Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 26
Lýd ía Haraldur Jóhannesson Biblían hefur aó geyma frásagnir af mörgum einstaklingum. Um suma eru þær ítarlegar en aórir eru nefndir í einni setningu eóa fáum línum. Stundum er hægt að lesa heilmikla sögu úr fáum oró- um, fá ákveóna mynd af viókomandi og sambandi hans vió Guó. Þaó á vió um Lýd- íu sem nefnd er á tveimur stöóum í 16. kafla Postulasögunnar. Lúkas segir svo frá: „Nú lögóum vér út frá Tróas og sigldum beint til Samóþrake, en næsta dag til Neapólis og þaóan til Filippí. Hún er helsta borg í þessum hluta Makedóníu, rómversk nýlenda. I þeirri borg dvöldumst vér nokkra daga. Hvíldardaginn gengum vér út fyrir hlióíó aó á einni, en þar hugóum vér vera bænastað. Settumst vér nióur og töluðum vió konurnar, sem voru þarsaman komnar. Kona nokkur guórækin úr Þýatíruborg, Lýdía að nafni, er verslaói með purpura, hlýddi á. Opnaði Drottinn hjarta hennar, og hún tók vió því, sem Páll sagði. Hún var skírð og heimili hennar og hún baó oss: „Gangió inn í hús mitt og dveljist þar, fýrst þér teljió mig trúa á Drottin." Þessu fýlgdi hún fast fram“ (vers 11-15). „Þegar þeir voru komnir út úr fangelsinu, fóru þeirheim til Lýdíu, fundu bræóurna og hughreystu þá. Síðan héldu þeir af staó“ (vers 40). Páll postuli var nýbúinn aó sjá sýnina sem beindi honum til Evrópu. Hann hafói séð makedónskan mann í sýn og hélt þegar af staó ásamt samferóamönnum sínum til Makedóníu. Filippí var fýrsta stóra borgin sem þeir komu til í Evrópu. Neapólis sem minnst er á hefur verið eins konar ná- grannabæjarfélag Filippí. I Filippí var hliðió aó Evrópu. Þaó skipti miklu máli að Páli væri vel tekið og fagnaðarerindió fengi rót- festu í þessu umhverfi. Skyldi Lýdía hafa haft einhverju hlutverki aó gegna hér? Hver var Lýdía? Hvaó vitum vió um Lýdíu? Vió sjáum aó hún var ættuó úr Þýatíruborg í Litlu-Asíu þó aó hún væri búsett f Filippí. Hún verslaði meó purpura. Hugsanlega var hún um- boósmaóur fyrirtækis í Þýatíru. Purpuri hæfói konungum en var þó ekki eingöngu tákn um ríkidæmi eóa „merkjavara". Við sjá um þaó í Orðskviðunum, 31. kafla þar sem verið er aó lýsa hinni vænu konu. I 22. versi segir: „Hún býr sér til ábreióur, klæðnaóur hennar er úr baómull og purpura." Hin hagsýna húsmóóir velur sem sagt purpura rétt eins og konungurinn. Vió sjáum því að Lýdía hefur selt vandaóa vöru í háum gæóaflokki. Þaó er sennilegt aó hún hafi verió efnuó kona. Við sjáum líka að hún var guórækin og kom á bænastaóinn á hvíldardaginn. Hugs- anlega kynntist hún gyóingdómi í Þýatíru en gyðingdómur átti sér ekki sterkar rætur í Filippí. Guóræknin var ekki bara á yfirborð- inu. Lýdía hélt áfram aó rækja bænasamfé- lagió þegar hún kom til Filippí þar sem aó- stæóur voru aórar en í Þýatíru og hún hefur þurft aó taka meóvitaða ákvöróun um það. Nú dugói ekki aó fljóta meó straumnum. Þegar Páll flutti fagnaóarerindió opnaói Guó hjarta hennar og hún var reióubúin aó veita því viðtöku. En hún lét sér það ekki nægja. Hún viróist strax hafa komió auga á samhengió milli þess aó komast til trúar og eiga samfélag vió annaó trúað fólk. Hún sagói vió Pál og félaga hans: „Gangió inn í hús mitt og dveljist þar, fyrst