Vikan


Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 25

Vikan - 25.11.1971, Blaðsíða 25
Eitthvað furðulegt hafði skeð, hún hafði vaknað með bros á vr, full eftir- væntingar, þótt hún myndi ekki orsökina í augnablikinu ... í skugga eðcarínnar FRAMHALDSSAGA EFTIR PAULE MASON SJÖTTI HLUTI — Heyrðu mig nú, sagði hann og reyndi að láta orð sín hljóma skynsamlega. — Við höfum verið að heiman í fimm daga. Þetta er sjötti dagurinn. Ef eitthvað hefði komið fyrir, hefði Heidi að sjálfsögðu látið okkur vita. Ástæðan fyrir því að við höfum engar fréttir fengið að heiman er einfald- lega sú að það eru engar frétt- ir. Það er allt í lagi. Hvað ætti líka að koma fyrir þau? — Það gæti verið allt mögu- legt . . . — Finnst þér þá að við hefð- um aldrei átt að fara? spurði hann undrandi og svolítið ergi- legur. Hún virti fyrir sér spurnar- svipinn á andliti hans og til- finningar hennar voru svolítið blandaðar. — Ég elska börnin mín, hvað get ég gert að því? Ég get ekki elskað þau minna, þótt þú viljir að ég elski þig meira, elsku hjartans karlinn minn. Ég elska þig líka, veiztu það ekki? Jú, að vísu, sagði læknir- inn, — en viltu ekki reyna að svara mér? — Fyrirgefðu, ég er víst bú- in að gleyma því sem þú spurð- ir um. Hvað var það? — Gleymdu því, sagði hann og yppti öxlum. Hún gekk til hans og vafði hann örmum, en fann ekkert andsvar. — Ástin mín, sagði hún og hallaði höfðinu að öxl hans, —- viltu ekki fyrirgefa mér? . . . Það er satt sem þú segir, ég er eins og hæna á eggjum. Vertu nú góður og hjálpaðu mér . . . mér finnst ég svo barnalega kjánaleg. Ég þarf á hjálp þinni að halda. Hún fann að hann tók við- bragð. Hann þrýsti henni að sér. Hún andaði léttar. — Svona, svona, mamma litla, sagði hann. — Hafðu eng- ar áhyggjur. Við skulum fara út að ganga. Þér líður betur ef þú ferð út. Við reynum að hringja heim svolítið seinna. Við fáum örugglega samband, þegar fer að líða á daginn. Hann tók um axlir hennar og hélt henni frá sér, svo hann gat séð andlitssvipinn. Hún beit á vörina, leit hik- andi á hann og deplaði nokkr- um tárum úr augunum. Hún minnti hann allt í einu á Nic- ky, þegar hann var í klípu. Hann brosti ástúðlega til hennar og viðkvæmnin varð að einhverjum kekk fyrir brjósti hans. — Hvað er þetta, elskan mín? sagði hann vingjarnlega. — Þig langar ekki til að fara út? Þú vilt að ég fari einn? Hún hætti að depla augun- um. — Þarftu kannske að þvo þér um hárið? Hún ljómaði í framan. — Já, það er víst orðið nokkuð óhreint. Finnst þér það ekki? spurði hún vandræðalega. •— Jú, hræðilega! Hann brosti og sagði við sjálfan sig að hann ætti óvenju fallega konu. — Mér myndi ekki detta í hug að fara neitt með þér svona útlítandi! Þú verður hér og þværð þér um hárið og ég fer á rakarastofuna og læt snyrta mig. ítalir eru víst mjög góðir rakarar. Vertu viðbúin, ég verð ómótstæðilegur, þegar ég kem aftur! Hún brosti og þrýsti hönd hans. Hann hló með sjálfum sér á leiðinni niður. Maðurinn í gestamóttökunni veifaði til hans, benti honum að koma og rétti honum bréf frá London. Hann gleymdi rak- aranum og þaut upp á herberg- ið aftur. Hún var að taka símann, þeg- ar hann skálmaði inn í her- bergið. — Hefurðu fengið samband? spurði hann. Hann hafði hlaup- ið svo hratt að hann náði varla andanum. Hún hristi höfuðið. — Láttu símann frá þér, ást- in mín. Horfðu heldur á mig! ■— Þú hefur sannarlega ver- ið fljótur á rakarastofunni, sagði hún og virti hann vand- lega fyrir sér. ■—■ Mér finnst þú ekki vera neitt glæsilegri. — Það er vitleysa, ég er stórglæsilegur. Viltu gizka á hvað ég er með í vasanum . . . Frú Hannah lagði símann strax á og sneri sér að manni sínum; munnurinn var hálfop- inn og augun ljómuðu. Hún fann svolítinn öfundarsting, þegar hann rétti henni bréfið frá börnunum . . . Veðrið var ljómandi. Þau borðuðu hádegisverð á Trat- toria de Colomba, þar sem þau sátu í mannlausu þakherbergi með alls konar plöggum og minningum frá óperunni klístr- uðum upp á veggina. Fyrst báðu þau um Campari og soda. Biturt bragð af drykkn- um jók matarlystina. Matur- inn var borinn fram á geysi- stóru fati. Það var lasagne verdi, ilmandi kjötsósa með miklu af rifnum o.sti- Þau brenndu sig á tungunni og báðu um ískalt Orvieto secco til að bæta skaðann. Eftir kjötrétt- inn fengu þau sér ost og flösku af Valpolicella. Þegar þau höfðu lokið mál- tíðinni sátu þau hljóð um stund, hvort um sig sökkti sér niður í eigin hugsanir. Svo fengu þau sér kaffi, en engan ábæti. Þau stóðust allar freistingar, þegar kökuvagninum var ekið fram hjá borðinu þeirra, og voru í góðu skapi, þegar þau yfirgáfu veitingahúsið. Þau fengu gondól til að ferja sig um skurðina og hvíla sig. Frú Hannah dýfði fingrunum niður í svalandi skurðvatnið og maðurinn hennar þuldi fyrir hana ljóð — John Donne, sem hann hafði mikið dálæti á og mundi reyndar nokkuð vel. Gondóllinn rann hægt áfram og vatnið gutlaði við byrðinginn. Þetta var háttbundið og nota- legt hljóð. Þau sátu þannig í heilan klukkutíma og nutu til- verunnar. En svo langaði lækninn til að fá svolítinn hraða í logn- molluna. Hann leigði þá mo- toscafo og þau fóru í stórkost- lega kynningarferð um Fen- eyjar. Báturinn virtist fljúga á vatnsborðinu, það var bæði skemmtilegt og æsandi. Þau voru kát og hress eftir hraðferðina og ákváðu að fara í ennþá eina kynningarferð um Feneyjar og í þetta sinn með vaporetto. Þau stóðu á bryggjunni með- an þau biðu og horfðu út yfir borgina, sem þeim fannst þau vera farin að þekkja nokkuð vel. Þau vissu nú hvar bezt og ódýrast var að borða, þau röt- uðu heim á hótelið, gegnum ót- at bröngar götur, kringum Markúsartorgið og þau voru orðin svo vön klukknahljómn- um frá kirkjunum að þau heyrðu hann varla. þótt hann Framhald á hls. 55. 47. TBL. VIKAN 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.