Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.07.2002, Blaðsíða 24
Stefán Már Gunnfaugsson Kristilegt unglingastarf eins og við þekkjum það á sér yfir 100 ára sögu á íslandi eóa allt frá því aó sr. Friórik Frióriks- son hafói frumkvæói að skipulögóu æsku- lýðsstarfi á vegum Dómkirkjusafnaóarins. Á þessum langa tíma hefur starfió átt sína góóu og slæmu tíma. Þaó hefur verió mis- öflugt og gengió í gegnum breytingar, en ávalt er mióað að því sama, þ.e. aó vekja, laóa og leióa unglinga til trúar á Guó. Margir þættir hafa áhrif á unglingastarfió og má e.t.v. segja aó unglingastarfið byggi einna mest á leiðtogunum, viðhorfi ung- linganna til starfsins og samkeppninni um tíma þeirra. Nýverió var geró könnun á stöóu ung- lingastarfs í söfnuóum landsins og sumir þessara þátta kannaðir. Spurningalisti var lagður fýrir í öllum prestaköllum og fyrir alla leiðtoga. Nióurstöóur könnunarinnar birtust síóasta haust, en þetta er fyrsta út- tektin sem gerð hefurverió á unglingastarfi kirkjunnar. í Ijós kom aó unglingastarf var á síóasta ári í 32% prestakalla landsins og í flestum söfnuóum á höfóuborgarsvæóinu er ung- lingastarf. Meó unglingastarfi er átt við skipulagt starf meó unglingum á aldrinum 13-16 ára þar sem hist er reglulega yfir vetr- armánuóina, en f mörgum fleiri söfnuóum er kórastarf eóa óreglulegar samverur með unglingum sem telst hér ekki meó. Á bilinu 11 -20 unglingar sækja starfió aó jafnaói og er lítil fækkun eftir áramót. Þaó er óhætt að segja aó starfió er í góóum og stöóug- um vexti. Það er einnig greinilegt aó þaó er í föstum og traustum skoróum í þeim söfn- uóum þar sem þaó er. Leiótogar unglingastarfins eru horn- steinn þess. Þaó hvílir á leiótoganum aó halda starfinu upp og einkum aó ná til ung- linganna á persónulegum nótum og mynda samfélag nándar og kærleika með þeim. Allflestir leiótogarnir eru menntaðir og meó 24

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.