Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 17
 Síðastlióinn vetur var gerð tilraun með samstarf vió Askirkju og Hrafnistu og þaó ervilji hjá kirkjunni að auka þetta samstarf í framtíóinni. Það er fólgið í því að börnin okkar fara í heimsókn á Hrafnistu og eiga góóa stund með gamla fólkinu. Askirkja hefur kostaó músíkþerapista í verkefnið, vió útvegum börnin og Hrafnista gamla fólkið. Einnig hefur Fríðuhús, sem er dagvist fyrir heilabilaóa, lýstyfirvilja sínum að fá krakka frá okkur í heimsókn. Hvað er margt starfsfólk á leikskólanum? I dag starfa 11 manns á leikskólanum í 9.5 stöðugildum en þegar þriðja deildin bætist við 2-3 starfsmenn til viðbótar. Það hefur í gegnum árin verið mjög lítil hreyfing á starfsfólki og sumt af því starfsfólki sem ég er að ráða núna hefur unnið við leikskól- ann áóur og er að skila sér til baka. Hér munu veróa þrír leikskólakennarar, tveir grunnskólakennarar og einn mynd- listarkennari þannig að við erum ágætlega mönnuó af fagfólki þó þaó væri enn betra ef við værum fleiri. Hver er uppeldisstefna leikskólans? Við leggjum ríka áherslu á allt sem lýtur að trúarlegu uppeldi, kærleika og væntum- Pykju, bæði við samferðafólk okkar í lífinu °g náttúruna - sköpunarverk Guðs. Einnig höfum vió leitað í smiðju hinna ýmsu upp- eldisfrömuða en mest horft til bandarísks uppeldisfræðings, John Dewey, en einkunn- aroró hans voru „learning by doing“. Það er heillandi hugmynd að læra með því að bestum rekstri bæði fjárhagslega og innra starfi. Hafa allir draumar og allar áætlanir varðandi leikskólann rcest? A flestu sýnist mér að framtíðardraumur minn varóandi leikskólann hafi ræst á þremur árum og því hafði ég aldrei reiknað með. Það var framsýni fyrir 27 árum þegar fólki datt í hug að nýta húsnæði félagsins fyrir leikskóla og það er framsýni hjá KFUM og KFUK í dag aó byggja nýjan leikskóla. Ekki má gleyma því aó stöðugt er verió að biója fyrir leikskólanum og það eru for- réttindi í starfi sem þessu að vera borin uppi á bænarörmum. Borgarstjórinn ávarpaói samkomuna áóur en hún opnaói leikskólann meó formlegum hætti (sjá efri mynd). glíma vió hlutina. Sióan er það umhverfis- stefnan sem við erum ekki búnar að full- móta. Ég vil líka leggja áherslu á tengsl við KFUM og K, því við njótum virkilega góðs af þeim tengslunum. Þar höfum vió gott bakland af fólki sem getur aóstoóaó okkur við alla mögulega hluti. Þeir sem þekkja til starfsemi leikskólans hafa nefnt að þá leggir allt í að gera starfsemina sem best úrgarði. Eru síðustu mánuðir búnir að vera annasamir hjá leikskólastjóranum? Ég lít á þaó sem köllun aó vinna þetta starf, mér er ætlað að vinna það og ég geri þaó eins vel og ég get hvort sem ég legg í það átta eóa tíu stunda vinnudag. Ég legg metnað minn í að halda leikskólanum í sem 17

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.