Vikan


Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 54

Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 54
FRÁ RAFHA BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 me8 stiglausri stillingu og 2 hraðsuðuhellur. — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. 56 L[TRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirhita stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill). Klukka með Timer. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ ÖÐINSTORG - SlMI 10322 HÍÓ-TRÍÓ „Við, Gunni & Jónas“ LP stereo Fálkinn Það er alltaf gaman að heyra plötur sem sýna framfarir. Þetta gerir nýjasta plata Ríó- tríósins, „Við, Gunni og Jón- as“. Þegar’ég skrifa um plöt- ur, fer ég yfirleitt mest eftir fyrstu áhrifunum sem platan hefur á mig. Mér fannst þessi plata góð strax í upphafi, en ég hafði samt eina spurningu: Hvernig hefði þessi plata orð- ið án Gunnars Þórðarsonar? Svo sá ég titilinn og gerði mér þá ljóst að þetta eru Ríó, „Gunni og Jónas“, en sá síðar- nefndi er náttúrlega sá heið- ursmaður Jónas Friðrik Guðna- son, kraftajötunn frá Raufar- höfn. A þessari plötu verður mað- ur í fyrsta skipti var við, að eitthvað sé að „ske“ hjá Ríó- tríóinu. Þeir eiga sjálfir 6 lög á plötunni og með fullri virð- ingu fyrir stöðu íslands á al- þjóðavettvangi, þá eru þau lög betri helmingur plötunnar — með þeim undantekningum sem komið verður að síðar. Þeir byrja í sama, gamla stílnum og flytja gamanvísur við útþynnt lög frá Kingston tríóinu, en í fjórða lagi, „Dreng- ur í regni“ bftir Ólaf Þórðar- son, kveður við annan tón. Lag þetta, sem Ólafur byrjaði að semja í ferðalagi sem við fór- um í um Evrópu í fyrrasumar, er hreint út sagt frábært og hefur mikið breytzt síðan ver- ið var að berja það saman í rútuskrattanum. Útsetningin er mjög góð, og það var við hlust- un á þetta lag að ég sannfærð- ist í eitt skipti fyrir öll um, að skaparinn ætlaði þessum þrem- ur röddum að vera saman. Flauta Gunnars Þórðarsonar er mjúk og þýð eins og hans er von og vísa og Jónasi hefur tekizt óvenju vel upp í þetta skipti, eins og reyndar viðar á þessari plötu. „Þú kona“ eftir Helga Pét- ursson gæti ekki verið eftir neinn annan — nema kannski Birgi Sjöman. Þetta er skemmtilegt lag með skemmti- legum texta, vel flutt. f síðasta laginu á A-hlið er farið út í dálítið „country- rock“. „Færið mig burt“ er annars nýlegt Joan Baez-lag. í þvi bregður fyrir dágóðum munnhörpuleik, tilþrifalitlum píanóleik Magnúsar Kjartans- sonar og stórskemmtilegri fiðlu, þótt greinilegt sé að Sigurður Rúnar er ekki í mikilli þjálf- un sem fiðluleikari þessa dag- ana — eða allavega þegar plat- an var tekin upp sl. sumar. Gallinn við þetta lag — eða meðferðina á því — finnst mér annars vera sá, að það virkar dálítið slitið úr samhengi og í endann er hert töluvert á því. B-hlið byrjar á „Leggið mig lágt í mold“, lagi eftir hinn óviðjafnanlega Tom Paxton. Jónas gerir grín að erfðaskrám, Magnús Kjartansson er til- þrifalaus sem fyrr en Gunnar Þórðarson leikur svo listavel á gítar, að mér er næst að halda að hann sé jafnvel betri á kassagítar en rafmagnstækið. Lagið endar skemmtilega, en hvers vegna var ekki hægt að leika dálítið með stereoið í þessum tilþrifum? Frumraun Ríó-tríósins í laga- smíðum heitir „Haust" og er það góð frumraun. Sérlega er ég þó hrifinn af kaflanum: „Þó held ég samt . . .“ Bítið í þessu lagi er kátt og skemmtilegt og gamli Gaflarinn Björgvin Hall- dórsson er skemmtilegur munn- hörpuleikari. Strax á eftir fylg- ir annað lag eftir þá félaga og er það einnig þokkalegt. Gunn- ar er þó beztur þar og ég er eiginlega á því að þetta sé í fullhárri tóntegund fyrir Ágúst Atlason (því samdi hann ekki meira einn?). Tvö beztu lög plötunnar eru „Kveðja“, eftir Ólaf Þórðarson og „Strákur að vestan“, sem er hið gamalkunna „Lili Marlene", söngurinn úr síðari heimsstyrj- öldinni er hermenn beggja vegna víglínunnar áttu sam- eiginlegan. Jónasi Frðirik hef- ur tekizt frábærlega í þessum texta, sem segir frá dreng, er „fæddist fyrir vestan / sama ár og ég . . .“ En eftir að drengur- inn var dáinn „fyrir frænda", með „innyflin tætt í aur og svað“, er spurt: „En gerði hann meira gagn“ en ég, sem engan drap fyrir frænda? Það gleði- legasta við þetta lag er, að nú eru Ríó farnir að tala, taka af- stöðu, hugsa í list sinni. Skítt með hvort menn eru sammála þessari skoðun þeirra, þetta er skoðun. „Strákur að vestan" er tvímælalaust það merkilegasta sem Ríó-tríóið hefur gert frá upphafi og flutningur þeirra er í einu orði sagt stórkostlegur. „Kveðja“ er geysilega fallegt lag og flutt af slíkri vandvirkni og nákvæmni, að leitun er að öðru eiiis. f því eru skemmti- legir gítareffektar og munn- hörpuleikur Björgvins er fyrsta 54 VIKAN 47. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.