Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 7
og sami hluturinn. Þessari hugsun vex fylgi. Kofi Annan, aðalritari SÞ, minnt- ist á þaó í ræóu sinni f desember að hugmyndir manna um að trú þeirra sé ótvírætt í andstöóu við trú annarra sé bæði hættuleg og röng. Þetta er kjarni vandans — tvenns konar trúarbrögð — islam og kristindómurinn sem hvor tveggja telja sig búa yfir sannleikan- um. Krafa islams um að eiga sannleik- ann veróur ekki samþykkt af kristin- dómnum — og öfugt - hér veróa menn að velja. 2) Sá sem er kristinn hlýtur að keppa eft- ir friói vió alla menn — en þó ekki hvað sem það kostar. Þekktur trúarbragóa- fræðingur í Englandi varaói við því fyr- ir nokkrum árum að stærstu trúar- brögð heims stæðu nú andspænis hver öóru á nýjan hátt og aó það myndi leióa til blóóugra átaka ef menn sam- einuðust ekki í nýrri alheimstrú. I fýrra atrióinu hafði hann á réttu að standa. Atök á forsendum trúarbragóa hafa aukist og enginn þarf aó vera spámað- ur til að sjá afleiðingar þess — sem meðal annars birtist í því að kristnir píslarvottar hafa aldrei verið fleiri en síðustu ár. Margt fólk á Vesturlöndum er tilbúió að kaupa sér frið og fórna Israel. En er á Ifður verður kaupverðió hátt og frióurinn skammvinnur. 3) Við megum aldrei gleyma því að múslimar eru fólk sem Jesús elskar og dó til þess aó frelsa. Barátta okkar er ekki við hold og blóó — manneskjur — heldur við andaverur vonskunnar í himingeimnum. Þess vegna þurfum viö aó íklæðast hertygjum Guós sem m.a. er aó vera skóuó fúsleik til að boóa ná- unganum fagnaóarerindió, hvort sem hann er að nafninu til kristinn eóa múslimi. Vió megum ekki einfalda hlutina um of. Ekki eru allir kristnir í kringum okkur og ekki eru allir múslimar hryóuverkamenn. Margir múslimar eru komnir til Vesturlanda á flótta frá múslímskum ríkjum þar sem spilling og ógnarstjórn ríkir. Jesús vill að við tökum vel á móti þeim. Við skulum vona að þeir sjái hjá okkur líf og trú sem þeir fá löngun til að eignast. Við getum mætt and- stöóu, ekki aðeins frá múslimum heldur einnig Vesturlandabúum sem hafa yfirgefið grundvöll kristindómsins. Kristinn Arabi sagði eitt sinn við mig orð sem ég gleymi ekki: „Islam væri kannski ekki til í dag ef kirkjan á tímum Múhameðs hefói verið lif- andi kristniboðskirkja.“ Lifandi kirkja og kristindómur sem boðar og mótar um- Séó yfir Betlehem ofan úr fæðingarkirkjunni. hverfi sitt þarf ekkert aó óttast. Sigurinn er ekki háóur styrkleika okkar eða andstæó- inganna. Sigurinn var unninn meó kross- dauóa og upprisu Jesú. Það sem vió sjáum núna er lítill hluti af stærri mynd sem við höfum alltafvitaó aö myndi birtast, mynd sem segir okkur að Jesús kemur — hann kemur skjótt. Enn er náðartími sem vió erum kölluó til aó nota til að boóa öllum mönnum, nær og fjær, fagnaóarerindið. 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.