þér teljió mig trúa á Drottin." Þessu fylgdi hún fast fram. - Eftir aó Páll og Sílas höfóu losnaó úr fangelsi fóru þeir heim til Lýdíu og fundu bræóurna þar. Hús Lýdíu var oróió aó sam- komustaó safnaóarins litla í Filippí. Þess er hvergi getið aó Lýdía hafi átt mann. Hugsanlega var hún ekkja. Svo viró- ist sem konur hafi haft mikió frelsi í Filippí og Lýdía hefur nýtt sér það. Hún stundaói verslun og hún hafði djörfung til að hafa mótandi áhrif á safnaóarlífió í Filippí í upp- hafi. Hún kunni líka aó velja þaó besta. Þegar hún kynntist gyóingdómi í Þýatíru þá aóhylltist hún hann og hélt því áfram þó aó hún flytti til Filippí. Frelsió sem hún fékk f Filippí nýtti hún sömuleióis á jákvæóan hátt. Hún stundaói verslun meó vandaða vöru og ávaxtaói sitt pund. Þegar hún heyrði fagnaóarerindió tók hún vió því og þaó hafói þegar áhrif í lífi hennar. I Filippíbréfinu 1. kafla versum 3-5 segir Páll postuli: „Eg þakka Guói mínum í hvert skipti sem ég hugsa til yóar, og gjöri ávallt í öllum bænum mínum meó gleói bæn fýrir yóur öllum, vegna samfélags yóar um fagn- aóarerindió frá hinum fýrsta degi til þessa.“ - Filippímenn áttu samfélag um fagnaóar- erindió frá hinum fýrsta degi. Og hver var sú fýrsta sem sagt er frá aó hafi komist til trúar í Filippí? Jú, það var Lýdía. Hver var það sem opnaói heimili sitt fýrir hinum trú- uóu þannig aó samfélag trúaóra varó aó veruleika? Jú, það var Lýdía. Undir lok Fil- ippíbréfsins segir Páll postuli: „Þérvitió og, Filippímenn, aó þegar ég í upphafi boóaói yóur fagnaðarerindió og var farinn burt úr Makedóníu, hafói enginn söfnuóur nema þér einir reikning hjá mér yfir gefið og þeg- ið.“ (Fil. 4:15) - Strax í upphafi höfóu Fil- ippímenn skilning á ábyrgóinni á öórum kristnum mönnum og þeim sem fara út meó fagnaóarerindió. Er ekki líklegt að Lýdía hafi haft þarna hönd í bagga? Efvið drögum saman það sem við höfum komist að um Lýdíu þá sjáum vió aó hún hefur verió kjarnakona, dugleg og fýlgin sér, guóhrædd og heilsteypt í trúnni, óhrædd vió aó hafa áhrif. Þaó bendir líka margt til þess aó hún hafi haft áhrif til góós í söfn- uóinum í Filippí. Hún sá hvaó samfélag trúaóra er mikilvægt og hefur trúlega einnig brunnió fýrir útbreióslu fagnaðarerindisins. Arfur Lýdíu Kirkjusagan geymir margar frásagnir af konum sem voru guðhræddar, einarðar, út- sjónarsamar, heilsteyptar og óhræddar við aó hafa áhrif. Þærsáu oft lengra en karlarn- ir sem hafói verió falin ábyrgóin á söfnuóin- um. Hvernig skyldi kirkjusagan hafa oróió án slíkra kvenna? Er eitthvað í þeirri mynd sem vió höfum fengió af Lýdíu sem á erindi til okkar í upphafi 21. aldar? Ég ætla aó nefna nokkur atriói. Þaó fýrsta er guóhræósla. Mörgum finnst þetta undarlegt orð. Er Guó ekki góóur? Þurfum vió aó vera hrædd við hann? Er guóhræðsla ekki verkfæri valdhafa til aó undiroka, vekja hræóslu hjá lýónum svo aó hann hlýói? - Breski rithöfundurinn C. S. Lewis fjallar um þetta atriói í einni af barnabókum sínum um ævintýralandió Narníu. Ljónið Aslan táknar Jesú Krist í þessum bókum. Á einum staó eru söguhetjurnar aó velta fýrir sér hvort Aslan sé góður eóa hættulegur. Þau 26

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.