Vikan


Vikan - 25.11.1971, Page 39

Vikan - 25.11.1971, Page 39
krossinn, sneri hann sér við og gekk svolítið afsíðis og óvildin, sem hún hafði fundið fyrir, hvarf. Með þessu sýndi hann að hann gat verið mannlegur. En nú kom þessi óvild aftur, því að hún varð undrandi yfir því hversvegna hann laug að henni. Hann vissi örugglega hvað galdramerkið þýddi. Hún sá það á svip hans. En hvers- vegna vildi hann ekki viður- kenna það sem hann vissi? Hversvegna var hann að ljúga? Framhald. í nœsta blaöi. HJALP Framháld. af bls. 15. hversu mikil áhrif hefur til- hugsunin um kjarnorkusprengj- una á þá kynslóð sem faeddist fyrir tveimur áratugum síðan og síðar? Verknaðurinn voðalegi er framinn í eiginlegum hálfkær- ingi og án þess að gerendur gerðu sér grein fyrir því sem var í rauninni að ske. Þeir esp- ast upp, þegar fórnarlamb þeirra sýnir ekkert viðnám og ekkert lífsmark en hversu mik- ið viðnám og lífsmark sá flug- maðurinn í kílómetra hæð yfir Hiroshima? Edward Bond deil- ir, eins og fyrr segir, illilega á sinnuleysi fólks og ekki sízt sinnu- og tillitsleysi okkar gagnvart öðrum. Þetta kemur vel fram i einu siðasta atriði leiksins þegar Len, ein aðal- persónan, er að tala við gamla manninn, „húsbóndann" á heimilinu. LEN: „Hvernig var það?“ HARRY: „Stríðið?“ (Stutt bið). „Man bezt kyrrðina og friðinn. Öðru hvoru sprakk allt í loft upp. So var það búið. Allt hljótt aftur. Dauðakyrrð. Maður fær ekki þá kyrrð framar." LEN: „Ekki hérna.“ HARRY: „Hvergi“. LEN: „Drapstu nokkurn?“ HARRY: „Það hlýt ég að hafa gert. Maður sá aldrei þessa djöfla nema fanga og þá dauðu. Jú, einu sinni. Ég var staddur í herbergi. Einhver blók kom í dyrnar. Var að villast, býst ég við. Ég skaut ’ann. Hann hlúnk- aðist niður. Eins og frakki af snaga, segi ég alltaf. Sagð’ ekki orð.“ (Þögn.) „Þú hefur aldrei fengið að drepa mann. Misstir af því. Það gerir mann víðsýnni. Ég var einn af þeim lánsömu." „Hjálp“ fjallar um þetta. Fólk er lifandi en samt dautt. Fólk sem flýtur með straumn- um og gerir ekki minnstu til- raun til að sneiða hjá flúðum og klettasnösum. Hversu langt er þangað til við missum þann síðasta snefil af siðgæðisvitund sem við höfum? Bond bendir á Len og segir hann í eðli sínu góðan mann. Uppeldi og um- hverfi hafi í rauninni engu þar um breytt. En hann sé ekki gjörsamlega óspilltur, tvískinn- ungur hans I atburðarásinni og sjúklegur áhugi hans á barninu eftir á séu til vitnis um það. Þannig móti þjóðfélagið ein- staklinginn, hvað sem tautar og raular. Leikarar í „Hjálp“ eru alls 10 en leikstjóri er Pétur IJinars- son og er þetta fyrsta meiri- háttar leikstjórnarverkefni hans hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en áður hefur hann stjórnað þar barnaóperunni „Rabbi". Eins hefur hann stjórnað leikritum í sjónvarpi og hjá Litla leikfé- laginu í Tjarnarbæ. Leikarar eru þessir: Kjartan Ragnarsson (Len), Hrönn Stein- grímsdóttir (Pam), Guðmund- ur Magnússon (Fred), Sigríður Hagalín (Mary), Guðmundur Pálsson (Harry), Harald G. Haraldsson (Pete), Sigurður Karlsson (Barry),Jón Þórisson (Colin), Borgar Garðarsson (Mike) og Hrafnhildur Guð- mundsdóttir (Liz). Leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson. ó.vald. MEST DAÐU KONUR Framháld af bls. 16. föðurlandsvinir og þar á meðal eiginmaður hennar, fengu hana til að taka boðinu. Það mátti ekki á nokkurn hátt styggja bjargvætt þjóðarinnar. Hún kom til dansleiksins í fylgd með bónda sínum. Hún var í útsaumaðri, hvítri skikkju yfir silkikjólnum. Hún bar enga skartgripi og var mjög fölleit. Napoleon horfði með græðgi á hverja hennar hreyfingu. Svo sendi hann henni þau skilaboð að hann óskaði eftir að dansa við hana. Hún sendi svar um hæl: „Ég kann ekki að dansa“. Viti sínu fjær af reiði, ruddi Napoleon sér braut gegnum gestaþvöguna, þangað til hann staðnæmdist fyrir framan hana og sagði reiðilega: „Hvítt hæfir ekki hvítu, madame.“ Hún svaraði ekki og hann gekk nær. „Hversvegna viljið þér ekki dansa við mig? Ég hafði búizt við öðrum og betri móttökum." Ljóma smjörlíki í allan baksturl m LJOMA VÍTAMÍN SMJÖRLÍKI LJÓMA VÍTAMÍN SMJÖRLÍKI GERIR ALLAN MAT GÓÐAN OG GÓÐAN MAT BETRI SDsmjörlíki hf. 47. TBL. VIKAN 39

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.