Vikan


Vikan - 25.11.1971, Qupperneq 51

Vikan - 25.11.1971, Qupperneq 51
Pearl Harbor 1941. Hvort eitthvað er satt í þessu er erfitt um að segja. Eitt er víst að litlar sannanir eru fyr- ir hendi. Heimildir um ráðu- neytisfundi, sem keisarinn sat fyrir stríðið og meðan á því stóð, eru sammála um að hans hátign hafi lagt fátt til mál- anna á þeim samkundum. Hann er hagmæltur vel og kastaði við þessi tækifæri gjarnan fram stökum, sem oft voru þokukenndar og nokkuð tví- ræðar, ekki síður en goðsvörin í Delfí. En eðlilegt er að hugsa sér að fyrir Japönum hafi kveðskapur keisarans og önn- ur tilsvör verið goðsvör. M^rgt bendir hins vegar sterklega til að friðsemd keis- arans hafi ekki verið sýndin ein, og megi því telja hann saklausan eða saklitlan af þátt- töku Japana í heimsstyrjöld- inni síðari, en í þeim djöfla- gangi létust sex milljónir manna á vígvöllum og í fanga- búðum, helmingur þeirra Jap- anir. Þannig setti Híróhító af forsætisráðherra sinn 1929, er sá vildi fara herskildi inn í Mansjúríu, og hann tók í fyrstu afstöðu gegn herforingjaklík- unni, sem reif til sín völdin í landinu 1936, þótt sú andstaða muni raunar hafa verið ósköp kraftlítil. Og 1945 ákvað hann að Japanir skyldu gefast upp skilyrðislaust. Menn vinveittir keisaranum segja að hann hafi verið mjög andvígur því að fara í stríð við Bandaríkin og þó enn frekar Bretland, þar eð síðan í Evr- ópuferðinni 1921 hafi honum verið sérstaklega hlýtt til þess lands. Tugþúsundir japanskra her- manna sprettu upp á sér vömb- inni fimmtánda ágúst 1945, þegar þjóðin í fyrsta sinn heyrði rödd keisarans í útvarpi. Hann hvatti alla til að leggja niður vopn, hlýða sigurvegur- unum og vinna með nýja fram- tíð fyrir augum. í febrúar 1946 ferðaðist Hí- róhító sjö mílna veg frá Tókíó til Jókóhama, en næstum öll Stór-Tókíó var þá í rústum eft- ir loftárásir Bandaríkjamanna. Það var í fyrsta sinn sem hann sýndi sig almenningi. Áður hafði fólk flúið götur og hengt fyrir glugga á húsum og stræt- isvögnum. Ef einhver rakst nærri hátigninni, átti hann að beygja höfuð til jarðar — goð- kraftur keisarans var álitinn of sterkur til að hollt væri alger- lega jarðneskum verum að horfast í augu við hann. Hernámsstjórnin bandaríska hafði hins vegar smalað fjölda fólks að veginum, sem keisar- inn fór um, svo að það gæti með augum séð að hann var ekki nema maður, og meira að segja heldur óásjálegt eintak af þeirri tegund. En langflestir sneru baki við götunni heldur en að hætta á að horfa á sól- guðinn. Konur grétu hástöfum og fyrrverandi hermenn stóðu teinréttir með hönd við húfu löngu eftir að keisarinn var farinn hjá. MacArthur hershöfðingi, her- námsstjóri Bandaríkjanna, auð- mýkti keisarann vísvitandi. — Eg skal plokka af honum guð- dóminn eins og fiður, sagði hershöfðinginn. En honum fór smám saman að þykja nokkuð koma til keisarans, sem aldrei beiddist miskunnar fyrir sjálf- an sig. — Hlífið þjóð minni — ég tek á mig refsinguna fyrir stríðið, sagði hann er þeir hers- höfðinginn hittust í fyrsta sinn. Þá var MacArthur í stuttbux- um og hafði ekki séð ástæðu til að setja á sig hálsbindi. Keisaranum var þó aldrei stefnt fyrir stríðsglæpi, en marga aðra framámenn Jap- ana dæmdu bandamenn og hengdu, eins og þeir efalaust hafa átt meira en skilið. í dag lifir keisarafjölskyldan mjög óbrotnu lífi innan hallar- múranna hvítu í Tókíó. — Við erum sloppin úr fuglabúrinu, segir Híróhító. Þar á hann við þá innilokun og stífni, sem hann varð að búa við meðan hann var guð. Síðan stríðinu lauk hefur hann lagt áherzlu á að hann væri ekkert nema venjuleg manneskja. En þótt erfitt kunni að vera euð, er ekki heldur andskota- laust að vera maður. Það hef- ur keisarafjölskyldan mátt merkja, síðan hún fór að slá sér í bland við fólkið. Elzta barnabarn keisarahjónanna, Fúmíkó, vakti hneyksli með því að heimta skilnað frá manni sínum eftir árs hjóna- band. Yngsta dóttirin, Takakó, giftist bankamanni, og er nú farin að vinna í búð á hóteli í Tókíó og kemur einnig fram í sjónvarpsþætti. Sumir vilja meina að vissir einstaklingar úr fjölskyldunni noti nú hinn goðsagnakennda uppruna henn- ar sér til efnahagslegs ávinn- ines, og vilja að keisarinn taki rækilega í lurginn á þeim synd- ugu. Akihító krónprins varð föð- ur sínum og að sjálfsögðu nokk- 1 1 ® dralon FLÍK (FRÍMÍNÚTUM Ilcklu pcysa hlý og lipur AUSTURSTR/ETI 47. TBL. VIKAN 51

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.