Vikan


Vikan - 25.11.1971, Side 24

Vikan - 25.11.1971, Side 24
Og skyndUega mundi hann eftir að hún var alltaf brosandi á morgnana, — í London. Hún vaknaði alltaf brosandi. Stund- um varð hann hálfergilegur yf- ir því, vegna þess að hann átti það til að vera morgunsúr. Andlit hennar var sviplaust. Hún drakk teið þegjandi og það var auðséð á henni að hugs- anirnar voru víðsfjarri. Hann setti frá sér tebollann á náttborðið, sneri sér að henni, vafði hana örmum. — Farðu varlega, ég er með heitt te í bollanum, sagði hún snöggt. — Settu bollann frá þér. — En ég er ekki búin að drekka. Hann andvarpaði og hallaði sér aftur á koddann. Hún drakk teið, setti svo bollann frá sér og stökk út úr rúminu. — Hvað ætlarðu nú að gera? — Eftir andartak skaltu sjá það. Rödd hennar var viðutan og fjarræn. Hún fór inn í baðher- bergið, kom svo út aftur með greiðu og hárbursta í höndun- um. Hún settist við snyrtiborð- ið og fór að bursta hár sitt með miklum ákafa. Læknirinn vissi að venja hennar var að bursta hundrað strokur á morgnana. Loksins stóð hún upp og gekk aftur inn í bað- herbergið. Hann heyrði að hún fór að bursta tennurnar. Þegar hún var búin að skola hálsinn vel, kallaði hann: — Er það eitthvað fleira sem þú þarft að bursta? Hún kom út úr baðherberg- inu, svolítið sakbitin á svip. — Eigum við að borða morg- unverðinn niðri? spurði hann. — Það er glaða sólskin í dag. Við gætum beðið um að fá morgunverðinn út á svalirnar. — Nei, við skulum bara borða hann hér. Það er svo notalegt að borða á herberg- inu, sagði hún og gaut augun- um laumulega í áttina til sím- ans. Hann sá að hún vildi ekki fara frá símanum og hann vor- kenndi henni. Þau fengu svo matinn upp á herbergið. Hún hafði enga mat- arlyst og potaði lauslega í mat- inn. Hann tók hraustlega til matar síns, þótt hann hefði reyndar ekki lyst. Eftir matinn hallaði hann sér aftur á bak í stólnum og reyndi að láta líta svo út að hann væri rólegur og ánægður. — Og hvað eigum við svo að gera í dag, kona góð? Eigum við ekki að fara út á Lido og borða þar hádegisverð? — Lido? endurtók hún lágt, eins og það væri heimsendir. — Langar þig raunverulega til þess? — Mig langar til að gera eitthvað til að gleðja þig, sagði hann og gerði sér far um að vera glaðlegur. — Hvað langar þig til að gera, ef Lido freistar þín ekki? — Ó . . . Hún dró seiminn. — Ég veit það eiginlega ekki — Elskan mín, við erum í Feneyjum! Er þér það ljóst? Við erum í Feneyjum í því fríi, sem þú hefur beðið eftir í tíu ár. — Já, það er rétt, sagði hún með hljómlausri rödd. — Hvað er að þér? sagði hann og var nú kominn að því að örvænta. — Ætlarðu að eyðileggja fríið okkar vegna þess eins að síminn heima hjá okkur er bilaður? — Auðvitað ekki. —• Þú veizt að það er alltaf eitthvað að símanum hjá okk- ur. Hve oft hefur þú ekki kvartað undan því? Bilaður sími er eins venjulegt fyrir- bæri og rigningin í London. — Ég veit það. — Og þú ert svo áhyggju- full á svipinn. Finnst þér það nú réttlátt gagnvart mér? Finnst þér ekki að ég eigi skil- ið svolitla athygli frá þinni hálfu? Svolitla tilbreytingu? Geturðu ekki haldið út að vera fimm daga fjarri börnunum, án þess að vera eins og hæna á eggjum, sem hefur misst eitt eggið sitt? — Sex daga, leiðrétti hún eins og vélrænt og lét ekki nein orð falla um hænuna. Þegar hún sá svip hans, flýtti hún sér að bæta við. — Elsk- an mín, taktu þetta ekki svona stinnt upp . . . Ég er aðeins svolítið áhyggjufull. Við höf- um ekkert heyrt frá þeim síð- an við fórum að heiman. — Við fáum ábyggilega bréf í dag. Þau eru örugglega búin að skrifa, en pósturinn er ekki svo öruggur á þessari leið. — Pósturinn hlýtur þó að koma með flugvél. — Það tekur allt sinn tíma. Þú verður að muna að við er- um erlendis. — Ef ég hefði getað talað við þau, væri ég róleg. — En hvers vegna hefurðu þessar áhyggjur? Hún andvarpaði. Vegna þess að ég er kona en þú karlmað- ur, hugsaði hún. 24 VIKAN 47. TBL

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.