Vikan


Vikan - 25.11.1971, Síða 37

Vikan - 25.11.1971, Síða 37
manna bezt að geta tekið með skilningi. Að hálftima liðnum varð ég vitni að eftirfarandi: Ari gekk framhjá borði, þar sem Jack sat og talaði við þrjá náunga aðra. Ónassis nam staðar við borðið og sagði glaðlega: — Hæ, Jack, hvernig hefurðu það? Jack leit á Ara eins og hann sæi hann þá í fyTsta sinni, bandaði hendinni frá sér óþol- inmóðlega og sagði: — Ágætt, ágætt, ég tala við þig aðeins seinna, gamli vinur. Ég er mjög upptekinn. Að hugsa sér að maður skuli aldrei fá að vera í friði! Ari varð svo hissa að hann kom engu orði upp. Síðar frétti ég að Jack hefði verið boðin staða framkvæmdastjóra við eitt af stórfyrirtækjum Ónass- isar. Það var nákvæmlega það, sem Jack hafði gert sér vonir um. ÓNASSIS OG KONURNAR Svo við höldum áfram að tala um Ónassis, þá held ég að hann sé verst klæddi maður í heimi. Ég uppgötvaði að við skiptum báðir við sama skradd- arann í Lundúnum og spurði þann góða mann hvers vegna Ari væri alltaf svona larfaleg- ur. — Hvað get ég gert? stundi skraddarinn. — Hvað svo sem ég geri, þá er Ónassis alltaf eins og óumbúið rúm. Vinkona mín ein þekkir Ara vel. Hún segir: — Ari með- höndlar kvenfólk eins og smal- arnir í föðurlandi hans geit- urnar sínar. Vinkona mín spurði hann einu sinni, hvaða álit hann eig- inlega hefði á konum. Ónassis svaraði: — í Biblíunni stendur að konan hafi verið það síð- asta, sem Guð skapaði. Hann gerði það á laugardagskvöld. Og þá er maður venjulega þreyttur . . . — Gætuð þér gert yður að öreiga konu vegna? spurði vin- kona mín. — Þótt ég feginn vildi, þá gæti ég það ekki, sagði Ónass- is. — Til þess er ég of ríkur. Svo hvessti hann augun á vinkonu mína og sagði: — Ég hef andstyggð á konum sem hugsa. Þegar konur hugsa gengur allt á afturfótunum fyr- ir þeim, en þegar þær láta það vera gizka þær alltaf rétt. Vinkona mín fór nú að þreyt- ast og spurði: — Hvernig þætti yður ef kona, sem þér elskuð- uð, væri yður ótrú? Ónassis svaraði rólega: — Mér myndi gremjast ef einhver annar maður vissi hvað það er, sem mér líkar hjá konum. Ónassis heldur því fram að nízkar konur meti hann um allar aðrar fram. Kannski hugs- ar hann þá til Jackie . . . Þegar allt kemur til alls, kann ég vel við Ónassis. Hann er hrífandi ræningi. Ég tilbið virkilega ríkar manneskjur, þótt ég hafi ekki hugmynd um hvers vegna. ☆ NORNANOTT Framhald af bls. 11. les. — En það verður að slípa þá svolítið fyrst. Það er ágætur steinslípari í St. Malo. Ég skal gefa þér nokkra fallega steina þegar þú ferð heim. Grjótnáman var eins og allar aðrar grjótnámur. Vinnustaður, skrifstofubygging, matsalur og braggar fyrir verkamennina, sem ekki áttu heimili á eynni. Þar voru líka löndunarkranar og uppfylling við sjóinn. Vinn- an við granítnámið var ósköp venjuleg. Nokkrir menn unnu að því að losa mýkri jarðlög af steininum. Það var athyglisvert að sjá þegar sandurinn var sí- aður frá, steinarnir tíndir úr, en við og við komu steinar sem voru svolítið öðruvísi á litinn. Þegar búið var að hreinsa þá fengu þeir á sig marga liti, grænan, gulan og hálfgegnsæj- an. Charles og Helena fóru ekki heim til að borða hádegisverð, þau náðu í kaffi og brauð í matsalnum og borðuðu það á skrifstofunni. Helen fannst ósköp potalegt að vera ein með Charles. Það var þægilegt að tala við hann og hann hafði víða farið og vissi margt. Það var greinilegt að verkamenn- irnir báru mikla virðingu fyrir honum. Hann var ákveðinn í framkomu, allt öðru vísi en hann var heima hjá sér; fram- koma hans við hana var jafnvel öðruvísi. Henni fannst hann einna líkastur lénsherra meðal lénsmanna sinna. Síðar, þegar hún var sezt við ritvélina sína til að skrifa niður það sem fyrir augu bar, kom hann inn á skrifstofuna og tók til við bréfaskriftir sínar. Hún brosti með sjálfri sér, þegar hún heyrði að hann potaði í leturborðið með einum fingri. — Ég gæti vel skrifað fyrir þig bréf, ef þú vilt. — Viltu það? Hann var barnalega glaður á svipinn. — Vetpartfzkan ‘71 - ‘72 er óvenju fjölbreytt. Aldrei höfum við haft glæsilegra úrvar af eftir- töldum vörum: FRÚARKÁPUR skreyttar minkaskinnum, persianer o. fl. NYLON-PELSAR allar stærðir. TWEEDFRAKKAR allar stærðir. TERELYNEKÁPUR loðfóðraðar. BUXNADRAGTIR jersey og ull. IvÁPUR UR RÚSKINNSLÍKI vattfóðraðar. BUXUR PILS HATTAR LOÐHÚFUR HANZKAR SLÆÐUR HANDTÖSKUR HÚFUR og TREFLAR þcrnhard laxdal KJÖRGARÐ/ VIÐARÞILJUR í miklu úrvali. Viðartegundir: eik, askur, álmur, fura, val- hnota, teak, caviana, palisander o. fl. HARÐVIÐUR og þilplötur, ýmsar tegundir. PLASTPLÖTUR, ýmsir lihr. SPÓNN (eik, gullálmur, teak, valhnota). Harðviðarsalan sf. Þórsgötu 14, símar 11931 og 13670.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.