Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 19
Frá messu í Kolaportinu. stofu og Sólveig Halla Kristjánsdóttir guð- fræóinemi, ásamt fleiri guðfræóinemum sem einnig eru sjálfboóaliðar í mióborgar- starfinu. Þetta erfasti kjarninn ístarfinu og þetta er fólk sem nýtur þess aó taka þátt í grasrótarstarfi kirkjunnar. Sálgæslan er afar mikilvæg í helgihaldinu, vió höfum aukið þátt fýrirbænaþjónustunn- ar og prédikunin hefur oróió minni. Þaó hef- urverið hluti af þjónustunni aó mæta tíman- lega og taka á móti bænaefnum og ræóa vió fólk um líóan þess og aóstæóur. Síóan erum við meó 20 til 30 bænarefni í hverri messu sem koma bara úr Kolaportinu. Hvernig fer messan fram ? Þaó er svolítió skemmtilegt að segja frá því að upphaflega var hún alltaf klukkan fjögur því þaó er heitasti sölutíminn í Kola- portinu. En brátt kom í Ijós að salan dalaði á meóan messan stóð þannig aó vió vorum beðin um aó færa okkur til klukkan tvö. Vió vildum vera í góóu samstarfi vió þau sem voru aó selja þarna og þessi breyting dró ekkert úraðsókninni í messurnar. Ég hugsa aó mætingin sé aldrei undir hundraó manns. Messan er alltaf fjórða sunnudag í tnánuói. Vió mætum hálftíma fyrr og tök- nm tíma í aó spjalla og hlusta. Þá leikur Þorvaldur Halldórsson þekktar dægurperl- ur sem fólk kannast vel vió svo það hópast að. Við hefjum síóan athöfnina klukkan tvö með forspili, signingu og bæn. Þar á effiir syngjum við saman nokkra fallega lofgjörð- arsálma. Því næst er fjögurra til fimm mín- útna prédikun út frá guðspjalli dagsins. Þau sem prédika eiga að tala stutt og blaðalaust. Stundum höfum vió prófaó aó hafa samtalsprédikun og það kemur vel út. Síðan kemur bænasálmur og þar á eftir eru fýrirbænir, sem jafnan taka talsveróan tíma, vió Ijúfan undirleik Þorvaldar. Að loknum síðasta sálmi endum við á blessun meó olíu. Þá göngum við til hvers og eins og signum krossmarkiö inn (lófann og segjum við hvern og einn: „Drottinn blessi þig og varðveiti þig,“ því þetta er messa nálægóar- innar. Fyrir jól og páska höfum vió svo verió með altarissakramentið. Sumir hafa lýst undrun sinni á því að vió séum aó útdeila í Kolaportinu þar sem ekkert altari er. Hvaó sem því líóur er Ijóst aó Jesús Kristur er ná- lægur í anda sínum og krafti. Þaö er mikil- vægt aó fólkið geti tekið á móti sakrament- inu og fengið fýrirgefningu Guðs. Fyrir- komulag Kolaportsmessunnar er því einfalt og vió notumst ekki vió neina „himnesku". Hver messa er 40 mínútur, þaó er hámarks- tími sem vió förum ekki fram yfir. Hvaða áhrifhefar messan á Kolaportið? Hvaða pýðingu hefur pað að þið komið þarna mánaðar- lega og hafið gert reglulega síðastliðin þrjú ár? Vió finnum aó þaó eru miklar væntingar. Þaó er fastur kjarni sem kemur til að þiggja sálgæslu og fýrirbæn. Fyrst var meira gegn- umstreymi af fólki en nú er kominn fastari kjarni. Þaó má skipta þeim sem sækja messurnar í þrjá hópa, þaó er fasti kjarn- inn, aórir koma af áhuga og forvitni og síð- an eru þaó gestir sem detta inn í Kolaport- ió og eru ekkert endilega komnir til aó fara í messu. Andrúmsloftió í kringum þessa þjónustu hefur breyst með tímanum. Það má segja aó það hafi verió ákveóin fýrir- staða í upphafi, fólki fannst skrítió aó sjá hóp af ölbuklæddum prestum og tónlista- fólki koma þarna inn. Vió þurftum aó vera varkár og auóvitaó var ekkert óeólilegt aó fólk væri tortryggið. En mér fmnst hafa náóst mikil samstaða og ég þakka þaó ekki síst hennijónu í Kaffi Port, hún hefur verið millilióur á milli okkar og þeirra sem þarna starfa og eiga sín viðskipti. Ég finn meira og meira samþykki. Þarna er auðvitað fólk af öllum trúarbrögóum, fólkið sem þarna er í viðskiptum er ekki allt kristið og mér finnst þaó hafa sýnt okkur mikið umburóarlyndi. Ég finn sjálf að eftir því sem maóur kynnist fólkinu betur á staónum og helgihaldió 19

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.