Vikan


Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 23

Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 23
Gylfi Kristinsson, efnilegasti söngvari okkar í langan tíma. sé rétt, allavega er mjög erf- itt að segja til um að þessi sé betri en hinn, en það fer ekk- ert á milli mála að Þórður er mjög góður og fingrafimur með afbrigðum, enda hefur hann ekkert á bak við sig til að fylla upp í, eins og til dæmis orgel, píanó eða annan gítarleikara. Allt sem frá honum kemur virðist svo eðlilegt, að maður getur alls ekki ímyndað sér það gert á annan hátt. Gylfi Kristinsson er tvímæla- laust einn bezti og athyglis- verðasti poppsöngvari sem við höfum eignazt frá upphafi vega og það vekur hina mestu furðu að svo djúp og mikil rödd skuli koma úr svona mjóum kroppi. Hitt er annað mál að kroppur- inn er langur og þar er senni- lega skýringin á dýptinni! En Gylfi er feiminn og telst það til tíðinda ef hann snýr sér að áheyrendum. Ásgeir Óskarsson er trommu- leikari og að auki með sérsmíð- að sett, íslenzka framleiðslu. Hann vakti fyrst á sér athygli fyrir nokkrum árum þegar hann var í hljómsveit sem köll- uð var ,,Scream“ og þótti hann þá með afbrigðum efnilegur. Eini gallinn væri sá, að hann væri svo villtur og ómótaður. Síðan hefur hann þroskazt mik- ið sem hljóðfæraleikari og þótt örlítið örli á „því villta" í hon- um ennþá, minnkar það dag frá degi og hann er óðum að finna sjálfan sig, ef svo má að orði komast, og með menn eins og félaga hans í Rifsberja í Ásgeir Óskarsson og „heima smíðaða" trommusettið. kringum sig, þarf hann ekki að óttast neitt. Einhvern tíma í fyrravetur hitti ég Tómas Tómasson, nú bassaleikara Rifsberja, og spurði hann hvers vegna þeir Þórður, Ásgeir og hann leiddu ekki saman hesta sína. Sagði hann þá, að þeim hefði svo sem dottið það í hug, en ýmissa hluta vegna hefðu þeir ákveðið að bíða eitthvað með það. „Jú, það er alveg rétt, að það er langt síðan hugmyndinni skaut upp,“ sagði Þórður um daginn þegar við töluðum við hann, „en við vildum til dæmis vera vissir um að okkur lynti og þar fram eftir götunum. Nú hefur komið í ljós að svo er, en eins og ég sagði áðan, þá stend- ur ekkert annað til hjá okkur en að verða góðir.“ Og þeir eru góðir og eiga eft- ir að verða betri miðað við að allt gangi eins og það á að ganga. Saman skapa þeir ákaf- lega heyrilega heild og er það ekki sízt Tómasi að þakka. Hann er bassaleikari á Paul McCartney-línunni; gerir akkú- rat það sem hann á að gera á ákaflega smekklegan hátt, rembist ekki við það sem hon- um er ofviða, er vel fyllandi og slær aldrei óþarfa nótu. Frá mínum sjónarhóli horfir málið sem sé þannig við, að spyrji einhver hverjir séu bezt- ir í dag, þá hafa fjögur nöfn bætzt í hópinn: Ásgeir, Gylfi, Tómas og Þórður: RIFSBERJA. HANNES JÓN HANNESSON Þrjú lög — mono Ljúfan Nýtt hljómplötufyrirtæki hefur hafið starfsemi sína og á tæplega eftir að vera til mikið lengur. Fyrirtæki þetta er beint framhald af útvarpsþætt- inum „Útvarp Matthildur“ sem aðstandendur fyrirtækisins, Hrafn Gunnlaugsson og Þórar- inn Eldjárn, alias Þórður Breið- fjörð, voru með sl. sumar. Hannes Jón Hannesson ætti að vera óþarfi að kynna nán- ar, hann hefur skemmt íslend- ingum með hljóðfæraslætti og söng í mörg ár, fyrst með ýms- um bítlahljómsveitum og síðan í „Fiðrildi" en upp á síðkastið hefur hann verið einn og er ástæða til að vona að svo verði áfram, því hann er frábær. Um þessa plötu má annars segja það, að hún er óskabarn þjóðarinnar. Loksins komst ís- lenzkur húmor á íslenzka hljómplötu og er ekki að efa, að sú kynslóð sem nú er að spretta úr grasi, kemur til með að minnast þessara laga með tár í augum, eftir svo sem 40 —50 ár. Lögin þrjú eru öll góð en þó ber náttúrlega af lag Everts Taube, sem við íslenzkan texta „Gunnlaugs Sveinssonar" heit- ir Tileinkun. Þá er á B-hlið lag Sarstedt's, „Take off your clothes“ og hefur „Þórður Breiðfjörð“ þýtt það á fremur einfaldan hátt: Fækkaðu föt- um. Hann á einnig heiðurinn af næsta lagi, Það (harðbann- að), en það er sama lagið og Ævintýri voru með á fyrri tveggja laga plötu sinni, undir nafninu „Ævintýri". í frétta- tilkynningu sem fylgdi plöt- unni sagði m. a. eitthvað á þá leið að textarnir væru „sak- lausir orðaleikir" og látum við það nægja til að afgreiða ljóða- gerðina. Gæði plötunnar liggja fyrst og fremst í húmornum. Að öðru leyti er eins og Hannes hafi verið kallaður upp í útvarp einn morgun, beðinn að syngja hvert lag um sig einu sinni og verið síðan sendur heim. Spól- an send til Noregs (þar sem ekki er gott að láta pressa plöt- ur) og hún gefin út í fjölrituðu umslagi með mynd eftir Pi- casso (og reyndar er þetta sannleikurinn í málinu!). Að- eins að einu leyti mistókst þetta ævintýri Þórðar Breiðfjörð: Útvarpið bannaði ekki þetta afkvæmi sitt. ☆ TILVERA Tvö lög -— stereo Fálkinn Tveggja laga stereo-plata Til- veru sem út kom fyrir nokkru var tæpu ári á eftir áætlun og sennilega er það ástæðan fyrir því að mér fannst hún ekki eins spennandi og ætla hefði mátt, miðað við gæði laganna. Ekki alls fyrir löngu fletti ég blöðum frá því í vor, um páska ef ég man rétt, og þar mátti sjá þá fullyrðingu hafða eftir háttsettum fulltrúa Fálkans að platan væri væntanleg „innan tíðar“. Jæja, tíð og tími leið og Framhald á bls. 53. 47. TBL. VIKAN 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.