Vikan


Vikan - 25.11.1971, Page 18

Vikan - 25.11.1971, Page 18
„ÞaS geti farið svo aS ég yrSi sendur úr landi fyrir slaeman leikl" z O m Q Oí 3 o „ÞAÐ GETUR HANGIÐ SAMAN Á LYGINNI" Spjallað við Jón Þórisson, leikmyndateiknara hjá Leikfélagi Reykjavíkur og sjónvarpinu. Þegar Jón Þórisson, sem venjulega er kallaður Jón Minus, leikmynda- teiknari hjá Leikfélagi Reykjavíkur, varð fyrst á vegi mínum, var kalt úti við. Norðanstrekkingur næddi um borgina, og þar sem pínu- pilsatízkan var í hámarki þeg- ar þetta var, voru flest kven- mannslæri rauð og blá af kulda. Svo var einnig með and- litið á Jóni Þórissyni. Hann var klæddur í stuttan loðjakka, sem hann hneppir aldrei að sér, leð- urstígvél upp að hnjám og úf- ið hárið, sem er feykilega mik- ið, stóð í allar áttir. Einhver kunningi minn, sem þá var með mér, benti á manninn og sagði að þar færi áðurnefndur Jón Mínus. Síðan höfum við kynnzt eitt- hvað smávægilega en samt hef ég hingað til verið litlu nær um manninn og þar sem margir fleiri hafa forvitnazt um hann, var sú ákvörðun tekin að birta hrafl úr samtali sem við áttum ekki alls fyrir löngu. „Ég er ekki borinn og barn- fæddur Reykvíkingur," sagði Jón. „Ég er fæddur á Siglu- firði, en alinn (eða ekki alinn) upp á víð og dreif um landið: í Vestmannaeyjum, Grímsey, á Sauðárkróki, Norðfirði, Kópa- vogi, Reyðarfirði og í Reykja- vík, samtals í 23 ár. Pabbi þeyttist um allar landsins byggðir og óbyggðir til að fylgja síldinni eftir, og við, systkinin 7 og móðir vor, fylgdum honum að sjálfsögðu eftir, — þar til hópurinn tók að tvístrast. Annars er hann bakari og stundar það starf núna. Hitt er annað mál, að hann er ekki hættur að flytja, og mamma á til að segja, og hefur eftir einhverri kvik- myndastjörnu, að mig minnir, að hann hafi alltaf búið í ferða- tösku, bara misjafnlega stórri. En síðan við komum hingað suður erum við allavega búin að. flytja 4 sinnum — og síðan eru 0 ár. Fyrsta sumarið sem við vor- um hér á höfuðborgarsvæðinu — þá var ég 16 ára gamall — gerði ég víðreist um Suðurland með vinnuflokki frá Rafmagns- veitunni. Með í þeim flokki var meðal annars Þorsteinn nokk- ur Jónsson og vorum við að hugsa um að fara saman utan til að leggja stund á nám í kvikmyndagerð. Hann fór og er þar enn og hefur gert eitthvað af filmum (hefur m. a. unnið fyrir sjónvarpið hér i fríum), en ég sat heima og framhaldið veiztu. Annars var anzi gaman hjá okkur í Rafmagnsveitunni og meðal annars ákváðum við að gera kvikmynd um fótaþvott í Tryggvaskála á Selfossi. Við bjuggum þar á meðan á verk- efninu stóð og þar sem við vor- um alltaf á kafi í mold og óhreinindum, vorum við nauð- beygðir til að taka okkur fóta- bað á hverju kvöldi. Það var heilmikið mál: Þetta var gamla kerfið með emeleraða vaska- fatinu og könnunum; fyrst út- vegaði maður vatn, bæði heitt og kalt, og síðan gekk á með stöðugum hellingum á milli hinna ýmsu íláta í góða stund, áður en maður gat hafið sjálfa athöfnina. Við vorum alveg búnir að sjá þessa kvikmynd fyrir okkur og vorum náttúr- lega verulega hrifnir." „Og . . .? “ „Ekkert meir. Við gerðum hana ekki. Bæði kom að því að við yfirgáfum Tryggvaskála og fótaþvottamiðstöðina og eins lentum við í miklum lýsingar- vandræðum og reyndar var það 18 VIKAN 47. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.