Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 33

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 33
IV I sumar er ég svo lánsamur að fá aó sitja í Frióriksstofu og rannsaka skjala- og hand- ritasafn hans sem er varóveitt þar. Þaó er mánaóarlegur styrkur frá Nýsköpunarsjóói námsmanna sem gerir þaó mögulegt. Safn- ið er stórt í sniðum og ótal margt að finna þar, m.a. eitt og annaó tengt íþróttinni sem sr. Friórik dáóist að. Eins og þekkt er gaf sr. Friórik leyfi fyrir því að Valur yrói stofnaóur innan KFUM og þó svo aó fleiri íþróttafélög tengist sögu KFUM (t.d. Haukar og hió endurvakta Hvatsfélag) þá eru þessi tengsl líklega þau varanlegustu og áhugaveróustu. Valur hefur ásamt fleirum reist kapellu til aó heióra minningu sr. Frió- riks og hann hefur alltaf skipaó sérstakan sess á meóal þeirra. Hann var geróur aó heióursfélaga Vals 11. maí 1931. í skjala- og handritasafninu er hægt að finna nokkr- ar ræður og ávörp sem vitna um samband sr. Frióriks og KFUM vió Val. Vió víglsu hins nýja Vals-svæóis 10. maí 1936 kemur enn skýrar í Ijós hvernig sr. Friðrik leit á knattspyrnuna sem eitthvaó nátengt og þóknanlegt guðsþjónustunni. Hann vitnar til fýrsta svæóisins sem þeir vígóu 1911 og segir um það: „Fyrir mjer var sá völlur, ávallt heilög jöró. Opt á björtum og hálfbjörtum sum- arnóttum reikaði jeg einn þangaó og gekk í samtali vió Guó markanna á milli.“ Sr. Friörik leit á knattspyrnuvöllinn sem framlengingu á fundarsal félaganna og í ávarpi einu á ensku, sem er bæói óstaósett og án ártals, segir hann að drengjunum sé sagt aó líta svo á aðjesús sé mitt á meðal þeirra á vellinum og ávallt nálægur. I þessu víglsuerindi frá 1936 er hægt aó fá staðfestingu á því aó hann hafði enn áþekkar hugmyndir um íþróttina sem hann hafói kynnst 1911: „Hugsjónir mínar um þessa fögru íþrótt, sem Valur iókar, eru þær sömu og áóur, og hugsjón mín um knattspyrnuna sem hið bezta uppeldismeóal til þess að efla göfug- an sióferðisþroska hjá ungum mönnum er hin sama og áður.“ I öóru erindi sem sr. Friórik hélt við víglsu íþróttavallar Vals aó Hlíóarenda 3. sept. 1949 er margt forvitnilegt aó finna. Þar fer hann aó rifja upp sögu félagsins og ávarp- ar Val oft í þrióju persónu. Hann rekur eig- inlega þroskasögu félagsins og segist muna eftir honum sem ungum dreng og þá var þannig ástatt: „Báru þeir framan af sjaldan sigur úr být- um, en þaó var mál margra manna að þrátt fýrir þaó væri leikur Vals ávallt prýðilegur og fallegur. Og meó þrautseigju og meó því að læra af töpuðum leik óx þeim fiskur um hrygg og ásmegin." Síóan fór Valur á gelgjuskeiðió og varð dálítið uppvöóslumikill og sfðar komst hann á fulloróinsár og varð meira og meira stórhuga og marksækinn sem birtist m.a. í því aó nú gátu þeir vígt þetta nýja svæói. Nú þegar Valur er orðinn nær fertugur skil- ur sr. Friórik aó áminningar hans eru líklega orónar æói barnalegar. En síóan endar hann ræóuna á því aó minna þá á upphaf- ió og þær hugsjónir sem hann vildi aó félag- ið mundi ætíó hafa í heiðri. Annaó áhuga- vert í þessu erindi er tillaga sr. Frióriks um verndardýrling fýrir Valsmenn: „Ef vjer værum katholskir þá mundum vjer velja oss verndardýrling til aó helga honum staóinn og starfsemina. Jeg mundi velja sjálfan postulann Pál vegna þess aó hann hafói svo glöggt auga fýrir íþróttum síns tíma og meó oróum hans vilja svo vígja þennan völl. 1. Kor. 9, 24-26 og 2. Tím. 2, 5.“ Þaó er ýmislegt annað aó finna um Val í skjölunum en ekki veróur meira opinberaó að sinni. V „I thank god for that noble game.“ I fýrrnefndu erindi um stofnun og starf KFUM í Reykjavík á ensku, sem setningin hér aó ofan er tekin úr, gerir sr. Friórik grein fýrir mikilvægi knattspyrnunnar fýrir starf KFUM. Á sumrin fellur að mestu allt starf niður en þá er notast vió fótboltann. Frá upphafi eru drengirnir skólaóir í réttum anda og háttvísi og leiðtogarnir í KFUM fýlgjast grannt með þeim til aö læra hvert lundarlag (character) þeirra er. Á fótbolta- vellinum eru leiðtogar framtíóarinnar fundnir. I leiknum kemurglöggt fram hverj- ir hafa leiótogahæfileika og hverjir hafa stjórn á sér o.s.frv. Af þessu verður enn skýrar séð hversu mikilvæg knattspyrnan var í augum sr. Frið- riks. Hún var ekkert stundargaman heldur mikilvægt uppeldismeöal, hún byggði upp siðferðisþroska, hún átti aö gera menn betri, göfugri og heióarlegri, hún átti aó auka fegurðarskyn hvers og eins og efla hópvitundina. Þetta er stórkostleg sýn á íþróttina og eitthvað fýrir alla til aó læra af sem ióka og fýlgjast með henni. Þess vegna bíðum við átekta og vonum að sigurvegar- ar núverandi heimsmeistaramóts deili helst öllum sínum hugmyndum með sr. Frióriki. Vió vonum að þeir leiki fallega knattspyrnu, beri af í sióferðisþroska með því aó hafa ekki rangt við og láti ekki kappió bera feg- uróina ofurliói og geri þannig vettvang úr- slitaleiksins aó heilagri jöró. 33

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.