Vikan


Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 43

Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 43
Þér þurfið ekki að kaupa ný teppi yfir ailt gólfið ef þér kaupið rýjateppi undir sófasettið þar sem teppin slitna fyrst PERSIA, SUÐURLANDSBRAUT 6. SÍMI 85822 alltof þokukenndar til þess að finna til haturs. Duroc var kallaður til að bera hana til annarar álmu hallarinnar. Hún svaf í nokkra klukkutíma og þegar hún vaknaði, beið Napo- leon. Eftir þetta fór hún að hafa áhuga á honum, þótt undarlegt megi virðast. Hún fór að hlakka til heimsóknanna. Hún var að- eins átján ára og hafði aðeins kynnzt ást sjötugs manns. Napo- leon var þrjátíu og sjö ára og mjög ástríðufullur. Fréttirnar af sambandi þeirra bárust til eyrna Josephinu drottningar, sem var fjörutíu óg þriggja ára þá og hafði ekki getað fætt manni sínum son og erfingja. Hún skrifaði honum og sagðist hafa í huga að koma til hans. Hann skrifaði aftur og sagði að það væri óhugsandi; loftslagið væri alltof kalt fyrir hana, og það var reyndar satt. Þegar Rússar kölluðu saman her sinn í Austur-Prússlandi, sneri Napoleon í skyndi til víg- vallanna, en hann hafði ekki tima til að skrifa Mariu dag- lega. Hún hafði farið til Vínar- borgar með móður sinni, til að hvíla sig. Og aftur leið að vetri. Napoleon hafði aðsetur í prúss- nesku höllinni Finckenstein, er hann hafði tekið herskildi. Hann var eirðarlaus og ein- mana. Hann sendi því boð eftir Mariu, sem kom í fylgd með bróður sinum, sem nú var orð- inn foringi i pólska hernum. Hún fékk svefnherbergi við hlið svefnstofu Napoleons. Það var geysistór arinn og himin- hvila. Þegar Napoleon var við störf sín, las hún og saumaði út. Þegar hann hafði tíma, borðuðu þau saman, röbbuðu og elskuðust. Hún naut samvist- anna við þennan mann, sem þá var valdamestur í Evrópu. Sam- band þeirra var ekki lengur bundið við stjórnmál. Þótt Napoleon hefði hjálpað til að bæta eitthvað pólska herinn og ástandið í Póllandi, viðurkenndi hann að hann að hann væri ekki fær um að frelsa Pólland. En þetta hafði engin áhrif á til- finningar Mariu. Þegar hann yfirgaf hana um vorið, gaf. hún honum hring, sem hún hafði látið letra á: „Þegar þú hættir að elska mig, mundu þá að ég elska þig samt“. Þau voru ekki lengi aðskilin. Þótt Napoleon væri ekki við eina fjölina felldur, þá elskaði hann Mariu. Þegar hann frétti að hún væri barnshafandi, kall- aði hann hana .til Parísar. Hún kom þangað í janúar árið 1808 í fylgd með bróður sínum og þjónustustúlku. Napoleon gaf henni hús, númer 48 við Rue de la Victoire og skipaði líflækni sinum að skoða hana daglega. Hún lifði kyrrlátu lífi og notaði aldrei stúku þá í óperunni, sem hann hafði ætlað henni. Þegar hún fór út, venjulega á kvöld- in, þá var það aðeins til að heimsækja hann til Tuilerie- hallarinnar. Samband þeirra var innilegt. Svo missti hún fóstrið og Napoleon fór aftur til vígvallanna. Eftir að hafa sigrað Austur- ríkismenn við Wagram, settist Napoleon að í Schön- brúnnhöll í Vin og hann sendi fljótlega eftir Mariu. Hann leigði handa henni hús í ná- grenni hallarinnar og þau hitt- ust svo að segja á hverju kvöldi. Þetta voru síðustu samveru- stundir þeirra sem elskenda og þegar þeim lauk, var Maria aft- ur barnshafandi. Napoleon sneri aftur til Par- ísar og hugsaði ekki um annað en löglegan erfingja keisara- dæmisins. Árið 1807 hafði hann eignazt óskilgetinn son með ungfrú Denuelle de la Plaigne. Rýjateppi prýða og lífga upp dagstofuna Þetta hafði leitt í ljós að hann var fullkomlega fær um að geta börn, en hjónaband þeirra Jose- finu var barnslaust. Þessi drengur óx úr grasi og fékk tit- ilinn Leon greifi, en hann dó í fátækt árið 1881. Nú hafði hann aftur fengið vissu fyrir getu sinn, þegar Maria varð þunguð. Hann kom þá í kring skilnaði við Josefinu og árið 1810 kvænt-. ist hann Marie Louise, dóttur Austurríkiskeisara. Hann var hrifinn af henni frá upphafi. ,Þið ættuð allir að kvænast þýzkum konum, þær eru vina- legar, hjartahlýjar og ferskar eins og rósir“, var sagt að hann hefði sagt við foringja sína. Napoleon hafði rétt haldið brúðkaup sitt, þegar hann fékk þær fréttir frá Walevice að Maria hafði fætt honum son. Það var fjórða maí árið 1810 og Maria skirði drenginn Alex- andre Walewski. Napoleon fékk honum síðar greifatitil. Napo- leon var himinlifandi yfir syn- inum og bað Mariu að heim- sækja sig með drenginn. Hann tók á móti þeim í Tuileriehöll. Hann faðmaði son sinn að sér og sagðist ætla að gera hann að konungi í Póllandi og láta móð- ur hans hafa lífrentu, tíu þús- und franka á mánuði. Maria og 47. TBL. VIKAN 43 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.