Vikan


Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 49

Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 49
VENUS-LUX HVlLDARSTOLLINN Þægilegur - Stílhreinn - Fallegur ennþá ánægðari, ef hann hefði vitað að sonur hans átti eftir að verða utanríkisráðherra Napoleons III. Þrátt fyrir ást Mariu á Napo- leon, var hún mjög ánægð í hjónabandi sínu. Hún fæddi Or- nano son, en naut aðeins eins árs í hjónabandi. Árið 1817, þegar hún var tuttugu og átta ára gömul, dó hún í París, í húsinu sem Napoleon gaf ljenni. Síðasta orð hennar var „Napo- leon“. FYRRVERANDI GUÐ A JÖROU .,, Framhald af bls. 7. þá heyrðist því raunar fleygt að keisaradómur hans myndi endast skammt. Fyrstu átta ár- in eftir brúðkaup þeirra Híró- hítós og Nagakó fæddi hún sem sé fjórar dætur, en engan son. Það var alvarlegt mál, því að fyrsta skylda keisarans var að geta son, er tekið gæti við ríkinu eftir hans dag. Hirð- menn og ráðherrar stungu saman nefjum og komust að þeirri niðurstöðu að keisarinn yrði að taka sér hjákonu, eins og fjölmargir fyrirrennarar hans . höfðu gert þegar í slíkar nauðir rak, og raunar einnig án þess að þær kæmu til. Faðir og afi Híróhítós voru báðir börn hjákvenna. Meiji keisari hafði fimm opinberar hjákonur, og óteljandi svo lít- ið bar á. Með þeim fimm op- inberu átti hann fimmtán börn, en þeim drottningunni varð ekki barna auðið. Hirðmennirnir fengu til fal- legustu og tignustu hirðmeyna að forfæra afkomanda éólar- gyðjunnar og fæða honum son. Hún dró ekki af sér, og Híró- hító tók viðleitni hennar með fullri vinsemd, en sýndi alls engan áhuga á að hátta hjá henni. Sumir fullyrða að þetta háttalag keisarans, sem frá japönsku sjónarmiði var hrein firra, hafi átt rætur sínar að rekja til áhrifa, sem hann varð fyrir í ferðalaginu meðal bar- bara í vesturvegi. Sjálfur hef- ur hann gefið yfirlýsingar í þá átt. — Mesta hamingjuskeið ævi minnar var Evrópuferðin 1921, er haft eftir honum. — Þá kynntist ég í fyrsta sinn mannúð og frelsi. Það var þá sem persónuleiki minn mótað- ist. Hann valdi sér þá einkunn- arorð, svohljóðandi: Siðgæði á alltaf upphaf sitt í kærleika, og einnig karlmaðurinn á að vera trúr í hjónabandinu. Stórfurðu- leg og nánast hneykslanleg skoðun frá japönsku sjónar- miði. Híróhító lýsti því yfir, að fyrr myndi hann láta af völd- um og afhenda þau yngri bróð- ur sínum, en hafa með annarri konu en drottningunni. Hann sagði: — Kórónan er mikil- væg, en það skiptir ekki öllu máli að ég eða börn mín beri hana. Og ég vil ekki hryggja hana Nagakó mína. En meðan hirðmenn og ráð- herrar pældu í vandamáli þessu leystist það af sjálfu sér eins og bezt varð á kosið. Nagakó varð þunguð einu sinni enn, og um jólaleytið 1933 fæddi hún hinn langþráða son, sem hlaut nafnið Akihító. Þar með losn- aði keisannn goðborni við þau leiðindi að alltaf væri verið að ota að honum kvenmönnum. Frjálsu ástirnar í japönsku keisarahöllinni heyrðu nú að- eins til minningum fortíðar- innar. Líklegast er að keisarinn hafi haft ógeð á hernaðarstefnu þeirri, er yfirgnæfði allt ann- að í Japan á millistríðsárun- um og náði hámarki með árás- inni á Kína og þátttökunni í heimsstyrjöldinni síðari. Hins vegar var hann valdalaus nema að nafni til og varð í einu og öllu að lúta vilja herforingj- anna, sem réðu lögum og lof- um í landinu. Ekki eru þó allir sammála um þetta. í Banda? ríkjunum er nýkomin út bók, þar sem Híróhító er gerður skúrkurinn í hernaðarævintýr- um Japana. Þar er fullyrt að friðsemd hans, meinleysi og jafnvel roluskapur hafi verið gríma ein, sem keisarinn goð- borni hafi borið fyrir klókinda sakir. Hins vegar hafi hann persónulega stjórnað skipu- lagningu innrásarinnar í Man- sjúríu 1931 og árásarinnar á 47. TBL. VIKAN 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.