Vikan


Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 16

Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 16
MEST DAÐU KONUR SÖGUNNAR Maria Yíalv a'sh'a Maria Walewska var aðeins fimmtán ára, þegar hún var látin gift- ast hinum aldraða Walewski greifa, hann var sextíu og átta ára, — einfaldlega til að bjarga fjölskyldu hennar frá örbyrgð. Maria sætti sig við hlutskipti sitt, en eftir nokkur ár breyttist líf hennar - hún hitti Napoleon Bonaparte. I fyrstu tóku stjórnmálin í taum- ana. Ef hún yrði ástmey franska keisarans ætlaði hann að bjarga Póllandi undan óvinum þess. En hún varð fljótlega ástfangin af hon- um og fylgdi honum í stríði og friði. En það var enginn dans á rósum að elska Napoleon ... Orrustan við Trafalgar varð mörgum örlagarík. Emma Hamilton missti elskhuga sinn. Nelson lávarð, en verra var það fyrir Napoleon Bonaparte, hann missti flota sinn og þar með veldi sitt á hafinu. En Napoleon átti eftir að njóta mikilla sigra. Hann sneri sér að meginland- .jnu, sigraði Austurríkismenn og Prússa — og Mariu Walewsku. Það var talað um hjúskapar- brot Mariu eins og hvert annað hneyksli á þessum timum. En mannorð hennar var samt ekki i mikilli hættu. Aðrar konur notuðu venjulega elskhuga sína í eigin hag, en hið hneykslan- lega framferði Mariu var nokk- ur með öðru móti, það hafði á sér blæ fórnfýsi og rómantíkur. Hún átti aðeins þennan eina elskhuga og hún gaf sig honum á vald með það eitt í huga að bjarga föðurlandi sínu, hún gerði það ekki í eiginhagsmuna- skyni. í fyrstu var það aðeins föðurlandsástin og stjómmálin, sem réðu gerðum hennar, ástin kom síðar. Maria Laczinska fæddist í Póllandi árið 1789. Hún var af tignu fólki komin, en mjög fá- tæku. Móðir hennar var ekkja og ól börn sín upp á ættaróðal- inu, sem var að falli komið. Börnin voru sex, einn bróðir og fimm systur. Þegar Maria var fimmtán ára hitti hún Ana- stasio Colonna Walewski greifa, sem hafði misst tvær konur og var sextíu og átta ára. Wal- ewski greifi var mjög auðugur maður og bjó í glæsilegri höll í Walewice, rétt hjá Varsjá. Þegar hann fór að stíga í væng- inn við Mariu, varð móðir henn- ar himinlifandi, en að vonum var Maria ekki eins hrifin. Móð- ur Mariu var ljóst að þarna var um tvennt að velja fyrir hana; annars vegar var örbyrgðin og á hinn bóginn var ríkur maður, þótt hann væri svo gamall að yngsta barnabarnið hans var tíu árum eldra en Maria, og hún bað dóttur sína að líta skyn- samlega á þetta. Svo varð það árið 1805, þegar Maria var sex- tán ára, að hún giftist greifan- um. Skuldir fjölskyldunnar voru greiddar, ættaróðalið end- urbyggt og bróðir hennar send- ur til náms í París. Sjálf fór Maria í brúðkaups- ferð til Ítalíu með greifanum, sem hún sagði að væri mjög „vingjarnlegur og hjartahlýr". Síðan komu þau heim til hall- arinnar, þar sem hún gegndi tvöföldu hlutverki, hún var bæði eiginkona greifans og einkaritari hans — og fæddi honum son. Hún gegndi móður- hlutverkinu af mikilli sam- vizkusemi og tók líka þátt í .bar- áttunni um frelsi Póllands, sem þá þegar hafði tólf sinnum ver- ið lagt undir Rússland, Ausutr- ríki og Prússland. að var ískaldan dag í desem- ber árið 1806 að Napoleon Bonaparte kom til Póllands, á herferð sinni gegn Rússum og Austurríkismönnum. Þá var hann hækkandi stjarna og Pól- verjar litu á hann sem bjarg- vætt og það gerði Maria Wal- ewská líka. Þegar hann ók í vagni inn í borgina Bronia, sem er rétt hjá Varsjá, var hún ein af þeim sem stóð við vegbrún- ina til að hylla hann. Napoleon leit yfir mannfjöldann, sem heilsaði honum með gleðilátum — og hann kom auga á Mariu. Þá var hún sautján ára og eftir því sem Frédéric Masson segir: „ljóshærð, með stór, blá augu, sem ljómuðu af sakleysi og blíðu, og hörund ferskt eins og dökkvot terós“. Napoleon tók ofan og fékk henni blómvönd, en vagn hans var fullur af þeim. Og svo hélt hann áfram á leið sinni móti óvinunum. Þegar hann hafði rekið Rúss- ana út úr Pultusk — þeir kom- ust undan vegna óveðurs, — þá sneri hann aftur til Varsjá, þar sem hann ætlaði að bíða vors- ins. Her hans bjó um sig til vetursetu á hægri bakka Vis- tulu. Hann hafði nú nógan tíma til að hugsa og hann minntist ungu stúlkunnar frá vegbrún- inni í Bronia. Svo fór hann að grennslast fyrir. „Talleyrand fann hana fyrir mig“, sagði hann síðar. Gegnum Joseph Poniatowski prins, sem var for- maður bráðabirgðastjórnarinn- ar var Mariu boðið að taka þátt í dansleik, sem Napoleon ætlaði að halda í höllinni Blancha. Einhver fyrirboði kom henni til að afþakka boðið. En pólskir FramhalcL á bls. 39. 16 VIKAN 47. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.