Vikan


Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 38

Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 38
Fáanleg í teak, palisander og eik. - Sófarnir fást í öllum lengdum. Úrval áklæSa, mjög ódýr og vönduð. TRÉTÆKNI Súðarvogi 28, 3. hæð - sími 85770. Þessi glæsilegu hornsófasett fást hjá Trétækni. Ég hefi aldrei getað komizt í samband við þetta fjárans verkfæri! Og það lítur út fyrir að ritarar séu ekki fáanlegir eins og er. Bréf sem þurfti að svara höfðu hrúgazt upp og eftir tvo klukkutima sagði Charles: — Þetta verður að duga í dag, ég get lokið því sem eftir er á morgun! — Ég skal hjálpa þér líka á morgun ef þú vilt. — Ég skammast mín fyrir að nota mér af því. — En ég geri það með glöðu geði, sagði Helen ákveðin. — Þú ert elskuleg, sagði Charles hlýlega. — Ég vildi óska... hann lauk ekki við setninguna, en Helen hafði það á tilfinningunni að hún hefði eignazt vin. Það var greinilega mikil eft- irspurn eftir Janusgraníti, hugs- aði hún, nokkrum dögum síðar, þegar hún var á heimleið eftir að hafa hjálpað Charles á skrif- stofunni. Meðal annarra bréfa hafði hún sent tilboð til Zurich um efni í stórbyggingu. Það gladdi hana að Charles gekk vel með fyrirtæki sitt, því að hann hafði litla heimilisánægju, Penelope var erfið í sambúð. Hún var duttlungafull, elsku- leg aðra stundina, en geðvond og þrætugjörn hina. Það hlaut að vera hræðileg reynsla að búa með slíkri manneskju. Hún virti fyrir sér gróðurinn á leiðinni heim, tók ekki eftir Jessie fyrr en hún var komin alveg til hennar. Hún brosti og heilsaði henni, en Jessie lét sem hún sæi það ekki og vék ekki til hliðar svo hún gæti komizt framhjá. Það var Helen, sem varð að ganga út fyrir mjóan gangstíginn. Henni fannst sem hvasst augnaráð kerlingarinnar brenndi sig í bakið, svo hún leit ósjálfrátt við. Það var rétt, Jessie hafði líka snúið sér við og gerði nokkuð sem Helen hryllti við og sagði henni nokkuð um leið. Það var ekki til einskis að hún var sérfræðingur Örlag- anna í dularfullum fyrirbær- um. Hún þekkti allskonar merki og tákn, sem annað fólk hafði ekki hugmynd um og athæfi Jessie gerði henni órótt. Hún hafði séð þetta tákn á mynd og alltaf fundizt það skrítið. En nú fannst henni það óhugnanlegt! Jessie stóð með útréttan arm og benti á hana með vinstri hönd kreppta og þumalfingur milli vísifingurs og löngutang- ar. Þetta var galdramerki, eldra en allt sem gamalt var. Helen ætlaði að flýta sér áfram, en nam skyndilega stað- ar, þegar hún heyrði hásan hlátur. Hún leit því aftur við og sá að önnur persóna var komin til kerlingarinnar. Það var Rocky! Þetta var í fyrsta sinn á æv- inni sem Helen hafði Q.rðið svona greinilega vör við ill- vilja, svo hún var reglulega miður sín. Hún hafði ekki gert þessum manneskjum neitt, hvað gátu þau haft á móti henni. Lík- lega var þeim illa við blaða- menn, sem snuðruðu allsstaðar. Hún kom auga á John Har- vard, sem var að sýsla við eitt- hvað, sem var hálfpartin hulið af runnum og mold. Hún gekk til hans, því hún var í þörf fyr- ir að tala við einhvern venju- legan mann. — Hvað er þetta? Einhverj- ar fornleifar? spurði hún og benti á oþ, sem hlaðið hafði verið fvrir. Það leit út eins og gryfjuop. — Nei, þetta er inngangur í námu, sem hætt er að vinna úr. Hún er þarna á bak við timbur- þilið. — Hversvegna er hún svona vandlega falin? Hann yppti öxlum. — Ég veit það ekki. Godfrey hefir kannski fundist það misprýði á heiðinni. Ég varð svolítið forvitinn, en svo er ég hættur að sinna þessu. Ég er ekki kominn hingað til að rannsaka gamlar námur. Hún beið meðan hann raðaði spýtunum aftur fyrir opið og svo gengu þau saman yfir heið- ina. — Hafið þér nokkurn tíma séð þetta merki, sagði hún og gerði sama merki og Jessie var nýbúin að gera. Hann starði undrandi á hana. — Nei, hvað er þetta? — Ég mætti Jessie og hún benti svona á mig. — Jessie er mjög skrítin, þér hafið eflaust tekið eftir því. — Já. En þetta var andstyggi- legt. Vitið þér hvað þetta á að merkja? Hann yppti öxlum. — Hefi ekki hugmynd um það. Svo hélt hann hiklaust áfram göng- unni. Hún fylgdi eftir og var bæði ergileg og vonsvikin. Henni fannst hann líka mjög undarlegur. Svo innilokaður og kuldaiegur, hún skildi hann ekki. Hún óskaði þess eins að kom- ast inn í herbergið sitt og loka að sér, en hann hélt áfram ferð- inni og virtist alls ekki skilja það hugarástand sem þetta hafði orsakað. Síðar hugs- aði hún að það hefði líklega verið jafngott, því að annars hefði hún kannski þurft að láta sem hún hefði áhuga á starfi hans og tala um fornleifar sem hann sýndi henni á ströndinni, sem var svo einkennileg. Harð- ur og sléttur sandurinn og und- arlega mótaðir klettar, sem báru við sjóinn og kyrrðin var næstum ótrúleg. — Þessi hluti strandarinnar var uppáhaldsstaður Alans, hafði hann sagt. Og það var á grænu sléttunni fyrir ofan ströndina, sem hún hafði fundið minnismerkið um Alan. Það var einfaldur kross með nafninu hans. Hún hafði verið að rölta um, þegar hún sá krossinn, sem reistur var á þeim stað sem Alan hafði ör- ugglega oft staðið á og horft út á sjóinn, sem hann hafði svo mikið dálæti á. Þá hafði John skilið að hann ætti að lofa henni að vera einni. Þegar hann sá hana standa við 38 VIKAN 47. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.