Vikan


Vikan - 25.11.1971, Qupperneq 58

Vikan - 25.11.1971, Qupperneq 58
það er að segja hvað snertir okkur flest, sagði hann snögg- lega. Hann var þungbúinn og al- varlegur og hún fann að hann var ekki einn af þeim, sem mættu dauðanum aðeins einu sinni á ævinni. Hann hafði kynnzt honum persónulega. Hún fann til mikillar með- aumkunar. — Það eru til sjúkdómar sem þú getur smitazt af, já, af blá- ókunnugu fólki . . . Það er hræðilegt, finnst þér það ekki? Hefurðu nokkurn tíma hugsað um það? — Aldrei. — Hvað segirðu? hann horfði í augu hennar. — Getur það verið? Og faðir þinn er lækn- ir. Hugsaðirðu aldrei um alla þá sjúkdóma, sem hann hefði getað borið heim til ykkar frá sjúklingum sínum? — Aldrei, endurtók hún og brosti. Henni fannst það dálít- ið broslegt hve skuggalegur hann var. — Það er furðulegt . . . Hann hristi höfuðið. — En hvað geta sjúklingarn- ir gert lækninum? spurði hún. — Þetta eru ósköp venjulegar manneskjur, sem þarfnast hans. Eða þá að þeir halda sig þarfn- ast hans og það er sama eðlis. Þess vegna reyna flestir að sýna sína beztu hlið, þegar þeir koma til læknis. Og hvað smiti viðkemur, þá hittir maður alls staðar fólk, sem getur haft smit- andi sjúkdóma. Það er ekki hægt að verja sig gegn því, nema þá að loka sig inni í dauðhreinsuðu herbergi. Ég held að læknisstarfið sé ekki svo hættulegt, sem þú vilt vera láta, — það er yfirleitt hættu- legt að lifa. Um leið og maður fer út í veröldina, fer maður að eiga ýmislegt „á hættu“. Ég hef einhvers staðar lesið að líf- ið bjóði upp á stöðuga lífs- hættu. Ertu ekki sammála? Kollok leit á hana, án þess að svara. Hún hélt áfram og var nú orðin áköf. — Ég held að það eina sem við getum gert, er að taka því sem að höndum ber, það er sama hvaða lífsstarf við höf- um. Við eigum einhvern tíma að deyja og ekkert getur kom- ið í veg fyrir það. Ekkert . . . Við verðum að bera okkur vel, bera höfuðið hátt. Það er það skynsamlegasta. — En heldur þú að fólk geti valið hvernig það er, ég á við hvort það er sterkt eða veikt, sjúkt eða heilbrigt? spurði ínœstu Viðtal við Sigurbjörn Einarsson, biskup Jólasaga eít'u’ Guðnaund Gislason Hagalin Ný islenzk frásögn eftir Svein Sæmundsson TÍU ISLENDINGAR SEG.TA ÁLIT SITT Á JESÚ- BYLTING- UNNI Jólablað hann og það var ekki laust við að hún heyrði óþolinmæði í rödd hans, eða ergelsi yfir því að hún vildi gera hlutina ein- falda. — Viltu halda því fram að hér sé aðeins um það að tala að velja rétt? Rétt val? — Já, raunar held ég það, það er að segja í stórum drátt- um, sagði hún með áherzlu. — Ég held að í flestum tilfellum geti maður ráðið, geti valið um veikleika og styrkleika, sjúk- dóma og heilbrigði. Fólk getur ákveðið hvað það vill verða. Ákvörðunin er á mannanna valdi, en þeir vita það ekki. Þeir sjá það ekki, vegna þess að þeir eru of blindir — þeir eiga sjálfir sök á þessari blindu. — Og hvað er hægt að gera til að ráða bót á þessu? spurði Kollok lágt. — Hvernig er hægt að koma í veg fyrir þessa blindu? — Með því að læra að sjá! Það lá við að hún hrópaði í ákafa sínum. — Og hver á svo að standa fyrir kennslunni? — Þeir sem hafa góða sjón — Og heldur þú að þú getir það? Hefur þú góða sjón? Hann horfði á hana og augna- ráð hans var einkennilegt, það var eins og hann kenndi í brjósti um hana. Hún sá það og fékk sting í hjartað og varð allt í einu miður sín. — Ég reikna ekki með að ég sé alltaf sjáandi, sagði hún hægt. — Ég er nokkuð ung ennþá og það er erfitt að skilja lífsgátuna. Ég veit að ég verð að lifa og afla mér reynslu og þekkingar . . . en ég veit líka að margt er undir mér sjálfri komið, að ég á líka valfrelsi, eins og aðrir. — Elskulega alpablóm, sagði Kollok blíðlega, — þú verður að muna eitt: Það eru ekki all- ar, -—• langt frá því allar mann- eskjur búnar til úr granít eins og svissnesku fjöllin þín. Marg- ar manneskjur eru búnar til úr deigu efni, efni, sem eiginlega er óhæft til alls. Eins og sand- ur. Eða vatn. Fólk, sem búið er til úr sandi eða vatni, getur ekki staðið á eigin fótum. Það fylgir aðins sraumnum . . . Skilurðu hvað ég á við? Hann var nú alvarlgur á svip. Hann talaði lágt og innilega, eins og hún væri lítil stúlka og hann væri að kenna henni að fara yfir umferðargötu. Framhald í næsta blaði. 58 VIKAN 47. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.