Vikan


Vikan - 25.11.1971, Síða 53

Vikan - 25.11.1971, Síða 53
HUNDURINN SEM KUNNI AÐ TALA Framhald af hls. 13. ins, en þangað var komin önn- En það kom í ljós að Fan- chette var flutt. Hún hafði ekki borgað húsaleiguna, eins og hún var vön, sagði dyravörð- urinn. Þá fór hann til veitingahúss- ur stúlka í staðinn fyrir Fan- chette. Vonsvikinn og örvæntingar- fullur fór Leon aftur heim til sín. Nú var honum ljóst, hve vænt honum þótti um hana og hugsunarleysi hennar. Kvöld eftir kvöld byrjaði hann á Boulevard Cilchy og leitaði að henni í öllu Montmartre-hverf- inu. Loksins kom hann auga á hana kvöld nokkurt. Það var tekið að rökkva. Hún kom hlaupandi eftir gangstéttinni og leit hvorki til hægri né vinstri. Hún var með lítinn kökukassa í hendinni. Kvöld- matur hennar. var venjulega kökur. Rétt á eftir labbaði Moco. Hann var með stærri munn- körfu en Leon hafði nokkurn tíma séð á svona litlum hundi. Það sagði sína sögu. Fanchette vildi bersýnilega ekki, að Mo- co kæmi upp um hana öðru sinni. Leon flýtti sér á eftir henni og greip í handlegg hennar. „Leon,“ kallaði hún. „Ó!“ Svo byrjaði hún að gráta. „Svona, svona, hættu að gráta,“ sagði Leon og klappaði henni á handlegginn. „Ertu upptekin í kvöld? Ekki? Það er gott. Þá förum við heim og tökum munnkörfuna af Moco. É'g ætla að tala við hann. Ég ætla að segja honum, að ég kæri mig ekkert um að vita neitt, sem hefur gerzt í fortíð- inni. Skilur þú það? En héðan í frá verðurðu að vera aðgæt- in, Fanchette.“ „Já, Leon.“ „Hentu svo þessum kökum. Við förum út að fá okkur mat.“ „Já, Leon.“ Litli kökukassinn hvarf í göturæsið. „Þú ert svo góður við mig, Leon.“ „Finnst þér það,“ sagði Le- ou o« þrýsti handlegg hennar að sér. A eftir þeim rölti Moco með stóru munnkörfuna -— hundur- inn, sem kunni að tala. ☆ HLJOMPLÖTU- GAGNRYNI Framhald af bls. 23. það var kominn október þegar platan loks kom á markaðinn. Það var allt önnur Tilvera sem lék inn á þessa plötu en sú sem til er núna, og er því á vissan hátt slæmt fyrir hljóm- sveitina að plata þessi skuli vera að koma, þar sem hún gefur á engan hátt mynd af hljómsveitinni eins og hún er í dag —- aldrei betri. Bæði lög- in eru eftir Axel Einarsson, gítarleikara hljómsveitarinnar, og eru bæði góð — sérlega þó „Lífið“ — eins og við mátti bú- ast af þeim hæfileikamanni. Lögin eru mjög frábrugðin hvort öðru og er það ekki sízt fyrir söng Axels, sem í „Líf- ið“ sýnir á sér nýja og mun skemmtilegri hlið. „Hell Road“ er ágætis beat-lag en það ber þess greinileg merki að það er nærri tveggja ára gamalt. Stærsti gallinn við það er söng- urinn; af textanum skildi ég varla orð (og hef þó státað mig af því að vera skítsæmi- legur enskumaður) en eftir að hafa hlustað á það 38 sinnum komst ég að raun um að það er ádeila á stríð og minnir mig á einhvern hátt á „A Day in the Life“ Lennons. Sándið er dálítið grautarlegt, sennilega of mikið af öllu, en þó kemur fyrir skemmtilegur kassagítar og bassaleikur Jóhanns Krist- inssonar — sem nú er því mið- ur hættur — er 1. flokks eins og áður. Rafmagnsgítarsándið er aftur á móti ekki eins gott fyrir minn smekk og orgelið hefði mátt njóta sín betur. „Lífið“ er eðlilegar hugrenn- ingar um gang lífsins, settar fram á natúralískan og blátt áfram hátt. Söngur Axels er mun betri í þessu lagi og reynd- ar það bezta sem hann hefur sent frá sér í gegnum talgapið. Pétur Pétursson er góður píanó- leikari, það er auðheyrilegt í þessu lagi, en ég er ekki frá því að stálgítar baunans úr „Savage Rose“ hefði mátt vera sterkari. Þetta lag er mun bet- ur pródúsérað en hitt og veg- ur — með bjartsýni sinni: „Við skulum samt elska lífið ..." — uoo á móti svartsýni „Hell Road“. Þetta er þokkalegasta olata sem hefði verið miklu betri fyrir ári síðan. Umslagið er nákvæmlega eins og það sem var utan um „Kalla sæta“, nema appelsínugult. D'ira 0. BaUina r NÝ L f AFI H R [ NÝ , BRAGi ÆRIVI AFBRA' ÐS 1 GÐS 1 L: r/EKNI A # Stiglaus, elektrónisk htaðastilling # Sama afl á öllum hröðum # Si’álfvirkur tímarofr # Tvöfatí- hringdrif # öflugur 400 W. mótor # Yfirálags- öryggi # Hulin rafmagnssnúra: dregst inn í vél- ina # Stálskál # Beinar tengingar allra tækja. HAND-hrærivél Fæst með standi og skál. öflug vél með fjölda tækja. STÓR-hrærívél 650 W. Fyrir mötu- neyti, skip og stór heimili. Ballerup VANDAÐAR OG FJÖLHÆFAR HRÆRIVÉLAR Hræra • Þeyta • Hnoða • Hakka • Móta • Sneiða Rífa • Skilja • Vinda • Pressa • Blanda • Mala Skræla • Bora • Bóna • Bursta • Skerpa • SlMI 2 44 20 ♦ SVÐVRGATA ÍO ♦ SNYRTISTOAN ÍRIS Fótsnyrting, handsnyrting, augnabrúnalitun. Pantið jólasnyrtinguna í tíma. Guðrún Þorvaldsdóttir Bogahlíð 17 — sími 38319 47. TBL. VIKAN 53

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.