Vikan


Vikan - 25.11.1971, Qupperneq 9

Vikan - 25.11.1971, Qupperneq 9
Drottinn foröi, mér frá riku kvenfólki Þær hafa hvorki hjarta né sál, eru leiðinlegar og tröllheimskar. Þetta fullyrSir að minnsta kosti José Luis de Villalonga, frændi Fabíólu Belgadrottningar, sem gefið hefur út safn af hneykslissögum um fína fólkið í heiminum, konunga og auðkýfinga, fræga listamenn ogfleiri. Frakklandi, varð Rubirosa þeg- ar í stað að hringja í hann og biðja hann að koma tafarlaust til Lundúna flugleiðis. Vidal kom, auðvitað. Þá fékk Rubirosa stórkost- lega hugmynd. Og það kemur sér betur að fá svoleiðis hug- myndir sem oftast, þegar mað- ur er kvaentur ríkri konu. — Elskan, sagði hann. — Þetta smáóhapp má ekki endurtaka sig. Við skulum panta heilan helling af gervitönnum hjá herra Vidal! Rubirosa lét ekki sitja við orðin tóm. Vidal bjó til fjöru- tíu og tvö sett af gervitönnum. Það kostaði nú ekki nema niu milljónir. En hvers vegna ná- kvæmlega fjörutíu og tvö sett? Jú, Rubirosa leit á kortið og þóttist sjá að í öllum heimin- um væru aðeins til fjörutíu og tveir staðir, sem kona hans gæti hugsað sér að borða á. Hver þessara staða fékk sent sitt tannsett. Af einhverri dularfullri ástæðu hefur Barbara Hutton ekki stigið fæti á nokkurn þess- ara staða, síðan téð óhapp skeði. Þótt svo að Rubirosa léti sér svona annt um konu sína, varð hjónaband þeirra fljótlega hörmungin einber. — Sann- leikurinn er sá, sagði Rubirosa við mig í trúnaði, — að Bar- bara sefur alla daga. Og þó er hún of þreytt til að fara á fæt- ur á kvöldin. Já, hamingjan forði mér frá ríku kvenfólki. Þær hafa hvorki hjarta né sál, eru leiðinlegar og ofboðslega heimskar. Trúið mér, að kvænast ríkri konu, jafnvel þótt hún sé ekkert áhrifamikil manneskja, er jafn- slæmt fyrir andlega og líkam- lega heilsu manns. Tony Arm- strong Jones var allt annar maður áður en hann gekk að eiga Margrétu Englandsprin- sessu. Ég kynntist honum í París, þegar hann vann hjá tímaritinu Paris-Match. „MIDDLESEX LÁVARÐUR“ Þá var hann óvenjulega geðslegur og greinilega vel gæddur listgáfu. En leiðindin byrjuðu, þegar Margrét kom inn í líf hans. Kalt stríð hófst undireins milli Tonys og Fil- ippusar prins, og það stendur yfir enn. Þegar að því kom að Elísabet drottning þurfti að klína einhverjum titli á Tony, svo að hann yrði í höll hæfur, sagði Filippus illkvittnislega: — Kallaðu hann bara Middles- ex lávarð! En Filippus hefur óskaplega gaman af að dylgja um að Tony sé veimiltítulegur og að varla megi grannt sjá, hvort hann sé karl eða kona. Þegar Tony heyrði þetta, varð honum að orði: — Aum- ingja Filippus, hann er orðinn svona erfiður af því að vera kvæntur konu, sem er miklu ríkari en hann. Filippus er þýzk-grískur og ekki Englendingur nema í þykj- ustunni. Það verkar sem tilgerð er hann drekkur te klukkan fimm. Mér finnst Filippus ekki að- laðandi. Köld augu hans virð- ast segja: — Gleymdu ekki Hver Ég Er! Tony er aftur á móti skemmtilega fyndinn og gerir hiklaust grín að sjálfum sér og ógöfugum uppruna sin- Framhald á bls. 35. Chaplin dansar fyrir fjöl skyldu sína og safnar málverkum af kúm. Ari Ónassis er verst klæddi maSur í heimi, lítur alltaf út eins og óumbúið rúm.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.