Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 4

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 4
Viótal vió Ólaf Felixson Ólafsson Vandinn í Mió-Austurlöndum: Meira en stjórnmál Viðtal: Ragnar Gunnarsson Olafur Felixson er fæddur í Eþíópíu árió 1956, sonur kristniboöanna séra Fel- ixar Ólafssonar og Kristínar Guðleifsdóttur. Hann lærói kristniboós- og guðfræði í Nor- egi og Englandi og vígóist til prests í dönsku þjóókirkjunni árið 1985 og hefur þjónað henni bæói í Danmörku og sem sjúkrahúss- prestur íjórdaníu og Baharein. Hann er nú sóknarprestur í Emmersbæk-kirkjunni, Hirtshals. Heimsíða kírkjunnar meó frekari upplýsingum um starf hennar og Ólafs og nethlekkjum fyrir arabísk tengsl er www.emmersbaek-kirke.dk. Ólafur hefur farió fjölda feróa til Miö-Austurlanda sem fararstjóri í námsferóum og fýrir feróa- mannahópa. Þar sem Ólafur þekkir vel til á þessum slóóum er forvitnilegt aó heyra álit hans á málefnum Israels og Mið-Austurlanda. Hann var því fenginn til aó svara nokkrum spurningum þar um. Þú hefur oft dvalið í Mið-Austurlöndum í lengri eða skemmri tíma. Hvernig lítur pú á deilurnar fýrir botni Miðjarðarhafs? Allir óska þess heitt aö frióur komist á í Mió-Austurlöndum, en margirtelja aó þaó gerist ekki nema valtað verói algjörlega yfir annaó hvort islam eða ísrael. Sem kristinn einstaklingur Ift ég á baráttuna sem meira en þaó sem vió sjáum, hún er einnig andleg barátta sem án efa á eftir aó færast í auk- ana þar til allar þjóóir heims hafa blandast í deiluna á einn eóa annan hátt. Annaó hvort munu menn beygja sig undir kröfur islams eóa berjast gegn trúnni. Múslímar líta á Israel sem land er tilheyri þeim rétt eins og Gyðingar. Oslóar-samkomulagiö á sínum tíma átti ekki framtíó fyrir sér. Þar var hvorki tekió tillit til sérstöðu islams né Israels. Menn litu á þennan vanda sem hefóbundin stríðsátök um baráttu þessara tveggja þjóóa fýrir landsvæðum. Gildi hins trúarlega þáttar í þessari deilu hjá báóum aóilum er oft vanmetió. Palestínuarabar hafa frá byrjun látið stjórnast af islam í baráttu sinni gegn end- urreisn Israelsríkis. Islam getur hins vegar ekki samið frió við Israel nema því aðeins aó kröfu Kóransins sé ýtt til hlióar. Menn líta svo á að Allah hafi hafnað Gyóingum og því eigi þeir ekki rétt á að eiga eigió land. Gyóingar gera einnig tilkall til landsins og Jerúsalem á trúarlegum forsendum. Eg var staddur í Mió-Austurlönum þegar síðasta intifada-uppreisn hófst. A undan höfðu ísraelsmenn meó Barak í broddi fýlk- ingar teygt sig lengra en nokkur haföi þor- að aó vona og boóið Palstínumönnum 98% af hernumdu svæóunum en jafnframt hald- ið fast í þá skoðun aó Jesúsalem yrði óskipt höfuðborg Israelsríkis. En vegna kröfu islams varö svarió nei, þó svo mikió hefói áunnist meó slíku samkomulagi. Alls stað- ar í Mið-Austurlöndum lá þetta í augum uppi er ég talaói vió fólk. Á Vesturlöndum skildu menn ekki að vandinn er ekki einung- is stjórnmálalegs eólis, heldur einnig og ekki síst trúarlegur. Tengjast hryðjuverkin í Bandaríkjunum í fýrra pessu á einhvern hátt? Hryójuverkin þann 11. september sl. komu ekki öllum á óvart. Öfgahópar innan islam hafa oft gripió til ofbeldis. Ymislegt

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.