Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 36

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 36
Rætt vió Kurtjohansen fram kvæ m d as tj ó ra Noróurlandadeildar SAT7 Hin kristna rödd Viðtal: Ragnar Gunnarsson Maður er nefndur Kurt Johansen, 44 ára gamall Dani, sem hefur á starfsævi sinni tynnið fýrir ýmsar kristni- boðshreyfingar og danska ríkió en er nú framkvæmdastjóri Norðurlandadeildar SAT7 — samstarfshreyfingar um kristilega sjónvarpsdagskrá sem send er til Norður- Afríku og Miö-Austurlanda gegnum gervi- hnött. Kurt kom til Islands aðra helgi íjúní að fræóa okkur Islendinga um hvað SAT7 er, hvað gert er og hvernig staðið er aó mál- um. Heimsókn hans var afar fróðleg og því settumst við niður til að fá frekari upplýs- ingar fyrir lesendur Bjarma. Hann fékk aó sjálfsögðu fyrst spurninguna sem hann þurfti aó svara svo oft: Hvers vegna ertu kominn hingað til Islands? Meginástæóa þess að ég kem nú er sú að Kristniboóssambandið geróist styrktaraðili SAT7 í upphafi ársins og því vildum vió kynna starfið betur fyrir Islendingum. Þaó gerði ég á samkomu í húsi KFUM og KFUK. Eins hitti ég biskup og nefnd þjóðkirkjunn- ar um kristniboð og hjálparstarf, var í viö- tali á Lindinni, kristilegu útvarpsstöðinni, og átti fund meó stjórn Kristniboðssam- bandsins. Hvað er SAT7 og hvernig hófst starfið? SAT7 er ekki gamalt fýrirbæri. Starfið hófst fýrir um það bil sex árum. Árin á und- an höfðu átt sér staó miklar breytingar. Meðal Araba fjölgaói þeim mikið sem urðu sér úti um móttökubúnað fýrir gervihnatta- sendingar sjónvarpsstöðva. Nú eru um 100 milljónir íbúa í Norður-Afríku og Mið-Aust- urlöndu sem ná sendingum gervihnatta eða um 30%. Lengi vel voru þessi svæði tiltölu- lega lokuó fýrir áhrifum utan frá. Einangr- unin var nú rofin meó þessu án þess aó í hópi hinna 60 sjónvarpsstöðva sem sjón- vörpuðu á arabísku væri nokkur kristin rödd. Sumir í þessum löndum líta svo á aó ríki, menning og trú sé eitt því þannig er því háttað heima fýrir. Þá er nærtækt aó álíta að myndir Hollywood eða framhaldsþættir eins og Strandveróir séu góðir kristnir þætt- ir sem mióla gildum kristindómsins. Allt þetta varó til þess aó löngun vaknaði til aó 36

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.