Vikan


Vikan - 25.11.1971, Page 10

Vikan - 25.11.1971, Page 10
FRAMHALDSSAGA EFTIR RONA RANDALL . 3. HLUTI Máltíðin var frekar mia- heppnuð og Penelope baðst af- sökunnar á því að Jessie væri léleg matreiðslukona. — Ég vildi óska að við hefð- um franska matreiðslukonu, en það er ekki hægt að fá al- mennilegt þjónustufólk hingað. Jessie og þessar stelpur eru frá Sark, og þar hefur enginn smekk fyrir mat eða borðsiðum. En Charles er alveg sama, hann veit ekki einu sinni hvað hann borðar. Charles hló. — Já, ég fæ líka að heyra það. Við verðum að skreppa eitthvert kvöldið yfir til St. Malo og bjóða Helen að borða þar, fá okkur góðan, franskan mat. Hnýtt hönd var rétt yfir öxl- ina á Helen til að taka burtu diskinn hennar. Hún varð undr- andi yfir því að Jessie hafði verið í stofunni, þegar verið var að tala um hana. Charles sá að hún var undr- andi og þegar gamla konan fór fram, sagði hann rólega: — Þér skuluð ekki hafa áhyggjur af því að hún hafi heyrt það sem við töluðum hún er heyrn- arlaus. — En hún sér nógu vel, þessi andstyggilegi gamli dreki, sagði Penelope hlæjandi. En Helen hafði á tilfinningunni að henni líkaði ekki við gömlu konuna og hún gat vel skilið það. Jessie var geðvonzkuleg á svipinn og hafði ekki einu sinni brosað hvað þá annað, í áttina til Helen. Augu hennar voru hvöss, iítil og kvik og gráa hár- ið greitt slétt og sett upp í hnút í hnakkanum. Hún var mjög óaðlaðandi. — Þú skalt ekki verða hissa þótt þú heyrir hana tauta blóts- yrði og særingar fyrir munni sér í eldhúsinu, sagði Penelope og benti með grönnum fingri á ennið. — Hún er með lausa skrúfu. — Hverskonar særingar taut- ar hún? — Ég veit það ekki. En þeg- ar hún er að tuldra yfir pottun- um, þá finnst mér að hún sé að fara með galdraþulur. — Hvað vitleysa er þetta, sagði Charles. — Ertu að reyna að hræða Helen? — Alls ekki. Hversvegna ætti Helen að hræðast það? Hún litur ekki út fyrir að vera hræðslugjörn! Var einhver ögrun í brúnum augunum? Helen var ekki alveg viss. Það gat verið að hún væri svolítið tortryggin gagnvart Penelope, eftir samtalið um Alan; var hægt að treysta manneskju sem laug svo áber- andi eins og Penelope? Charles var farinn út, þegar He’en kom niður tii morgun- verðar næsta morgun. — Hann bað að heilsa þér og sagðist vona að þú afsakaðir þótt steinarnir yrðu að bíða svolítið, sagði Penelope. Það er afleysingadagur í dag, og nú, þegar hann er einn ... Honum fannst upplagt að ég sýndi þér eyna fyrst. Penelope var allt öðru vísi nú. Hún var aðlaðandi og glaðleg og alls ekki eins hégómaleg og hún hafði verið kvöldið áður. Þegar þær komu út, gengu þær eftir stíg, sem lá til hægri yfir autt svæði. — Hvaða hús er þetta? spurði Helen, þegar hún kom auga á reykháf og hálmþak álengdar. — Þetta er Mávakofinn. John Harvard býr þar. Þær gengu áfram yfir engið og komu svo út á lyngheiðina. Helen nam staðar, því að nú kom allt húsið í ljós. — Ó, hvað þetta er skemmti- legt hús, sagði hún, en Pene- lope hægði ekki á sér. Það voru troðningar meðfram húsinu niður að ströndinni og neðst voru þrep höggin í bergið. Þessi stígur hlaut að liggja frá höllinni og það var styttri leið en sú sem þær höfðu farið, hugsaði hún og hljóp eftir Penelope, sem hafði numið staðar á hæðinni. — Mig langar til að þú sjáir útsýnið héðan, sagði hún. Það var þá ekki vegna þess að hún vildi komast hjá að ganga fram hjá kofa Harvards að hún kaus lengri leiðina, hugsaði Helen. Útsýnið var stórkostlegt, blátt og skínandi hafið og upp úr sjónum trónaði stór klettur, eins og hann væri að teygja sig til himins. — Þetta er Munka- kletturinn og þarna er Munka- víkin. Kletturinn er víst/ eins- konar landamerki. Sjómennirn- ir kasta akkerum fyrir utan hann og róa svo í land til að ná sér í nauðsynjar. Vertshúsið hefur alltaf nægan matarforða og það er gott að veiða frá Gat það veriS að eyjarskeggjar stunduðu einhvers- konar gaidra? Svartagaldur frá skuggalegri fortíð? En það gat ekki verið neitt raunhæft í slík- um gerningu? Það gat ekki verið hættu- legt lífi hennar sjálfrar? klettinum. Það er hægt að klifra upp í hann og þar eru sillur, sem hægt er að sitja á. Það leit út fyrir að kletturinn væri úr rafi og þótt efsta brún- in væri skörðótt, var hann ekki eins hættulegur að sjá og Djöflakletturinn. Víkin var lít- il en djúp og þar var ágæt bað- strönd. Penelope hélt áfram, benti yfir landamerkin og sagði hvar bezt væri að ganga. —• En Sírenugjótan, hvar er hún? spurði Helen. — Hinum megin á eynni. Charles ætlar að setja girðingu í kringum hana. Þegar því er Jokið, skal ég sýna þér hana. En Helen hafði enga löngun til að sjá þann stað, sem Alan liafði gengið sín síðustu spor. Það 'var rétt svo að hún þoldi að heyra talað um hann. — Ég held að sjórinn sé nokkuð kaldur, en kannski þú vil.jir samt reyna að synda? sagði Penelope, þegar þær voru að borða hádegisverðinn. Hún sagði að Charles kæmi ekki heim i mat, hann borðaði í matstot'u verkamannanna og kom sjaldan heim fyrr en um kvöldið Þegar þær höfðu lokið mál- tíðinni, tók Helen sundfötin sín. Hún hafði hug á að prófa sjóinn í Munkavíkinni. Hún fór eftir stígnum, sem lá meðfram Mávakofanum. Húsið var mjög snoturt, fallegra en hún hafði búizt við. Það var hvítmálað steinhús, útidyrnar og glugga- hlerarnir blámálað. Gluggarn- ir voru opnir og gluggatjöldin blöktu í vindinum. Helen hélt áfram niður að ströndinni, sem hún virtist hafa út af fyrir sig. Vatnið var kalt, svo hún synti rösklega út að Munkaklettinum. Þegar hún var komin hálfa Jeið, hægði hún á sér og leit til baka til að virða eyna fyrir sér úr þeirri fjar- 10 VIKAN 47. TBL

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.