegn- um hliðið og gekk upp að úti- dyrunum. Svo hvarf hún bak við tré í garðinum. Hvað gat hún verið að gera? Hún hafði einmitt forðazt að ganga nálægt kofanum um morguninn. Hvers- vegna fór hún þangað nú? En hún hafði engan áhuga á að skyggnast í málefni annarra, svo hún ákvað að synda í land aftur. Hún hafði heyrt steinvölur renna niður klettinn svo hún vissi að hún var ekki ein, það hlaut einhver að vera þarna, líklega að veiða. Þegar hún ætlaði að stinga sér, heyrði hún rödd: — Þér syndið eins og fiskur. Það var John Harvard og hann klifraði niður til hennar. Hann var þó ekki með veiði- stöng, heldur sjónauka. — Hvað eruð þér að gera hér? hrökk út úr Helen. — Það sama sem þér eruð að gera, ég er að sóla mig. Hann horfði í sjónaukann. Hún horfði í sömu átt og kom þá auga á Penelope, sem var á leið til hallarinnar aftur. En það var ekki gott að segja hvort John hefði komið auga á hana, því að hann beindi sjónaukanum í aðra átt, þegar hún leit á hann. — Er nokkuð að sjá héðan? Ég hélt að þér þekktuð þetta allt út og inn, sagði hún. — Það er ekki hægt að kom- ast til allxa staða hér, eins og til dæmis strandiengjunar þarna. Hann rétti henni sjón- aukann. — Sjáið þér kiettinn þarna, það getur verið að þetta sé gömul gröf. Sjáið þér hvern- ig hann er mótaður, eins og þak. — En hvernig hefur þá verið hægt að komast þangað? — Það hefur ekki verið neinum erfiðleikum bundið. í fornöld var ekkert vatn þarna, þetta hefur aðeins verið stór grassiéta. Sjórinn var aðeins við íriand. Þessar eyjar voru allar samvaxnar og klettarnir voru fjaiistindar. Fornaldar- menn bjuggu í hellum og veiddu mammut og bisondýr sér til matar. Á Jersey hafa fundizt ieyfar af þeim, tennur og málverk á hellisveggjum. Þeir hafa verið nokkuð góðir listamenn. HeLen varð fuli áhuga. — Eru einhverjar slíkar minjar hér? — Ekki svo gamiar. Ef svo væri þá er þær helzt að finna á stöðum sem þessum. En það er ekki hægt að komast að þessum stöðum, nema með hjáip og það kostar líka töluvert fé. — Hefir Charles Godfrey ekki nægilega mikinn áhuga á því til að vilja leggja í það peninga? — Nei, svo langt teygir hann sig ekki... Hann þagnaði skyndilega, eins og hann iðrað- ist eftir að hafa talað um þetta. Ég er með bátinn hér, langar yður til að skreppa kringum eyna? Nokkru síðar voru þau kom- in af stað í litla vélbátnum. Helen teygði úr sér, naut þess að finna fyrir hlýrri golhnni og hita sólarinnar. Þetta var í fyrsta sinn sem hún fann ein- hvern frið, síðan hún kom til eyjarinnar, eins og viðkvæm hönd hefði strokið um hjarta hennar. En það stóð aðeins andartak. Þau voru rétt komin fyrir eyj- aroddann, þegar hún sá geysi- lega sprungu í bergið, gapandi og, eins og holsár. Hún þurfti ekki að spyrja um heiti staðar- ins. Hún horfði, skelfingu lost- in inn í kolsvarta gjótuna og svo heyrði hún sjálfa sig spyrja: — Getum við ekki lent hérna, rétt komið við? Það er lágsjáv- að nú. Miglangar til að sjá þessa gjótu. — Hversvegna? Þetta er hrollvekjandi staður. Þér vitið hvað skeði þar? — Já, en mig langar til að sjá staðinn. Grá augu hans virtu hana vandlega fyrir sér. — Ég hafði það á tilfinningunni að yður hefði orðið mikið um fráfall Alans. Hún sneri sér að honum — Ég átti von á að hann sækti mig, ég hafði talað við hann í síma þetta sama kvöld Er það þá svo skrítið að mér hafi orðið mikið um fréttirnar. Hún vissi ekki hversvegna hún sagði honum ekki allt af létta, hún hafði á tilfinningunni að hún þyrfti að vera á verði gagnvart honum Hann drap á vélinni og bátinn dreif að landi. Nokkrum mín- útum síðar voru þau búin að draga hann upp á sandinn í fjörunni milli tveggja kletta. Hún horfði eftir klettóttri strandlengjunni inn £ op gjót- unnar. Hún vissi að John Har- vard hafði nánar gætur á henni og það var eingöngu þessvegna sem hún setti í sig kjark og lét hann ekki sjá að hún var að gugna og sá eftir að hafa beðið um að fara þetta. Hann gekk á undan henni með vasaljós og lýsti upp eftir ójöfnum veggjum gjótunnar, sem voru alsettir hvössum stein- nibbum og djúpum holum, sem brimið hafði sorfið í þúsundir ára. Þetta var eins og að yfir- gefa allt öryggi og hverfa inn í iður jarðar. Þetta var bæði ó- notalegt. og draugalegt, en það var of seint að snúa við. Skyndilega slökkti hann á vasaljósinu. Það varð bleksvart myrkur og Helen rak ósjálfrátt upp óp. En hann tók í handlegg hennar til að róa hana og sagði: — Hérna er það. Horfið upp! Holt bergmálið hljómaði frá einum vegg til annars. Hún leit upp og sá þá gatið, hátt fyrir ofan þau, þar sem birtan kom í gegn. Þegar augu hennar höfðu vanizt myrkrinu, leit þetta út eins og reykháfur. Þarna frá kom sírenuvælið og þarna hafði Alan hrapað niður. Hún hörfaði aftur á bak. Þeg- ar John greip í hana, sagði hann: — Ég varaði yður við. Ég sagði yður að þetta væri óhugn- anlegur staður. Voruð þér að hugsa um Alan? Hann bætti við, eins og hann væri að tala við sjálfan sig: — Það er ljóst að þér hefðuð aldrei farið þetta, nema yður hafi þótt vænt um hann. Hún svaraði ekki, gat ekki komið upp nokkru orði. Við miðdegisverðarborðið þennan sama dag sagði Charles: — Hvað segið þér svo? Finnst yður staðurinn ekki svo merki- legur að hann gæti gefið yður hugmyndir um snjaila blaða- grein? — Jú, það finnst mér sannar- lega. Ég ætla að skrifa til blaðsins. — Ég skal svo sýna þér stein- ana á roánudaginn, sagði Char- Framhald á hls. 37. 47. TBL. VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.