Vikan


Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 14

Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 14
SIÐGÆÐIÐ NAKIÐ f máli og myndum frá sýningu Leikfélags Reykjavíkur á leikritinu „Hjálp“ (Saved) eftir brezka leikritahöfundinn Edward Bond. Fá leikrit hafa vakið meiri athygli hin síðari ár en „Hjdlp" eftir brezka leikritahöfundinn Edward Bond. Þegar það var fyrst fruinsýnt í Royal Court í London hófust þegar miklar deilur um það og lyktaði þeim þannig að leikritið var bannað. Þó var haldið áfram að sýna það eitthvað — en óopinberlega — og nokkrum árum siðar var það frumsýnt á nýjan leik og hefur síðan verið sýnt um allan heim. Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi „Hjálp“ hinn 2. október sl. og hefur það vakið mikið umtal hér á landi sem annars staðar. Vitaskuld eru menn ekki á einu máli um ágæti verksins, sumir telja það ruddafengið og innihaldslaust, en aðrir eru al- gjörlega á öndverðri skoðun. Edward Bond hefur sjálfur sagt, að hann liti á þennan sjónleik sinn sem mjög móralskt verk og bjartsýnt. „Næstum fífla- lega bjartsýnt,“ segir hann. „Leikritið endar í þögulli þjóð- félagsstöðnun, en haldi áhorf- andinn að þetta sé svartsýni, þá er það vegna þess að hann hef- ur ekki lært að grípa í hálm- stráin. Að grípa í hálmstrá er það eina raunsæja sem hægt er að gera. Hinn möguleikinn — að undanskildri taumlausri sjálfmeðaumkvun svartsýninn- ar — er heimskuleg bjartsýni, grunvölluð á yfirborðskennd- um tiifinningum og athugunum. Að bjóða hina kinnina er oft neitun á staðreyndum en slíkt er ekki í Len’s tilfelli. Hann býr með fólki undir ömurleg- ustu og vonlausustu kringum- stæðum sem hugsast geta en yf- irgefur það ekki...“ „Ég er orðin dauðleiS að hafa þig hangandi yfir mér alla daga ... VIII fólkið þiM ekki heldur hafa þíg?" „Hjálp“ (Saved) fjallar um líf fólks í suðurhluta London. Deilir Bond mjög harkalega á andlega örbirgð fólksins og skefur af því allt sem heitið gæti siðgæðisvitund. Það atriði sem einna mestum deilum hef- ur valdið, er hroðalegur verkn- aður sem íraminn er í 6. atriði leiksins en hér látum við nægja að lýsa þeim verknaði sem „of- beldi“. (Þess má geta hér, að Barnaverndarnefnd Reykjavík- ur hefur bannað leikritið ung- lingum innan 16 ára aldurs). Það var aðallega þetta atriði sem olli því að leikritið var bannað í London um árið, en þá tók upp hanzkann fyrir Bond ekki ómerkari maður en sjálfur Sir Laurence Olivier. í bréfi sem hann skrifaði í blaðið Ob- server, segir Sir Laurence með- al annars: „f leikriti sínu, þar sem samtölin eru gerð af frá- bærlega næmu eyra og formið er fyrsta flokks, hefur Edward Bond valið ofbeldisverknaðin- um stað í fyrri hluta verksins, líkt og er í Macbeth, Júlíusi Sesar og fleiri leikjum. Þvi miður hefur hinn óskaplegi hryllingur þessa atriðis (sem þó er ekki voðalegri en margar viðurkenndar staðreyndir sem ensk járnbrautarsalerni geta „FlýMu þér . . . ég get ekki beSiS i allt kvöld . . ."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.