Vikan


Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 12

Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 12
FANCHETTE var eins íalleg og hægt var að búast við af nítján ára gamalli stúlku. En hún var barnaleg miðað við aldur og fjarska auðtrúa. Hún bjó í lítilli íbúð í Mont- martre. Hún hafði búið í sjö öðrum smáíbúðum og stundað atvinnu á nítján stöðum; eng- in hafði verið sérstaklega góð. Fólk réði Fanchette í þjónustu sína, af því að hún var svo snotur útlits. En þegar það komst að raun um, hve heimsk hún var, þá var henni sagt upp. Menn andvörpuðu og ypptu öxlum. Sama gerðu húseigend- urnir, sem leigðu henni hús- næði. Þeir biðu eftir húsaleig- unni eins lengi og þeir gátu, en Fanchette borgaði ekki nema þá sjaldan hún hafði peninga. Um þetta leyti gekk fremur vel hjá Fanchette. Hún gekk um beina í snotru veitinga- húsi. Hún átti þrjá snotra kjóla, snotran, lítinn hund — og snotran vin. Hundurinn hét Moco. Hann var ekki fallegur, en hann var tryggur og kátur prakkari. Vinurinn var heldur ekki fal- legur. Nafn hans var Leon. En hann var líka tryggur og tal- aði um, að þau skyldu gifta sig bráðlega, þegar hann fengi kauphækkun. Hann var þrjá- tíu og tveggja ára gamall — og það er ekki gott að vera enn piparsveinn á þeim aldri. Hann var alvörugefinn og há- tíðlegur og hafði sterka löng- un til að koma sér áfram í líf- inu. Hann hélt langar ræður yfir Fanchette um hugsunar- leysi hennar og léttúð; hve gleymin hún var og eyðslusöm. En þrátt fyrir allt voru það einmitt þessir eiginleikar, sem voru svo rikir í fari Fanchette, sem gerðu hana dýrmæta í hans augum. Leon þótti mjög vænt um hundinn Moco, þótt hann setti oft óhreina fæturna á flibba hans og ermar. Og Fanchette hafði kennt Moco bragð. Þegar fótatak Leons heyrðist á tröppunum, kallaði Fanchette: „Moco, hlauptu út og taktu á móti Leon! Farðu og heilsaðu upp á Leon!“ Og Moco hljóp af stað gelt- andi á móti Leon. Kvöld nokkurt kom Leon til þess að taka Fanchette með sér út að borða og síðan í bíó, en það var skemmtun, sem Fan- chette mat meira en nokkuð annað. Til allrar óhamingju hafði Fanchette gleymt ein- hverju eins og venjulega, — púðurdós, varalit eða ilmvatni, svo að hún varð að skreppa niður og kaupa það. Leon, sem var alvörugefinn maður, var vitanlega afbrýði- samur, og þar af leiðandi tor- trygginn. Þannig eru nú einu sinni allir karlmenn. Og þar sem hann hafði ekkert fyrir stafni, á meðan Fanchette skrapp út í búðina, datt honum í hug að gera ofurlitla tilraun. „Moco,“ sagði hann. „Farðu út og taktu á móti Albert!" Moco setti óhreina löpp á hné Leons og leit á hann sin- um stóru undrunaraugum. Það var auðséð, að hann hafði al- drei heyrt neinn Albert nefnd- an á nafn fyrr. „Farðu út og taktu á móti Charles! Farðu og taktu á móti Charles, Moco!“ En Moco hreyfði sig ekki. Leon var reglusamur maður og ráðagóður. Hann tók nú upp úr vasa sínum litla bók með dagatali, þar sem nöfn ýmissa helgra manna stóðu. „Farðu út og taktu á móti Felix! Farðu út og taktu á móti Marchel! Farðu út og taktu á móti Robert!" En Moco stóð alltaf kyrr í sömu sporum og leit á Leon Hundurinn sem kunn 12 VIKAN 47. TBL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.