Vikan


Vikan - 25.11.1971, Qupperneq 13

Vikan - 25.11.1971, Qupperneq 13
sakleysislegum spurnaraugum. Leon hélt áfram að lesa upp úr bókinni. „Farðu út og taktu á móti Sebastian! Farðu út og taktu á móti Viktor . . Um leið og hann nefndi nafn- ið Viktor, gerðist það sem Leon hafði óttazt. Moco þaut yfir gólfið stórhrifinn og kastaði sér á hurðina. Svo kom hann aftur og horfði glettnislega á Leon. En Leon leit ekki til hans, heldur fól andlitið í hönd- um sér. Hann leit aftur upp. Hann var kominn með ákafan hjart- slátt. En hann varð að reyna aftur til þess að vera alveg viss í sinni sök. „Heyrðu, Moco. Farðu og taktu á móti Alfred! Farðu og taktu á móti Bertie! Farðu og taktu á móti Paul!“ En Moco hreyfði sig ekki. Loks herti Leon upp hugann, dró andann djúpt og sagði öðru sinni: „Farðu og taktu á móti Vik- tor!“ Og það fór aftur á sömu lund. Moco hljóp að hurðinni og gelti kátur, en sneri síðan aftur við hnugginn og lagði niður rófuna. Viktor hlaut að vera maður, sem Moco þekkti meira en lítið. Andartaki síðar kom Fan- chette þjótandi inn í stofuna, glöð, rjóð og móð. En gleðin stóð ekki lengi. „Hver er Viktor?“ spurði Leon. „V . . . Vi . . Hvað áttu við?“ .,Ó,“ hrópaði Leon og strauk sér örvæntingarfullur um ennið. „Það er þá satt.“ „Einhver hefur fyllt þig af lygasögum," sagði Fanchette. „Viktor er . . .“ „Það hefur enginn logið að mér,“ sagði Leon kuldalega. „Hins vegar eigið þér mjög ein- kennilegan hund, ungfrú, mjög athyglisverðan hund.“ „Ó, þéraðu mig ekki og kall- aðu mig ekki ungfrú, Leon. Hlustaðu heldur á mig. Ég þekki varla viktor. Ef það er dyravörðurinn, sem hefur sagt þér . . .“ „Það er ekki dyravörðurinn. Það er hundurinn þinn. Litli, tryggi hundurinn þinn. Eg vor- kenni honum að þurfa að búa hjá svikulli konu. Láttu mig fá hatt minn og staf. Nei, þú get- ur sparað þér allar útskýring- ar. Ég hlusta ekki á þær.“ Eftir að hafa hreytt út úr sér nokkrum kveðjuorðum, fór Leon, og vesalings Fanchette fól andlitið í höndum sér og grét, eins og hjarta hennar ætl- aði að springa. Næstu vikurnar sökkti Leon sér í algleymi biturleikans og örvæntingarinnar og naut þess að vera píslarvottur. En svo fór hann að verða ein- mana. Hann sagði við sjálfan sig, að í rauninni væri ekkert út á ástleitni Fanchette að setja. Hafði hún ekki líka daðrað við hann? Kunningsskapur þeirra hafði hafizt með því, að hann hafði brosað til hennar á göt- unni. Svo hafði hann keypt •handa henni blóm, og þau höfðu þekkzt lengi, áður en hann vissi, hvar hún ætti heima. Var hún kannski ekki góð og dugleg stúlka, sem reyndi að gera sitt bezta í líf- inu? Ef hann vildi trúlofast henni, þurfti hann ekki annað en kaupa handa henni hring. Henni mundi þykja vænt um j^fnvel lítilfjörlegan hring. Allt í lagi. Hann ætlaði að lita inn til hennar. Hann ætl- aði að vera dálítið hlédrægur fyrst, en láta samt í það skína, að hann væri reiðubúinn til að fyrirgefa henni. Framhald á bls. 53. að fa/a SAGA FRA PARÍS EFTIR HENRY DUVERNOIS Um þetta leyti gekk fremur vel hjá Fanchette. Hún gekk um beina í snotru veitingahúsi. Hún átti þrjá snotra kjóla, snotran, lítinn hund - og snotran vin... 47. TBl. V1KAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.